Stoð- og stuð í Reykjavík Rannveig Ernudóttir skrifar 2. febrúar 2022 17:00 Það gleður mig að kynna fyrir ykkur nýjar og valdeflandi reglur um stoð- og stuðningsþjónustu á Velferðarsviði Reykjavíkurborgar, eða stoð- og stuð eins og þær eru oft kallaðar. Þær byggja á virðingu fyrir ólíkum þörfum okkar allra, valdeflingu og sjálfstæði einstaklingsins. Reglurnar eru í samræmi við fyrstu velferðarstefnu Reykjavíkurborgar sem samþykkt var í fyrsta sinn þann 15. júní á síðasta ári. Markmið þeirrar stefnu eru aukin lífsgæði, að öll í Reykjavík hafi tækifæri til að lifa með reisn, veita einstaklingsmiðaða og heildstæða þjónustu og að Reykjavík sé sannarlega fyrir okkur öll. Nýju stoð- og stuðningsreglurnar taka mið af samvinnu og samtali við notendur, enda eru notendur þjónustunnar sérfræðingar í eigin lífi og því hæfastir í að meta eigin þarfir og setja sér markmið. Reglurnar eru þrenns konar; stoð- og stuðningsþjónusta fyrir fatlað fólk, beingreiðslu samningar og heimastuðningur. Minni skriffinska, fleiri gæðastundir með stafrænni þjónustu Einnig er hér verið að innleiða enn frekari stafræna þjónustu Með stafrænni innleiðingu erum við að stytta afgreiðslutíma og alla tímafreka skrifstofuvinnu svo að mannleg samskipti verði betri og meiri, á kostnað skriffinskunnar. Stafræn þjónusta eru ekki bara rafrænar umsóknir og umsýsla. Hún er einnig velferðartækni, en hjá Reykjavíkurborg er í dag rekin Velferðatæknismiðja sem þróar, þarfagreinir og finnur viðeigandi tæknilausnir fyrir notendur. Dæmi um þjónustu velferðartæknismiðjunnar eru skjáheimsóknir, námskeið í tæknilæsi og stigahjálp, eða Assistep, sem er tæknibúnaður sem aðstoðar fólk við að ganga upp og niður stiga með öruggum hætti. Annað dæmi um velferðartækni í velferðarþjónustu er heimsókn í heimahús þar sem notandi og starfsmaður sitja saman yfir kaffibolla að spjalla á meðan að ryksuguvélmenni þrífur gólfin. Þannig notum við tæknina til að auka gæðastundir í þjónustu og mannlegum samskiptum. Stoð- og stuðningsþjónusta Stoð- og stuðningsþjónustan byggir á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og viðeigandi aðlögun fyrir hvert og eitt. Þessi þjónusta á að geta veitt notandanum meiri sveigjanleika og mætt stuðningsþörfum hvers og eins á eigin forsendum. Þjónustan mætir fólki á þeirra stað í lífinu, og gefur þeim vald til að skipuleggja og sérsníða þjónustuna sem þau telja sig þurfa og sem muni gagnast þeim við að taka þátt í samfélaginu sem og veita þeim aðstoð við daglegt líf. Notandinn er hér við stjórnvölinn. Beingreiðslusamningar Beingreiðslusamningarnir byggja einnig á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og líkjast NPA samningum þar sem þeir eru notendasamningar. Þannig fær notandinn stjórn yfir því hvernig þjónustan er veitt, hvar, hvenær og hvaða aðstoðarfólk viðkomandi er með, þar sem notandinn sér sjálfur um starfsmannahaldið og sér um að ráða til sín starfsfólk. Markmiðið er að valið um þjónustuform og fyrirkomulag aðstoðar sé á höndum notenda, þeir stjórna. Heimastuðningur Ég er sérstaklega spennt fyrir heimastuðningi. Heimastuðningurinn er það sem áður kallaðist félagsleg heimaþjónusta en þykir mér þessi nafnabreyting mjög viðeigandi þar sem áherslan á þessari þjónustu byggir á hugmyndafræði um endurhæfingu í heimahúsi. Notandi er hér aftur við stjórnvölinn og setur sér markmið í þeim tilgangi að ráða við daglegt líf. Til þess fær viðkomandi stuðning við allar athafnir daglegs lífs, eins og heimilishald og þátttöku í félagsstarfi. Stuðningurinn er veittur í gegnum leiðbeiningar, þjálfun og eftirlit. Með þessu er notanda gert kleift að búa lengur á sínu heimili ásamt því að vera sjálfbjarga og félagslega virkur, með því að hvetja til aukinnar samveru og samskipta við samfélagið, nær og fjær. Þjónustan fer fram á þeirra eigin heimili og á þeirra forsendum. Einföld umsýsla og aukin þjónusta Áhersla er lögð á að einfalda alla umsýslu og er hægt að sækja um þessar mismunandi þjónustuleiðir rafrænt á vef Reykjavíkurborgar. Reglurnar tóku gildi í gær og má kynna sér þær frekar á nýrri heimasíðu Reykjavíkurborgar og þar má einnig finna hvar sótt er um þessar þjónustuleiðir. Höfundur er varaborgarfulltrúi Pírata og fulltrúi í velferðarráði Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rannveig Ernudóttir Píratar Reykjavík Borgarstjórn Skoðun: Kosningar 2022 Félagsmál Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Það gleður mig að kynna fyrir ykkur nýjar og valdeflandi reglur um stoð- og stuðningsþjónustu á Velferðarsviði Reykjavíkurborgar, eða stoð- og stuð eins og þær eru oft kallaðar. Þær byggja á virðingu fyrir ólíkum þörfum okkar allra, valdeflingu og sjálfstæði einstaklingsins. Reglurnar eru í samræmi við fyrstu velferðarstefnu Reykjavíkurborgar sem samþykkt var í fyrsta sinn þann 15. júní á síðasta ári. Markmið þeirrar stefnu eru aukin lífsgæði, að öll í Reykjavík hafi tækifæri til að lifa með reisn, veita einstaklingsmiðaða og heildstæða þjónustu og að Reykjavík sé sannarlega fyrir okkur öll. Nýju stoð- og stuðningsreglurnar taka mið af samvinnu og samtali við notendur, enda eru notendur þjónustunnar sérfræðingar í eigin lífi og því hæfastir í að meta eigin þarfir og setja sér markmið. Reglurnar eru þrenns konar; stoð- og stuðningsþjónusta fyrir fatlað fólk, beingreiðslu samningar og heimastuðningur. Minni skriffinska, fleiri gæðastundir með stafrænni þjónustu Einnig er hér verið að innleiða enn frekari stafræna þjónustu Með stafrænni innleiðingu erum við að stytta afgreiðslutíma og alla tímafreka skrifstofuvinnu svo að mannleg samskipti verði betri og meiri, á kostnað skriffinskunnar. Stafræn þjónusta eru ekki bara rafrænar umsóknir og umsýsla. Hún er einnig velferðartækni, en hjá Reykjavíkurborg er í dag rekin Velferðatæknismiðja sem þróar, þarfagreinir og finnur viðeigandi tæknilausnir fyrir notendur. Dæmi um þjónustu velferðartæknismiðjunnar eru skjáheimsóknir, námskeið í tæknilæsi og stigahjálp, eða Assistep, sem er tæknibúnaður sem aðstoðar fólk við að ganga upp og niður stiga með öruggum hætti. Annað dæmi um velferðartækni í velferðarþjónustu er heimsókn í heimahús þar sem notandi og starfsmaður sitja saman yfir kaffibolla að spjalla á meðan að ryksuguvélmenni þrífur gólfin. Þannig notum við tæknina til að auka gæðastundir í þjónustu og mannlegum samskiptum. Stoð- og stuðningsþjónusta Stoð- og stuðningsþjónustan byggir á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og viðeigandi aðlögun fyrir hvert og eitt. Þessi þjónusta á að geta veitt notandanum meiri sveigjanleika og mætt stuðningsþörfum hvers og eins á eigin forsendum. Þjónustan mætir fólki á þeirra stað í lífinu, og gefur þeim vald til að skipuleggja og sérsníða þjónustuna sem þau telja sig þurfa og sem muni gagnast þeim við að taka þátt í samfélaginu sem og veita þeim aðstoð við daglegt líf. Notandinn er hér við stjórnvölinn. Beingreiðslusamningar Beingreiðslusamningarnir byggja einnig á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og líkjast NPA samningum þar sem þeir eru notendasamningar. Þannig fær notandinn stjórn yfir því hvernig þjónustan er veitt, hvar, hvenær og hvaða aðstoðarfólk viðkomandi er með, þar sem notandinn sér sjálfur um starfsmannahaldið og sér um að ráða til sín starfsfólk. Markmiðið er að valið um þjónustuform og fyrirkomulag aðstoðar sé á höndum notenda, þeir stjórna. Heimastuðningur Ég er sérstaklega spennt fyrir heimastuðningi. Heimastuðningurinn er það sem áður kallaðist félagsleg heimaþjónusta en þykir mér þessi nafnabreyting mjög viðeigandi þar sem áherslan á þessari þjónustu byggir á hugmyndafræði um endurhæfingu í heimahúsi. Notandi er hér aftur við stjórnvölinn og setur sér markmið í þeim tilgangi að ráða við daglegt líf. Til þess fær viðkomandi stuðning við allar athafnir daglegs lífs, eins og heimilishald og þátttöku í félagsstarfi. Stuðningurinn er veittur í gegnum leiðbeiningar, þjálfun og eftirlit. Með þessu er notanda gert kleift að búa lengur á sínu heimili ásamt því að vera sjálfbjarga og félagslega virkur, með því að hvetja til aukinnar samveru og samskipta við samfélagið, nær og fjær. Þjónustan fer fram á þeirra eigin heimili og á þeirra forsendum. Einföld umsýsla og aukin þjónusta Áhersla er lögð á að einfalda alla umsýslu og er hægt að sækja um þessar mismunandi þjónustuleiðir rafrænt á vef Reykjavíkurborgar. Reglurnar tóku gildi í gær og má kynna sér þær frekar á nýrri heimasíðu Reykjavíkurborgar og þar má einnig finna hvar sótt er um þessar þjónustuleiðir. Höfundur er varaborgarfulltrúi Pírata og fulltrúi í velferðarráði Reykjavíkurborgar.
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun