Jóhannes aftur sakfelldur fyrir nauðgun á nuddstofu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. janúar 2022 14:13 Jóhannes við störf sem meðhöndlari. Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson var í dag sakfelldur af ákæru um að hafa nauðgað konu á nuddstofu hans árið 2012. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem Jóhannes Tryggvi er sakfelldur í sambærilegum málum. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi hann í tólf mánaða fangelsi sem bætist við fyrri dóm þar sem hann var dæmdur í sex ára fangelsi. Dagmar Ösp Vésteinsdóttir saksóknari staðfestir þetta við Vísi en mbl.is greindi fyrst frá. Í nóvember dæmdi Landsréttur Jóhannes Tryggva í ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum. Tólf mánaða fangelsið nú er hegningarauki og hefur Jóhannes því nú verið dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir brot sín gegn fimm konum. Lögmaður Jóhannesar Tryggva lýsti því yfir við dómsuppkvaðningu að sakfellingu nú yrði áfrýjað til Landsréttar. Vísir fjallaði ítarlega um málið fyrr í mánuðinum. Jóhannes Tryggvi var ákærður fyrir nauðgun, í starfi sínu sem nuddari dagana 3. og 5. janúar 2012, á meðferðarstofu sinni í Reykjavík, með því að hafa haft önnur kynferðismök en samræði við brotaþola, án hennar samþykkis með því að káfa á kynfærum hennar, rassi og brjóstum og setja fingur inn í leggöng hennar, henni að óvörum, þar sem hún lá léttklædd á nuddbekk. Þá sagði í ákæru að hann hafi hann beitt brotaþola ólögmætri nauðung með því að misnota það traust sem hún bar til hans. Fjöldi vitna var kallaður til í málinu sem þótti sögulegt, þar sem þinghald þess var opið, sem er ekki venjan þegar kemur að kynferðisbrotum. Mál Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar Dómsmál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Telur kynferðisbrot einu skýringuna á andlegu erfiðleikunum Sálfræðingur sem Ragnhildur Eik Árnadóttir, brotaþoli í nauðgunarmáli á hendur meðhöndlaranum Jóhannesi Tryggva Sveinbjörnssyni, leitaði til sagði við meðferð málsins að Ragnhildur hefði sýnt mörg einkenni sem algeng væru í kjölfar kynferðisbrota. Ragnhildur leitaði til hennar árið 2018, en meint brot Jóhannesar áttu sér stað í byrjun árs 2012. 19. janúar 2022 07:01 Segir mál meðhöndlarans hafa skemmt mikið fyrir systur sinni Systir brotaþola í fimmta nauðgunarmáli ákæruvaldsins á hendur meðhöndlaranum Jóhannesi Tryggva Sveinbjörnssyni kom fram sem vitni við aðalmeðferð málsins í síðustu viku. Þar bar hún meðal annars um hrakandi líðan systur sinnar eftir að meint ofbeldi átti sér stað og sagðist sem læknir ekki vita til þess að það sem Jóhannesi er gefið að sök geti talist vera meðferð við þeim verkjum sem brotaþoli ætlaði að fá Jóhannes til að meðhöndla. 18. janúar 2022 07:01 Opið þinghald í kynferðisbrotum sé almannahagsmunamál „Það skiptir máli fyrir samfélagið að almenningur hafi eftirlit með dómstólum, þar á meðal fjölmiðlar. Þegar málsmeðferð er lokað algjörlega í heilum málaflokki þá erum við búin að fjarlægja allt eftirlit almennings með þeim málaflokki.“ 18. janúar 2022 06:55 Lýsti upplifun sinni af nuddtímunum í sögulegu þinghaldi Fjöldi vitna var kallaður til við aðalmeðferð í sakamáli á hendur meðhöndlaranum Jóhannesi Tryggva Sveinbjörnssyni í dag og í gær. Jóhannes hefur verið sakfelldur fyrir fjórar nauðganir en aðalmeðferð í fimmta málinu á hendur honum hófst í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Jóhannes neitaði sök fyrir dómi en vildi annars lítið tjá sig og vísaði til lögregluskýrslu sem tekin var af honum vegna málsins. Þinghald í málinu var opið, sem er óvenjulegt fyrir kynferðisbrotamál. 14. janúar 2022 11:03 Brotavilji Jóhannesar talinn bæði sterkur og einbeittur Landsréttur telur að brotavilji Jóhannes Tryggva Sveinbjörnssonar, sem dæmdur var í sex ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum hafi bæði verið einbeittur og sterkur. Hann hafi framið alvarleg brot gegn konunum, í skjóli trúnaðartrausts sem þær báru til hans. 8. nóvember 2021 20:03 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi hann í tólf mánaða fangelsi sem bætist við fyrri dóm þar sem hann var dæmdur í sex ára fangelsi. Dagmar Ösp Vésteinsdóttir saksóknari staðfestir þetta við Vísi en mbl.is greindi fyrst frá. Í nóvember dæmdi Landsréttur Jóhannes Tryggva í ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum. Tólf mánaða fangelsið nú er hegningarauki og hefur Jóhannes því nú verið dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir brot sín gegn fimm konum. Lögmaður Jóhannesar Tryggva lýsti því yfir við dómsuppkvaðningu að sakfellingu nú yrði áfrýjað til Landsréttar. Vísir fjallaði ítarlega um málið fyrr í mánuðinum. Jóhannes Tryggvi var ákærður fyrir nauðgun, í starfi sínu sem nuddari dagana 3. og 5. janúar 2012, á meðferðarstofu sinni í Reykjavík, með því að hafa haft önnur kynferðismök en samræði við brotaþola, án hennar samþykkis með því að káfa á kynfærum hennar, rassi og brjóstum og setja fingur inn í leggöng hennar, henni að óvörum, þar sem hún lá léttklædd á nuddbekk. Þá sagði í ákæru að hann hafi hann beitt brotaþola ólögmætri nauðung með því að misnota það traust sem hún bar til hans. Fjöldi vitna var kallaður til í málinu sem þótti sögulegt, þar sem þinghald þess var opið, sem er ekki venjan þegar kemur að kynferðisbrotum.
Mál Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar Dómsmál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Telur kynferðisbrot einu skýringuna á andlegu erfiðleikunum Sálfræðingur sem Ragnhildur Eik Árnadóttir, brotaþoli í nauðgunarmáli á hendur meðhöndlaranum Jóhannesi Tryggva Sveinbjörnssyni, leitaði til sagði við meðferð málsins að Ragnhildur hefði sýnt mörg einkenni sem algeng væru í kjölfar kynferðisbrota. Ragnhildur leitaði til hennar árið 2018, en meint brot Jóhannesar áttu sér stað í byrjun árs 2012. 19. janúar 2022 07:01 Segir mál meðhöndlarans hafa skemmt mikið fyrir systur sinni Systir brotaþola í fimmta nauðgunarmáli ákæruvaldsins á hendur meðhöndlaranum Jóhannesi Tryggva Sveinbjörnssyni kom fram sem vitni við aðalmeðferð málsins í síðustu viku. Þar bar hún meðal annars um hrakandi líðan systur sinnar eftir að meint ofbeldi átti sér stað og sagðist sem læknir ekki vita til þess að það sem Jóhannesi er gefið að sök geti talist vera meðferð við þeim verkjum sem brotaþoli ætlaði að fá Jóhannes til að meðhöndla. 18. janúar 2022 07:01 Opið þinghald í kynferðisbrotum sé almannahagsmunamál „Það skiptir máli fyrir samfélagið að almenningur hafi eftirlit með dómstólum, þar á meðal fjölmiðlar. Þegar málsmeðferð er lokað algjörlega í heilum málaflokki þá erum við búin að fjarlægja allt eftirlit almennings með þeim málaflokki.“ 18. janúar 2022 06:55 Lýsti upplifun sinni af nuddtímunum í sögulegu þinghaldi Fjöldi vitna var kallaður til við aðalmeðferð í sakamáli á hendur meðhöndlaranum Jóhannesi Tryggva Sveinbjörnssyni í dag og í gær. Jóhannes hefur verið sakfelldur fyrir fjórar nauðganir en aðalmeðferð í fimmta málinu á hendur honum hófst í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Jóhannes neitaði sök fyrir dómi en vildi annars lítið tjá sig og vísaði til lögregluskýrslu sem tekin var af honum vegna málsins. Þinghald í málinu var opið, sem er óvenjulegt fyrir kynferðisbrotamál. 14. janúar 2022 11:03 Brotavilji Jóhannesar talinn bæði sterkur og einbeittur Landsréttur telur að brotavilji Jóhannes Tryggva Sveinbjörnssonar, sem dæmdur var í sex ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum hafi bæði verið einbeittur og sterkur. Hann hafi framið alvarleg brot gegn konunum, í skjóli trúnaðartrausts sem þær báru til hans. 8. nóvember 2021 20:03 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Telur kynferðisbrot einu skýringuna á andlegu erfiðleikunum Sálfræðingur sem Ragnhildur Eik Árnadóttir, brotaþoli í nauðgunarmáli á hendur meðhöndlaranum Jóhannesi Tryggva Sveinbjörnssyni, leitaði til sagði við meðferð málsins að Ragnhildur hefði sýnt mörg einkenni sem algeng væru í kjölfar kynferðisbrota. Ragnhildur leitaði til hennar árið 2018, en meint brot Jóhannesar áttu sér stað í byrjun árs 2012. 19. janúar 2022 07:01
Segir mál meðhöndlarans hafa skemmt mikið fyrir systur sinni Systir brotaþola í fimmta nauðgunarmáli ákæruvaldsins á hendur meðhöndlaranum Jóhannesi Tryggva Sveinbjörnssyni kom fram sem vitni við aðalmeðferð málsins í síðustu viku. Þar bar hún meðal annars um hrakandi líðan systur sinnar eftir að meint ofbeldi átti sér stað og sagðist sem læknir ekki vita til þess að það sem Jóhannesi er gefið að sök geti talist vera meðferð við þeim verkjum sem brotaþoli ætlaði að fá Jóhannes til að meðhöndla. 18. janúar 2022 07:01
Opið þinghald í kynferðisbrotum sé almannahagsmunamál „Það skiptir máli fyrir samfélagið að almenningur hafi eftirlit með dómstólum, þar á meðal fjölmiðlar. Þegar málsmeðferð er lokað algjörlega í heilum málaflokki þá erum við búin að fjarlægja allt eftirlit almennings með þeim málaflokki.“ 18. janúar 2022 06:55
Lýsti upplifun sinni af nuddtímunum í sögulegu þinghaldi Fjöldi vitna var kallaður til við aðalmeðferð í sakamáli á hendur meðhöndlaranum Jóhannesi Tryggva Sveinbjörnssyni í dag og í gær. Jóhannes hefur verið sakfelldur fyrir fjórar nauðganir en aðalmeðferð í fimmta málinu á hendur honum hófst í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Jóhannes neitaði sök fyrir dómi en vildi annars lítið tjá sig og vísaði til lögregluskýrslu sem tekin var af honum vegna málsins. Þinghald í málinu var opið, sem er óvenjulegt fyrir kynferðisbrotamál. 14. janúar 2022 11:03
Brotavilji Jóhannesar talinn bæði sterkur og einbeittur Landsréttur telur að brotavilji Jóhannes Tryggva Sveinbjörnssonar, sem dæmdur var í sex ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum hafi bæði verið einbeittur og sterkur. Hann hafi framið alvarleg brot gegn konunum, í skjóli trúnaðartrausts sem þær báru til hans. 8. nóvember 2021 20:03