Hver er umboðsmaður íslenska hestsins? Ólafur R. Rafnsson skrifar 2. febrúar 2022 09:01 Þann 8. apríl 2003 gerðu landbúnaðarráðherra, samgönguráðherra og utanríkisráðherra samkomulag um átaksverkefni til kynningar og markaðssetningar á íslenska hestinum árin 2003 - 2007. Markmið þessa verkefnis var að efla jákvæða ímynd hrossaræktar og hestamennsku með áherslu á hlutverk Íslands sem upprunalands íslenska hestsins og forystuhlutverk þess í kynbótum, ræktun og fagmennsku á sviði hestamennsku. Jafnframt að auka sölu á íslenska hestinum og hestatengdri vöru og þjónustu innanlands og utan. Einnig var unnið að því að efla almennan áhuga á hestamennsku m.a. með fræðslu og kynningum í grunnskólum og framhaldsskólum. Til þessa verkefnis var fenginn Jónas R. Jónsson sem forstöðumaður verkefnisins en Jónas hafði reynslu af fjölmiðlastörfum og alþjóðaviðskiptum. Þáverandi landbúnaðarráðherra, Guðni Ágústsson sagði m.a. að Jónas hafi unnið að mörgum góðum verkefnum, ekki síst varðandi atvinnuleyfi tamningamanna í Bandaríkjunum sem var mikill áfangi fyrir íslenska hestamenn. Þar á meðal má nefna lausn hinnar miklu deilu um skattamál við Þjóðverja sem umboðsmaður hafi komið verulega að. Árið 2008 skipaði þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Einar K. Guðfinnsson, nefnd um markaðssetningu íslenska hestsins erlendis. Skilaði nefndin skýrslu um markaðssetningu íslenska hestsins erlendis í árslok 2009. Íslandsstofa hefur verið með markaðsverkefni um íslenska hestinn sem var ýtt úr vör í apríl 2015 með aðkomu helstu samtaka og hagsmunaaðila í greininni, Íslandsstofu og stjórnvalda. Nú stendur yfir stefnumótunarvinna. Þjóðverjar eru stærsti hópur kaupenda íslenska hestsins undanfarin ár. Fjallað var ítarlega um blóðmerar á Íslandi í fréttaþættinum Plusminus á einni vinsælustu sjónvarpsstöð Þýskalands, Das Erste sem er með um 2.8 milljónir áhorfenda. Þá hafa alþjóðleg dýraverndunarsamtök sett Ísland á lista yfir lönd sem stunda dýraníð og er ekkert útlit fyrir að þau muni hætta herferð gegn blóðmerahaldi á Íslandi á næstunni. Lítil sem engin umfjöllun hefur verið í íslenskum fjölmiðum um þennan fréttaþátt í Þýskalandi, ein grein í Fréttablaðinu það er allt og sumt. Frásagnir af ömurlegri aðstöðu, þvingunaraðferðum og verulegum áhrifum á hryssur á meðan og eftir blóðtöku eru því miður staðan. Sýnt hefur verið fram á að verulega er gengið á blóðmagn í þessum hryssum, langt umfram alþjóðleg viðmið. Það er mjög mikil andstaða við þennan búskap um heim allan og líklegt er að Evrópusambandið muni banna viðskipti með efnið sem unnið er úr blóðinu og þá mun það sama líklega gilda um Ísland. Orðspor landsins og þeirra sem hafa unnið ötullega að því að markaðssetja íslenska hestinn og uppruna hans hér á landi hefur orðið fyrir skaða sem ekki fyrirséður. Hér eru miklum hagsmunum fórnað, meðan enn er heimilt að stunda blóðtöku úr fylfullum hryssum. Á Íslandi eru Dýraverndunarsamtök Íslands, félagasamtök sem íslensk stjórnvöld og hagsmunaaðilar leita mikið til vegna umræðu um blóðmerahald. Hafa samtökin sent frá sér umsögn um frumvarp við bann á blóðtöku án þess að taka afgerandi afstöðu gegn henni. Þeir sem eru í forsvari fyrir þessi samtök, aðallega formaður, hafa beitt sér mikið á ýmsum miðlum þrátt fyrir að hafa ekki umboð til þess þar sem óreiða er á stjórnarháttum samtakanna. Ekki hefur verið haldinn aðalfundur í þessu félagi frá 2018 þannig að umboð þeirra sem nú telja sig vera í forsvari fyrir félagið rann út 2020. Mikil ólga er innan raða félagsmanna og aðila sem berjast fyrir dýravelferð á orðræðu núverandi forsvarsaðila og að mínu mati ótækt þegar svo mikilvægt málefni um velferð hestsins er annars vegar. Spurningunni er því ósvarað hver er umboðsmaður íslenska hestsins eða kannski má umorða hana. Hvar er umboðsmaður íslenska hestsins? Höfundur er hestamaður og ráðgjafi við innleiðingu og úttekt á gæðastjórnunarkerfum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hestar Dýr Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Þann 8. apríl 2003 gerðu landbúnaðarráðherra, samgönguráðherra og utanríkisráðherra samkomulag um átaksverkefni til kynningar og markaðssetningar á íslenska hestinum árin 2003 - 2007. Markmið þessa verkefnis var að efla jákvæða ímynd hrossaræktar og hestamennsku með áherslu á hlutverk Íslands sem upprunalands íslenska hestsins og forystuhlutverk þess í kynbótum, ræktun og fagmennsku á sviði hestamennsku. Jafnframt að auka sölu á íslenska hestinum og hestatengdri vöru og þjónustu innanlands og utan. Einnig var unnið að því að efla almennan áhuga á hestamennsku m.a. með fræðslu og kynningum í grunnskólum og framhaldsskólum. Til þessa verkefnis var fenginn Jónas R. Jónsson sem forstöðumaður verkefnisins en Jónas hafði reynslu af fjölmiðlastörfum og alþjóðaviðskiptum. Þáverandi landbúnaðarráðherra, Guðni Ágústsson sagði m.a. að Jónas hafi unnið að mörgum góðum verkefnum, ekki síst varðandi atvinnuleyfi tamningamanna í Bandaríkjunum sem var mikill áfangi fyrir íslenska hestamenn. Þar á meðal má nefna lausn hinnar miklu deilu um skattamál við Þjóðverja sem umboðsmaður hafi komið verulega að. Árið 2008 skipaði þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Einar K. Guðfinnsson, nefnd um markaðssetningu íslenska hestsins erlendis. Skilaði nefndin skýrslu um markaðssetningu íslenska hestsins erlendis í árslok 2009. Íslandsstofa hefur verið með markaðsverkefni um íslenska hestinn sem var ýtt úr vör í apríl 2015 með aðkomu helstu samtaka og hagsmunaaðila í greininni, Íslandsstofu og stjórnvalda. Nú stendur yfir stefnumótunarvinna. Þjóðverjar eru stærsti hópur kaupenda íslenska hestsins undanfarin ár. Fjallað var ítarlega um blóðmerar á Íslandi í fréttaþættinum Plusminus á einni vinsælustu sjónvarpsstöð Þýskalands, Das Erste sem er með um 2.8 milljónir áhorfenda. Þá hafa alþjóðleg dýraverndunarsamtök sett Ísland á lista yfir lönd sem stunda dýraníð og er ekkert útlit fyrir að þau muni hætta herferð gegn blóðmerahaldi á Íslandi á næstunni. Lítil sem engin umfjöllun hefur verið í íslenskum fjölmiðum um þennan fréttaþátt í Þýskalandi, ein grein í Fréttablaðinu það er allt og sumt. Frásagnir af ömurlegri aðstöðu, þvingunaraðferðum og verulegum áhrifum á hryssur á meðan og eftir blóðtöku eru því miður staðan. Sýnt hefur verið fram á að verulega er gengið á blóðmagn í þessum hryssum, langt umfram alþjóðleg viðmið. Það er mjög mikil andstaða við þennan búskap um heim allan og líklegt er að Evrópusambandið muni banna viðskipti með efnið sem unnið er úr blóðinu og þá mun það sama líklega gilda um Ísland. Orðspor landsins og þeirra sem hafa unnið ötullega að því að markaðssetja íslenska hestinn og uppruna hans hér á landi hefur orðið fyrir skaða sem ekki fyrirséður. Hér eru miklum hagsmunum fórnað, meðan enn er heimilt að stunda blóðtöku úr fylfullum hryssum. Á Íslandi eru Dýraverndunarsamtök Íslands, félagasamtök sem íslensk stjórnvöld og hagsmunaaðilar leita mikið til vegna umræðu um blóðmerahald. Hafa samtökin sent frá sér umsögn um frumvarp við bann á blóðtöku án þess að taka afgerandi afstöðu gegn henni. Þeir sem eru í forsvari fyrir þessi samtök, aðallega formaður, hafa beitt sér mikið á ýmsum miðlum þrátt fyrir að hafa ekki umboð til þess þar sem óreiða er á stjórnarháttum samtakanna. Ekki hefur verið haldinn aðalfundur í þessu félagi frá 2018 þannig að umboð þeirra sem nú telja sig vera í forsvari fyrir félagið rann út 2020. Mikil ólga er innan raða félagsmanna og aðila sem berjast fyrir dýravelferð á orðræðu núverandi forsvarsaðila og að mínu mati ótækt þegar svo mikilvægt málefni um velferð hestsins er annars vegar. Spurningunni er því ósvarað hver er umboðsmaður íslenska hestsins eða kannski má umorða hana. Hvar er umboðsmaður íslenska hestsins? Höfundur er hestamaður og ráðgjafi við innleiðingu og úttekt á gæðastjórnunarkerfum.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar