Geð- og atferlisraskanir sjötta algengasta dánarorsök Íslendinga Eva Sjöfn Helgadóttir skrifar 26. janúar 2022 19:00 Árið 2020 létust 106 einstaklingar hér á landi þar sem dánarorsök var skilgreind sem geð- og atferlisröskun. Geð- og atferlisraskanir eru þar með sjötta algengasta dánarorsök Íslendinga samkvæmt tölum frá Embætti landlæknis. Sama ár létust 47 einstaklingar vegna sjálfsvíga og 37 vegna lyfjanotkunar. Færri innlagnar pláss á geðdeildum Í skýrslu um heilsufar og heilbrigðisþjónustu frá árinu 2021 kom fram að 7,5% af innlögnum á sjúkrahús árið 2019 voru vegna geð- og atferlisraskana. Þrátt fyrir þetta stóra hlutfall innlagna var ákveðið að fækka innlagnarplássum um tíu á geðdeildum Landspítala. Forsvarsmenn Landspítala rökstyðja þessa lokun með skorti á læknum og hjúkrunarfræðingum á spítalanum. Sömu sögu er að segja með skort á starfsfólki hjá geðheilsuteymum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Lyfjuð þjóð Það er gömul saga og ný að Íslendingar séu leiðandi á Norðurlöndum í hvers kyns lyfjanotkun. Árið 2018 var fimmta hver kona á Íslandi á þunglyndislyfjum og ellefu þúsund einstaklingar á svefnlyfjum. Notkun hættulegra verkjalyfja eins og Oxycontin hefur svo aukist til muna á síðustu árum. Árið 2011 fengu 500 manns lyfið uppáskrifað en á síðasta ári voru það 3500 einstaklingar sem fengu sama lyf. Á hjúkrunarheimilum eru einstaklingar 73% einstaklinga á geðlyfi að staðaldri. Þá er einungis rúmlega fjórðungur ekki á geðlyfjum. Árið 2017 voru íslensk börn á öllum aldri að nota margfalt meira magn af geðlyfjum en börn nágrannaþjóða samkvæmt Embætti landlæknis. Fyrsta meðferð við flestum kvíðaröskunum er samtalsmeðferð en ekki lyfjagjöf og kann það að benda til þess að við séum á rangri leið, með því að setja met í geðlyfja og svefnlyfjanotkun á Norðurlöndum. Bregðumst við neyðarástandi Hér á landi eru alltof mörg ótímabær dauðsföll vegna verkjalyfja eða annarra lyfja. Það er kominn tími til að stjórnvöld beiti sér fyrir því að draga úr lyfjanotkun Íslendinga og setji fjármagn í úrræði við hæfi sem dæmi fullfjármagna niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu eða hvers kyns aukin úrræði við geð- og fíknivanda. Við þurfum að bregðast hratt og örugglega við þeim dauðsföllum sem að skilgreind eru sem andlát vegna geð- og atferlisraskana. Þau ótímabæru dauðsföll sem við stöndum frammi fyrir þarf að bregðast við þar sem að þessi málaflokkur hefur verið vanræktur of lengi og því þarf að breyta strax. Höfundur er varaþingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Sjöfn Helgadóttir Fíkn Alþingi Heilbrigðismál Píratar Geðheilbrigði Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Nei, veiðigjöld eru ekki að hækka! Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2020 létust 106 einstaklingar hér á landi þar sem dánarorsök var skilgreind sem geð- og atferlisröskun. Geð- og atferlisraskanir eru þar með sjötta algengasta dánarorsök Íslendinga samkvæmt tölum frá Embætti landlæknis. Sama ár létust 47 einstaklingar vegna sjálfsvíga og 37 vegna lyfjanotkunar. Færri innlagnar pláss á geðdeildum Í skýrslu um heilsufar og heilbrigðisþjónustu frá árinu 2021 kom fram að 7,5% af innlögnum á sjúkrahús árið 2019 voru vegna geð- og atferlisraskana. Þrátt fyrir þetta stóra hlutfall innlagna var ákveðið að fækka innlagnarplássum um tíu á geðdeildum Landspítala. Forsvarsmenn Landspítala rökstyðja þessa lokun með skorti á læknum og hjúkrunarfræðingum á spítalanum. Sömu sögu er að segja með skort á starfsfólki hjá geðheilsuteymum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Lyfjuð þjóð Það er gömul saga og ný að Íslendingar séu leiðandi á Norðurlöndum í hvers kyns lyfjanotkun. Árið 2018 var fimmta hver kona á Íslandi á þunglyndislyfjum og ellefu þúsund einstaklingar á svefnlyfjum. Notkun hættulegra verkjalyfja eins og Oxycontin hefur svo aukist til muna á síðustu árum. Árið 2011 fengu 500 manns lyfið uppáskrifað en á síðasta ári voru það 3500 einstaklingar sem fengu sama lyf. Á hjúkrunarheimilum eru einstaklingar 73% einstaklinga á geðlyfi að staðaldri. Þá er einungis rúmlega fjórðungur ekki á geðlyfjum. Árið 2017 voru íslensk börn á öllum aldri að nota margfalt meira magn af geðlyfjum en börn nágrannaþjóða samkvæmt Embætti landlæknis. Fyrsta meðferð við flestum kvíðaröskunum er samtalsmeðferð en ekki lyfjagjöf og kann það að benda til þess að við séum á rangri leið, með því að setja met í geðlyfja og svefnlyfjanotkun á Norðurlöndum. Bregðumst við neyðarástandi Hér á landi eru alltof mörg ótímabær dauðsföll vegna verkjalyfja eða annarra lyfja. Það er kominn tími til að stjórnvöld beiti sér fyrir því að draga úr lyfjanotkun Íslendinga og setji fjármagn í úrræði við hæfi sem dæmi fullfjármagna niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu eða hvers kyns aukin úrræði við geð- og fíknivanda. Við þurfum að bregðast hratt og örugglega við þeim dauðsföllum sem að skilgreind eru sem andlát vegna geð- og atferlisraskana. Þau ótímabæru dauðsföll sem við stöndum frammi fyrir þarf að bregðast við þar sem að þessi málaflokkur hefur verið vanræktur of lengi og því þarf að breyta strax. Höfundur er varaþingmaður Pírata.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar