Alþjóðlegur dagur menntunar Ásmundur Einar Daðason skrifar 24. janúar 2022 12:00 Árið 2018 samþykkti allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna að gera 24. janúar, að alþjóðlegum degi menntunar. Þegar þessi dagur varð að alþjóðlegum degi menntunar óraði líklega afar fáa að skömmu síðar myndi skólahald víða um heim standa frammi fyrir þeirri áskorun að halda skólum opnum í heimsfaraldri. Réttur til menntunar er skilgreindur sem mannréttindi og er nánar útfærður í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Mannréttindi skal ávallt varast að skerða og því skulu menntastofnanir ávallt vera eitt það síðasta sem lokar í neyðarástandi og það fyrsta til að opna. Slíkt er mikilvægið. Íslensku skólakerfi hefur borið til sú gæfa að menntun barna hérlendis hefur ekki þurft að verða fyrir jafnmiklum skerðingum og víða annars staðar. Fréttir hafa borist af ríkjum þar sem skólahald hefur fallið niður að mestu í fjöldamarga mánuði og víða hefur skólahald skerst mjög mikið þegar upp hafa komið bylgjur smita. Víðtækt hlutverk skóla Fyrir mörg börn hefur skólaganga ekki einvörðungu það hlutverk að stuðla að menntun, en reglulegt skólahald er mjög mikilvægur fasti í lífi barna. Þetta á sérstaklega við um börn í viðkvæmri stöðu, sem fá ekki nauðsynlegan stuðning heima við af ýmsum ástæðum. Það eru þó fleiri en börn í viðkvæmri stöðu sem eiga erfitt þegar skólahald er skert, en rannsóknir á áhrifum COVID-19 sýna að andleg líðan barna og ungmenna hefur versnað, mörg upplifa sig að hafa verið félagslega einangruð og segjast kvíðin í kjölfar þess að skólahald hefur raskast. Takk fyrir! Við eigum ótrúlegan mannauð í íslensku menntakerfi og það hefur verið magnað að fylgjast með því hvernig allir sem starfa innan skólakerfisins hafa lagt hart að sér til þess að tryggja að börn njóti menntunar og geti mætt í skólann undanfarna mánuði. Frá því ég tók við nýju ráðherraembætti hef ég fengið að kynnast og sjá þá miklu vinnu sem unnin hefur verið innan menntakerfisins á hverjum degi í þessu krefjandi ástandi. Maður fyllist aðdáun og á sama tíma er ég mjög spenntur fyrir dýpri og þéttari samvinnu við starfsfólk íslenska skólakerfisins sem vonandi getur brátt farið að hætta að snúast um viðbrögð vegna sóttvarna. Þar þurfum við að bregðast við þeirri stöðu sem er uppi eftir tveggja ára heimsfaraldur og taka vel utan um börn og fjölskyldur þeirra með fjölbreyttum úrræðum. Að þessu þurfa að koma fjölmargir aðilar en skólakerfið gegnir þarna lykilhlutverki enda eru flest börn þar stærstan hluta síns daglega lífs. Í tilefni dagsins vil ég færa starfsfólki íslenska menntakerfisins mínar bestu þakkir, bæði sem mennta- og barnamálaráðherra, en ekki síður sem foreldri. Takk! Höfundur er mennta- og barnamálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásmundur Einar Daðason Skóla - og menntamál Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Árið 2018 samþykkti allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna að gera 24. janúar, að alþjóðlegum degi menntunar. Þegar þessi dagur varð að alþjóðlegum degi menntunar óraði líklega afar fáa að skömmu síðar myndi skólahald víða um heim standa frammi fyrir þeirri áskorun að halda skólum opnum í heimsfaraldri. Réttur til menntunar er skilgreindur sem mannréttindi og er nánar útfærður í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Mannréttindi skal ávallt varast að skerða og því skulu menntastofnanir ávallt vera eitt það síðasta sem lokar í neyðarástandi og það fyrsta til að opna. Slíkt er mikilvægið. Íslensku skólakerfi hefur borið til sú gæfa að menntun barna hérlendis hefur ekki þurft að verða fyrir jafnmiklum skerðingum og víða annars staðar. Fréttir hafa borist af ríkjum þar sem skólahald hefur fallið niður að mestu í fjöldamarga mánuði og víða hefur skólahald skerst mjög mikið þegar upp hafa komið bylgjur smita. Víðtækt hlutverk skóla Fyrir mörg börn hefur skólaganga ekki einvörðungu það hlutverk að stuðla að menntun, en reglulegt skólahald er mjög mikilvægur fasti í lífi barna. Þetta á sérstaklega við um börn í viðkvæmri stöðu, sem fá ekki nauðsynlegan stuðning heima við af ýmsum ástæðum. Það eru þó fleiri en börn í viðkvæmri stöðu sem eiga erfitt þegar skólahald er skert, en rannsóknir á áhrifum COVID-19 sýna að andleg líðan barna og ungmenna hefur versnað, mörg upplifa sig að hafa verið félagslega einangruð og segjast kvíðin í kjölfar þess að skólahald hefur raskast. Takk fyrir! Við eigum ótrúlegan mannauð í íslensku menntakerfi og það hefur verið magnað að fylgjast með því hvernig allir sem starfa innan skólakerfisins hafa lagt hart að sér til þess að tryggja að börn njóti menntunar og geti mætt í skólann undanfarna mánuði. Frá því ég tók við nýju ráðherraembætti hef ég fengið að kynnast og sjá þá miklu vinnu sem unnin hefur verið innan menntakerfisins á hverjum degi í þessu krefjandi ástandi. Maður fyllist aðdáun og á sama tíma er ég mjög spenntur fyrir dýpri og þéttari samvinnu við starfsfólk íslenska skólakerfisins sem vonandi getur brátt farið að hætta að snúast um viðbrögð vegna sóttvarna. Þar þurfum við að bregðast við þeirri stöðu sem er uppi eftir tveggja ára heimsfaraldur og taka vel utan um börn og fjölskyldur þeirra með fjölbreyttum úrræðum. Að þessu þurfa að koma fjölmargir aðilar en skólakerfið gegnir þarna lykilhlutverki enda eru flest börn þar stærstan hluta síns daglega lífs. Í tilefni dagsins vil ég færa starfsfólki íslenska menntakerfisins mínar bestu þakkir, bæði sem mennta- og barnamálaráðherra, en ekki síður sem foreldri. Takk! Höfundur er mennta- og barnamálaráðherra.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar