Hverjum má fórna? Agnar Már Másson skrifar 29. janúar 2022 21:01 Margir biðu spenntir eftir tilkynningum stjórnvalda um nýja reglugerð um samkomutakmarkanir. Mýgrútur þingmanna hafði hoppað í fjölmiðla og sagt frá sínum skoðunum á málinu og bjuggust flestir við einhverjum afléttingum á öllum sviðum mannlífs og vonuðum við flest eftir því að við myndum brátt fá að sjá glitta í okkar venjulega líf handan við sjóndeildarhringinn. Menntskælingar biðu allir spenntir eftir því að félagslífið yrði venjulegt og aftur væri hægt að sækja á böll og aðra viðburði tengda félagslífinu. Framhaldsskólanemum var því illa brugðið þegar við sáum að í næsta mánuði verðafjöldatakmarkanir bundnar við 50 manns á standandi viðburðum. Leiðir þetta í ljós að það var einfaldlega ekki gert ráð fyrir menntaskólaböllum eða öðrum viðburðum tengdum menntaskólalífi, þrátt fyrir það að allmargir menntskælingar, ég þar með talinn, létu mikið fyrir sér fara hvað þessi málefni varðar nú í haust. Stjórnvöldum yfirsást að huga að hagsmunum framhaldsskólanema og virtu að vettugi þá staðreynd að félagslíf í öllum menntaskólum landsins hefur verið í skötulíki undanfarin tvö ár. Undanfarna mánuði hafa nemendur þurft að bera grímur í tímum og öll samvera á skólatíma verið mjög takmörkuð. Við í stjórn Framtíðarinnar, málfunda- og nemendafélags MR, ætluðum okkur að halda okkar fyrsta ball um miðjan febrúarmánuð og þó að við værum ekki of bjartsýn um að það yrði hægt bjuggumst við ekki við slíkri hunsun frá yfirvöldum. Nemendur og stjórnendur annarra nemendafélaga hafa nú þegar gert sínar skoðanir opinberar varðandi nýsamþykktar afléttingar og eiga það sammerkt að þykja þær ósanngjarnar í garð menntaskólanema. Meginþorra menntskælinga er tiltölulega sama um sitjandi viðburði eins og sinfóníuog/eða Bubbatónleika í Hörpu. Þeir völdu flestir framhaldsskóla að stórum hluta til út frá félagslífinu sem í skólunum ríkir. Þessi þrjú ár áttu jú að vera með þeim skemmtilegustu í okkar lífi. Hvað er MR án félagslífs annað en þungt nám í gömlum húsakynnum? Framhaldsskólanemum finnst fram hjá sér gengið og þeir virtir að vettugi af stjórnvöldum. Hvers vegna er ekki gert ráð fyrir okkur? Höfundur er forseti nemendafélagsins Framtíðarinnar í Menntaskólanum í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Margir biðu spenntir eftir tilkynningum stjórnvalda um nýja reglugerð um samkomutakmarkanir. Mýgrútur þingmanna hafði hoppað í fjölmiðla og sagt frá sínum skoðunum á málinu og bjuggust flestir við einhverjum afléttingum á öllum sviðum mannlífs og vonuðum við flest eftir því að við myndum brátt fá að sjá glitta í okkar venjulega líf handan við sjóndeildarhringinn. Menntskælingar biðu allir spenntir eftir því að félagslífið yrði venjulegt og aftur væri hægt að sækja á böll og aðra viðburði tengda félagslífinu. Framhaldsskólanemum var því illa brugðið þegar við sáum að í næsta mánuði verðafjöldatakmarkanir bundnar við 50 manns á standandi viðburðum. Leiðir þetta í ljós að það var einfaldlega ekki gert ráð fyrir menntaskólaböllum eða öðrum viðburðum tengdum menntaskólalífi, þrátt fyrir það að allmargir menntskælingar, ég þar með talinn, létu mikið fyrir sér fara hvað þessi málefni varðar nú í haust. Stjórnvöldum yfirsást að huga að hagsmunum framhaldsskólanema og virtu að vettugi þá staðreynd að félagslíf í öllum menntaskólum landsins hefur verið í skötulíki undanfarin tvö ár. Undanfarna mánuði hafa nemendur þurft að bera grímur í tímum og öll samvera á skólatíma verið mjög takmörkuð. Við í stjórn Framtíðarinnar, málfunda- og nemendafélags MR, ætluðum okkur að halda okkar fyrsta ball um miðjan febrúarmánuð og þó að við værum ekki of bjartsýn um að það yrði hægt bjuggumst við ekki við slíkri hunsun frá yfirvöldum. Nemendur og stjórnendur annarra nemendafélaga hafa nú þegar gert sínar skoðanir opinberar varðandi nýsamþykktar afléttingar og eiga það sammerkt að þykja þær ósanngjarnar í garð menntaskólanema. Meginþorra menntskælinga er tiltölulega sama um sitjandi viðburði eins og sinfóníuog/eða Bubbatónleika í Hörpu. Þeir völdu flestir framhaldsskóla að stórum hluta til út frá félagslífinu sem í skólunum ríkir. Þessi þrjú ár áttu jú að vera með þeim skemmtilegustu í okkar lífi. Hvað er MR án félagslífs annað en þungt nám í gömlum húsakynnum? Framhaldsskólanemum finnst fram hjá sér gengið og þeir virtir að vettugi af stjórnvöldum. Hvers vegna er ekki gert ráð fyrir okkur? Höfundur er forseti nemendafélagsins Framtíðarinnar í Menntaskólanum í Reykjavík.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar