Loftslagsstefna Miðflokksins ‒ flytja út mengun Árni Finnsson skrifar 25. janúar 2022 15:30 Miðflokksmaðurinn Þorsteinn Sæmundsson segist sleginn eftir að hafa lesið viðtal við undirritaðan af því að ég – sem formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands – vilji ekki að mengun frá áburðarverksmiðju blási út á Íslandi. Því er fyrst til að svara að áburðarverksmiðja borga sig seint hér á landi fyrir örsmáan markað. Nóg um þá hugmynd. „Ef mengun af okkar völdum sést ekki hér er hún ekki til.“ Segir Þorsteinn heimspekingslega um mín viðhorf. Og bætir við að það sé „[ó]trúlega skammsýnt og eigingjarnt sjónarmið.“ Ennfremur: „Sem betur fer eru á Íslandi stjórnmálamenn sem sjá heildarmynd hlutanna. Sem sjá hnattræn áhrif þess að framleiða ál á Íslandi svo dæmi sé tekið.“ Misskilningur Þorsteins er að mengandi iðnaður hér á landi falli undir hnattrænar loftslagsaðgerðir, sem Ísland verði að taka að sér. Þetta er gömul lumma í loftslagsumræðu hér á landi en slík stefna hefur mér vitanlega hvergi verið rædd á alþjóðavettvangi, að minsta kosti ekki á loftslagsþingum Sameinuðu þjóðanna. Ekki heldur þegar íslensk stjórvöld börðust fyrir undanþágu frá Kyoto-bókuninni. Enda var það bara undanþága, ekki loftslagsaðgerð. Þorsteinn spyr hvort formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands hafi haldið því á lofti á ráðstefnum víða um heim „að einhverjir aðrir en Íslendingar eigi að sitja uppi með mengun af framleiðslu gæða sem við síðan njótum.“ Hvort ég vilji að mengunin verði einhvers staðar annarstaðar. Svar: Nei, Hagur og heiður Íslands er að draga úr losun eins hratt og nokkur kostur er. Ísland á ekki að vera hæli fyrir mengandi iðnað. Lausnin er miklu fremur að orkufrekur iðnaður ‒ ál, stál eða sement – framleiði sínar vörur án þess að blása út gróðurhúsalofttegundum. Álfyrirtæki gera nú tilraunir til að framleiða ál án þess að nota kolarafskaut sem losa koltvísýring við bruna. Í Evrópu hefur stál- og sementsiðnaður lofað bót og betrun. Jafnframt verður að knýja iðjuver með hreinni orku. Hvort heldur það er í Ástralíu, Kína eða Bandaríkjunum. Eða á Íslandi. Höfundur er formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Finnsson Loftslagsmál Tengdar fréttir Flytjum út mengun Það sló mig að lesa viðtal við formann Náttúruverndarsamtaka Íslands (NÍ) í Fréttablaðinu 18. Jan. þar sem hann finnur uppbyggingu áburðarverksmiðju á Íslandi allt til foráttu vegna kolefnislosunar frá slíkri starfsemi. Honum finnst fara betur á að einhverjir aðrir framleiði áburð til nota hér á landi og flytji um langan veg með tilheyrandi sótspori. 20. janúar 2022 18:31 Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Miðflokksmaðurinn Þorsteinn Sæmundsson segist sleginn eftir að hafa lesið viðtal við undirritaðan af því að ég – sem formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands – vilji ekki að mengun frá áburðarverksmiðju blási út á Íslandi. Því er fyrst til að svara að áburðarverksmiðja borga sig seint hér á landi fyrir örsmáan markað. Nóg um þá hugmynd. „Ef mengun af okkar völdum sést ekki hér er hún ekki til.“ Segir Þorsteinn heimspekingslega um mín viðhorf. Og bætir við að það sé „[ó]trúlega skammsýnt og eigingjarnt sjónarmið.“ Ennfremur: „Sem betur fer eru á Íslandi stjórnmálamenn sem sjá heildarmynd hlutanna. Sem sjá hnattræn áhrif þess að framleiða ál á Íslandi svo dæmi sé tekið.“ Misskilningur Þorsteins er að mengandi iðnaður hér á landi falli undir hnattrænar loftslagsaðgerðir, sem Ísland verði að taka að sér. Þetta er gömul lumma í loftslagsumræðu hér á landi en slík stefna hefur mér vitanlega hvergi verið rædd á alþjóðavettvangi, að minsta kosti ekki á loftslagsþingum Sameinuðu þjóðanna. Ekki heldur þegar íslensk stjórvöld börðust fyrir undanþágu frá Kyoto-bókuninni. Enda var það bara undanþága, ekki loftslagsaðgerð. Þorsteinn spyr hvort formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands hafi haldið því á lofti á ráðstefnum víða um heim „að einhverjir aðrir en Íslendingar eigi að sitja uppi með mengun af framleiðslu gæða sem við síðan njótum.“ Hvort ég vilji að mengunin verði einhvers staðar annarstaðar. Svar: Nei, Hagur og heiður Íslands er að draga úr losun eins hratt og nokkur kostur er. Ísland á ekki að vera hæli fyrir mengandi iðnað. Lausnin er miklu fremur að orkufrekur iðnaður ‒ ál, stál eða sement – framleiði sínar vörur án þess að blása út gróðurhúsalofttegundum. Álfyrirtæki gera nú tilraunir til að framleiða ál án þess að nota kolarafskaut sem losa koltvísýring við bruna. Í Evrópu hefur stál- og sementsiðnaður lofað bót og betrun. Jafnframt verður að knýja iðjuver með hreinni orku. Hvort heldur það er í Ástralíu, Kína eða Bandaríkjunum. Eða á Íslandi. Höfundur er formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.
Flytjum út mengun Það sló mig að lesa viðtal við formann Náttúruverndarsamtaka Íslands (NÍ) í Fréttablaðinu 18. Jan. þar sem hann finnur uppbyggingu áburðarverksmiðju á Íslandi allt til foráttu vegna kolefnislosunar frá slíkri starfsemi. Honum finnst fara betur á að einhverjir aðrir framleiði áburð til nota hér á landi og flytji um langan veg með tilheyrandi sótspori. 20. janúar 2022 18:31
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun