Ný veitingahús sitja í súpunni Þorgeir Helgason skrifar 25. janúar 2022 20:30 Ekki þarf að fjölyrða um hversu erfitt rekstrarumhverfi veitingahúsa hefur verið á umliðnum tveimur árum þar sem samkomutakmarkanir og skertur afgreiðslutími hafa hamlað rekstrinum svo um munar. Það var því fagnaðarefni þegar ríkisstjórnin tilkynnti að mælt yrði fyrir frumvarpi um veitingastyrki á Alþingi. Fögnuðurinn entist hins vegar skammt þegar í ljós kom að viðspyrnustyrkurinn sem bjóða á nýjum og nýlegum veitingahúsum er sama marki brenndur og fyrri úrræði ríkisstjórnarinnar. Á meðan eldri veitingahús fá styrki greidda miðað við tekjur sem þau höfðu árið 2019 þurfa ný veitingahús að reikna út meðaltekjur á lamandi veirutímum og bera þær saman við tekjur á lamandi veirutímum. Bersýnilega er erfitt að sýna fram á tekjutap á milli tímabila þegar reksturinn hefur nánast aðeins verið rekinn á tímum sóttvarnaraðgerða. Í tilfelli 27 mathúss & bars, sem tók til starfa þann 11. mars. 2020, ber við umsókn um viðspyrnustyrk að miða við meðaltekjur veitingastaðarins frá 11. mars 2020 til 30. nóvember 2021. Um er að ræða 629 daga tímabil. Á því tímabili voru einungis 34 dagar þar sem engar sóttvarnarráðstafanir voru í gildi. Í heildina voru 10-50 manna samkomutakmarkanir í gildi 291 dag sem er nánast um annan hvern dag frá því að veitingastaðurinn hóf rekstur. Enn fremur var skertur afgreiðslutími í 273 daga á umræddu tímabili. Það er því í engu falli raunhæft eða sanngjarnt að hafa til viðmiðunar um tekjufall veitingastaðar á tímabili þar sem harðar og hamlandi samkomutakmarkanir og skertur afgreiðslutími ríkti annan hvern dag. Þessu má líkja við að setja saklausan mann í fangelsi og ætla síðar að borga honum bætur en miða þá við tekjurnar sem hann hafði í fangelsinu. Sanngjarnt og eðlilegt væri að leyfa nýjum veitingahúsum að sýna meðaltekjur á þeim tímabilum sem samkomutakmarkanir voru ekki við lýði eða ekki hamlandi í þessum geira. Þannig er 102 daga tímabilið frá 28. ágúst 2021 til 8. desember 2021 sérstaklega vel til þess fallið. Á þessu tímabili miðuðust samkomutakmarkanir við 200-2000 manns í rými og afgreiðslutími var ekki skertur. Rekstrarumhverfi veitingahúsa er alveg nógu erfitt þótt við sem ný erum í bransanum þurfum ekki að keppa í verði og þjónustu við veitingahús sem njóta ríkra ríkisstyrkja. Efnahags- og viðskiptanefnd hefur nú borist umsögn frá átta nýstofnuðum veitingahúsum þar sem hvatt er til þess að sanngirni sé gætt við úthlutun ríkisstyrkja til veitingahúsa. Ég trúi ekki öðru en að þingmenn horfi til þeirra athugasemda og breyti frumvarpinu til hins betra. Höfundur er lögfræðingur og framkvæmdastjóri 27 mathús & bar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Veitingastaðir Alþingi Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Ekki þarf að fjölyrða um hversu erfitt rekstrarumhverfi veitingahúsa hefur verið á umliðnum tveimur árum þar sem samkomutakmarkanir og skertur afgreiðslutími hafa hamlað rekstrinum svo um munar. Það var því fagnaðarefni þegar ríkisstjórnin tilkynnti að mælt yrði fyrir frumvarpi um veitingastyrki á Alþingi. Fögnuðurinn entist hins vegar skammt þegar í ljós kom að viðspyrnustyrkurinn sem bjóða á nýjum og nýlegum veitingahúsum er sama marki brenndur og fyrri úrræði ríkisstjórnarinnar. Á meðan eldri veitingahús fá styrki greidda miðað við tekjur sem þau höfðu árið 2019 þurfa ný veitingahús að reikna út meðaltekjur á lamandi veirutímum og bera þær saman við tekjur á lamandi veirutímum. Bersýnilega er erfitt að sýna fram á tekjutap á milli tímabila þegar reksturinn hefur nánast aðeins verið rekinn á tímum sóttvarnaraðgerða. Í tilfelli 27 mathúss & bars, sem tók til starfa þann 11. mars. 2020, ber við umsókn um viðspyrnustyrk að miða við meðaltekjur veitingastaðarins frá 11. mars 2020 til 30. nóvember 2021. Um er að ræða 629 daga tímabil. Á því tímabili voru einungis 34 dagar þar sem engar sóttvarnarráðstafanir voru í gildi. Í heildina voru 10-50 manna samkomutakmarkanir í gildi 291 dag sem er nánast um annan hvern dag frá því að veitingastaðurinn hóf rekstur. Enn fremur var skertur afgreiðslutími í 273 daga á umræddu tímabili. Það er því í engu falli raunhæft eða sanngjarnt að hafa til viðmiðunar um tekjufall veitingastaðar á tímabili þar sem harðar og hamlandi samkomutakmarkanir og skertur afgreiðslutími ríkti annan hvern dag. Þessu má líkja við að setja saklausan mann í fangelsi og ætla síðar að borga honum bætur en miða þá við tekjurnar sem hann hafði í fangelsinu. Sanngjarnt og eðlilegt væri að leyfa nýjum veitingahúsum að sýna meðaltekjur á þeim tímabilum sem samkomutakmarkanir voru ekki við lýði eða ekki hamlandi í þessum geira. Þannig er 102 daga tímabilið frá 28. ágúst 2021 til 8. desember 2021 sérstaklega vel til þess fallið. Á þessu tímabili miðuðust samkomutakmarkanir við 200-2000 manns í rými og afgreiðslutími var ekki skertur. Rekstrarumhverfi veitingahúsa er alveg nógu erfitt þótt við sem ný erum í bransanum þurfum ekki að keppa í verði og þjónustu við veitingahús sem njóta ríkra ríkisstyrkja. Efnahags- og viðskiptanefnd hefur nú borist umsögn frá átta nýstofnuðum veitingahúsum þar sem hvatt er til þess að sanngirni sé gætt við úthlutun ríkisstyrkja til veitingahúsa. Ég trúi ekki öðru en að þingmenn horfi til þeirra athugasemda og breyti frumvarpinu til hins betra. Höfundur er lögfræðingur og framkvæmdastjóri 27 mathús & bar.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun