Topplið Austurdeildarinnar án lykilmanna og töpuðu bæði Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. janúar 2022 23:30 Darius Garland var frábær í sigri Cleveland Cavaliers á Brooklyn Nets í kvöld. EFE/MICHAEL REYNOLDS Alls fóru sex leikir NBA-deildarinnar fram á skikkanlegum tíma fyrir okkur Íslendinga nú í kvöld. Topplið Austurdeildarinnar – Brooklyn Nets og Chicago Bulls – töpuðu bæði. Alls fóru sex leikir NBA-deildarinnar fram á skikkanlegum tíma fyrir okkur Íslendinga nú í kvöld. Topplið Austurdeildarinnar – Brooklyn Nets og Chicago Bulls – töpuðu bæði. Brooklyn Nets var án Kevin Durant er liðið mætti Cleveland Cavaliers í kvöld. Durant meiddist í síðasta leik liðsins og er enn óljóst hversu lengi hann verður frá. Í hans stað kom hinn óbólusetti Kyrie Irving inn í liðið þar sem Nets voru á útivelli. Too pretty @KyrieIrving x #NBAAllStar pic.twitter.com/RXPgzVPLnM— Brooklyn Nets (@BrooklynNets) January 17, 2022 Irving og James Harden gerðu hvað þeir gátu gegn einkar spræku Cavaliers-liði sem hefur komið nær öllum á óvart í vetur en allt kom fyrir ekki. Cavs með frábæran sjö stiga sigur eftir að sóknarleikur Nets hrundi í fjórða leikhluta, lokatölur 114-107. Harden skilaði 22 stig, 10 stoðsendingum og 7 fráköstum á þeim 40 mínútum sem hann spilaði. Irving skilaði 27 stigum, 9 stoðsendingum og 7 fráköstum á þeim 38 mínútum sem hann spilaði. Another #NBAAllStar performance from your Eastern Conference Player of the Week @dariusgarland22 | #LetEmKnow pic.twitter.com/ZfMmToTN3R— Cleveland Cavaliers (@cavs) January 17, 2022 Segja má að liðsheildin hafi unnið þennan leik en Darius Garland var eini leikmaður Cleveland með meira en 15 stig. Hann skoraði 22 stig og gaf 12 stoðsendingar. Alls voru þó fimm leikmenn til viðbótar sem skoruðu 12 stig eða meira í kvöld. Skógarbirnirnir frá Memphis unnu sannfærandi 13 stiga sigur á Nautunum frá Chicago, 119-106. Eftir jafnan fyrsta leikhluta settu Memphis-menn í fimmta gír og voru 13 stigum yfir í hálfleik. Sá munur var kominn upp í 20 stig fyrir síðasta fjórðung en þar tókst Nautunum að klóra í bakkann án þess þó að segja raunverulegan möguleika á sigri. Ja Morant og Desmond Bane skoruðu báðir 25 stig í liði Grizzles. DeMar DeRozan skoraði 24 stig í liði Bulls sem var án Lonzo Ball, Zach Lavine og Alex Caruso í kvöld. Miles Bridgers skoraði 38 stig og tók 12 fráköst í tíu stiga sigri Charlotte Hornets á New York Knicks, lokatölur 97-87. WHAT A DAY for @MilesBridges! career-high 38 POINTS 14-20 from the field 12 rebounds @hornets win pic.twitter.com/I4TPqUUC75— NBA (@NBA) January 17, 2022 Montrezl Harrell skoraði 18 stig og Kyle Kuzma skoraði 15 ásamt því að taka 16 fráköst er Washington Wizards kafsigldi Philadelphai 76ers, lokatölur 117-98. Joel Embiid var með 32 stig í liði 76ers. Kyle Kuzma with AUTHORITY pic.twitter.com/g55vmUhH1f— NBA TV (@NBATV) January 17, 2022 Nicola Batum skoraði 32 stig og Reggie Jackson gerði 26 er Los Angeles Clippers vann Indiana Pacers 139-133. Caris LaVert skoraði 26 stig í liði Pacers. Jayson Tatum skoraði 27 stig og Dennis Schröder bætti við 23 til viðbótar er Boston Celtics vann New Orleans Pelicans 104-92. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Sjá meira
Alls fóru sex leikir NBA-deildarinnar fram á skikkanlegum tíma fyrir okkur Íslendinga nú í kvöld. Topplið Austurdeildarinnar – Brooklyn Nets og Chicago Bulls – töpuðu bæði. Brooklyn Nets var án Kevin Durant er liðið mætti Cleveland Cavaliers í kvöld. Durant meiddist í síðasta leik liðsins og er enn óljóst hversu lengi hann verður frá. Í hans stað kom hinn óbólusetti Kyrie Irving inn í liðið þar sem Nets voru á útivelli. Too pretty @KyrieIrving x #NBAAllStar pic.twitter.com/RXPgzVPLnM— Brooklyn Nets (@BrooklynNets) January 17, 2022 Irving og James Harden gerðu hvað þeir gátu gegn einkar spræku Cavaliers-liði sem hefur komið nær öllum á óvart í vetur en allt kom fyrir ekki. Cavs með frábæran sjö stiga sigur eftir að sóknarleikur Nets hrundi í fjórða leikhluta, lokatölur 114-107. Harden skilaði 22 stig, 10 stoðsendingum og 7 fráköstum á þeim 40 mínútum sem hann spilaði. Irving skilaði 27 stigum, 9 stoðsendingum og 7 fráköstum á þeim 38 mínútum sem hann spilaði. Another #NBAAllStar performance from your Eastern Conference Player of the Week @dariusgarland22 | #LetEmKnow pic.twitter.com/ZfMmToTN3R— Cleveland Cavaliers (@cavs) January 17, 2022 Segja má að liðsheildin hafi unnið þennan leik en Darius Garland var eini leikmaður Cleveland með meira en 15 stig. Hann skoraði 22 stig og gaf 12 stoðsendingar. Alls voru þó fimm leikmenn til viðbótar sem skoruðu 12 stig eða meira í kvöld. Skógarbirnirnir frá Memphis unnu sannfærandi 13 stiga sigur á Nautunum frá Chicago, 119-106. Eftir jafnan fyrsta leikhluta settu Memphis-menn í fimmta gír og voru 13 stigum yfir í hálfleik. Sá munur var kominn upp í 20 stig fyrir síðasta fjórðung en þar tókst Nautunum að klóra í bakkann án þess þó að segja raunverulegan möguleika á sigri. Ja Morant og Desmond Bane skoruðu báðir 25 stig í liði Grizzles. DeMar DeRozan skoraði 24 stig í liði Bulls sem var án Lonzo Ball, Zach Lavine og Alex Caruso í kvöld. Miles Bridgers skoraði 38 stig og tók 12 fráköst í tíu stiga sigri Charlotte Hornets á New York Knicks, lokatölur 97-87. WHAT A DAY for @MilesBridges! career-high 38 POINTS 14-20 from the field 12 rebounds @hornets win pic.twitter.com/I4TPqUUC75— NBA (@NBA) January 17, 2022 Montrezl Harrell skoraði 18 stig og Kyle Kuzma skoraði 15 ásamt því að taka 16 fráköst er Washington Wizards kafsigldi Philadelphai 76ers, lokatölur 117-98. Joel Embiid var með 32 stig í liði 76ers. Kyle Kuzma with AUTHORITY pic.twitter.com/g55vmUhH1f— NBA TV (@NBATV) January 17, 2022 Nicola Batum skoraði 32 stig og Reggie Jackson gerði 26 er Los Angeles Clippers vann Indiana Pacers 139-133. Caris LaVert skoraði 26 stig í liði Pacers. Jayson Tatum skoraði 27 stig og Dennis Schröder bætti við 23 til viðbótar er Boston Celtics vann New Orleans Pelicans 104-92. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Sjá meira