Biden telur Pútín hyggja á innrás og segir hann munu gjalda það dýru verði Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 20. janúar 2022 07:06 Herflutningar Rússa á Krímskaga. AP Joe Biden Bandaríkjaforseti segist telja að Vladimír Pútín kollegi hans í Rússlandi hyggi á einhvers konar innrás í Úkraínu á næstunni. Hann segir þó ekki ljóst af hvaða stærðargráðu slík innrás verði og varar Pútín við því að reyna á samstöðu vesturlanda, ef hann geri það muni hann gjalda þess dýru verði. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem forsetinn hélt í Hvíta húsinu í nótt. Rússar hafa þráfaldlega neitað því að innrás vofi yfir en engu að síður hafa þeir safnað upp miklu liði við landamærin að Úkraínu, bæði Rússlandsmegin en einnig í Hvíta-Rússlandi. Talið er að um hundrað þúsund rússneskir hermenn séu í grennd við landamærin í dag. Biden var heldur óskýr í máli á fundinum en á honum mátti skilja að viðbrögð NATO muni fara eftir því hve viðamikil innrás Rússa verði í landið. Í tilkynningu frá talskonu Hvíta hússins sem send var út eftir fundinn kom þó skýrt fram að ef Rússar ráðist með einhverjum hætti inn fyrir landamæri Úkraínu verði því mætt af hörku af hálfu Bandaríkjanna og bandamanna þeirra. Rússland Bandaríkin Úkraína NATO Tengdar fréttir Í skyndiferð til Úkraínu til að sýna stuðning Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, mun fara til Úkraínu á morgun. Þar mun hann hitta Volodímír Selenskí, forseta Úkraínu, og ræða við hann um spennuna á landamærum Úkraínu annars vegar og Rússlands og Hvíta-Rússlands hins vegar. 18. janúar 2022 17:06 Rússneskar hersveitir komnar inn í Hvíta-Rússland Spennan í Austur-Evrópu fer nú vaxandi dag frá degi en rússneskar hersveitir eru nú komnar inn í Hvíta-Rússland þar sem til stendur, að sögn Rússa, að hafa heræfingu með Hvít-Rússum við landamæri Úkraínu. 18. janúar 2022 07:04 Senda hermenn og skriðdreka til Gotlands Yfirvöld í Svíþjóð hafa ákveðið að fjölga hermönnum og vopnum á Gotlandi í Eystrasaltshafi. Ástæðan er sögð vera versnandi öryggisástand á svæðinu sem að miklu leyti má rekja til mögulegrar innrásar Rússa í Úkraínu. 17. janúar 2022 13:00 Segja Rússa undirbúa fölsun tilefnis til árásar Yfirvöld í Bandaríkjunum sökuðu í dag Rússa um að hafa sent sérstaka sveit hermanna til Úkraínu. Þeirra verk sé að skapa tilefni fyrir Rússa til að gera innrás í Úkraínu. Samhliða því eigir yfirvöld Rússlands í áróðursherferð sem ætlað sé að koma sök á mögulegum átökum á Úkraínumenn. 14. janúar 2022 22:31 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
Hann segir þó ekki ljóst af hvaða stærðargráðu slík innrás verði og varar Pútín við því að reyna á samstöðu vesturlanda, ef hann geri það muni hann gjalda þess dýru verði. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem forsetinn hélt í Hvíta húsinu í nótt. Rússar hafa þráfaldlega neitað því að innrás vofi yfir en engu að síður hafa þeir safnað upp miklu liði við landamærin að Úkraínu, bæði Rússlandsmegin en einnig í Hvíta-Rússlandi. Talið er að um hundrað þúsund rússneskir hermenn séu í grennd við landamærin í dag. Biden var heldur óskýr í máli á fundinum en á honum mátti skilja að viðbrögð NATO muni fara eftir því hve viðamikil innrás Rússa verði í landið. Í tilkynningu frá talskonu Hvíta hússins sem send var út eftir fundinn kom þó skýrt fram að ef Rússar ráðist með einhverjum hætti inn fyrir landamæri Úkraínu verði því mætt af hörku af hálfu Bandaríkjanna og bandamanna þeirra.
Rússland Bandaríkin Úkraína NATO Tengdar fréttir Í skyndiferð til Úkraínu til að sýna stuðning Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, mun fara til Úkraínu á morgun. Þar mun hann hitta Volodímír Selenskí, forseta Úkraínu, og ræða við hann um spennuna á landamærum Úkraínu annars vegar og Rússlands og Hvíta-Rússlands hins vegar. 18. janúar 2022 17:06 Rússneskar hersveitir komnar inn í Hvíta-Rússland Spennan í Austur-Evrópu fer nú vaxandi dag frá degi en rússneskar hersveitir eru nú komnar inn í Hvíta-Rússland þar sem til stendur, að sögn Rússa, að hafa heræfingu með Hvít-Rússum við landamæri Úkraínu. 18. janúar 2022 07:04 Senda hermenn og skriðdreka til Gotlands Yfirvöld í Svíþjóð hafa ákveðið að fjölga hermönnum og vopnum á Gotlandi í Eystrasaltshafi. Ástæðan er sögð vera versnandi öryggisástand á svæðinu sem að miklu leyti má rekja til mögulegrar innrásar Rússa í Úkraínu. 17. janúar 2022 13:00 Segja Rússa undirbúa fölsun tilefnis til árásar Yfirvöld í Bandaríkjunum sökuðu í dag Rússa um að hafa sent sérstaka sveit hermanna til Úkraínu. Þeirra verk sé að skapa tilefni fyrir Rússa til að gera innrás í Úkraínu. Samhliða því eigir yfirvöld Rússlands í áróðursherferð sem ætlað sé að koma sök á mögulegum átökum á Úkraínumenn. 14. janúar 2022 22:31 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
Í skyndiferð til Úkraínu til að sýna stuðning Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, mun fara til Úkraínu á morgun. Þar mun hann hitta Volodímír Selenskí, forseta Úkraínu, og ræða við hann um spennuna á landamærum Úkraínu annars vegar og Rússlands og Hvíta-Rússlands hins vegar. 18. janúar 2022 17:06
Rússneskar hersveitir komnar inn í Hvíta-Rússland Spennan í Austur-Evrópu fer nú vaxandi dag frá degi en rússneskar hersveitir eru nú komnar inn í Hvíta-Rússland þar sem til stendur, að sögn Rússa, að hafa heræfingu með Hvít-Rússum við landamæri Úkraínu. 18. janúar 2022 07:04
Senda hermenn og skriðdreka til Gotlands Yfirvöld í Svíþjóð hafa ákveðið að fjölga hermönnum og vopnum á Gotlandi í Eystrasaltshafi. Ástæðan er sögð vera versnandi öryggisástand á svæðinu sem að miklu leyti má rekja til mögulegrar innrásar Rússa í Úkraínu. 17. janúar 2022 13:00
Segja Rússa undirbúa fölsun tilefnis til árásar Yfirvöld í Bandaríkjunum sökuðu í dag Rússa um að hafa sent sérstaka sveit hermanna til Úkraínu. Þeirra verk sé að skapa tilefni fyrir Rússa til að gera innrás í Úkraínu. Samhliða því eigir yfirvöld Rússlands í áróðursherferð sem ætlað sé að koma sök á mögulegum átökum á Úkraínumenn. 14. janúar 2022 22:31