Telja sig hafa fundið eitt sögufrægasta skip Ástralíu Samúel Karl Ólason skrifar 3. febrúar 2022 11:11 Eftirlíkingu HMS Endeavour siglt við strendur Ástralíu. AP/Mark Baker Ástralskir sagnfræðingar, kafarar og aðrir sérfræðingar á vegum Sjóminjasafns Ástralíu telja sig hafa fundið hið sögufræga skip Endeavour, sem James Cook sigldi á um Kyrrahafið á árum áður. Þau hafa varið meira en tveimur áratugum í að rannsaka svæði undan ströndum Rhode Island í Bandaríkjunum. Skipið hét formlega HMS Bark Endeavour og landkönnuðurinn James Cook sigldi á því yfir Kyrrahafið á árunum 1768 til 1771. Cook kortlagði á þeim tíma staði eins og Ástralíu og Nýja-Sjáland, sem Cook lagði eign á fyrir hönd bresku krúnunnar. Skipið var selt og fékk nafnið Lord Sandwich en því var sökkt vísvitandi af Bretum við Newport-höfn í Rhode Island. Það var gert árið 1778 í frelsisstríði Bandaríkjanna. Ástralarnir segja fimm skipum hafa verið sökkt af Bretum og fjögur þeirra hafi fundist. Nú hafi þeim tekist að sýna fram á að eitt þeirra sé í raun Endeavour. Cook dó á Havaí árið 1778 en það ár var fyrstu fangaskipunum siglt frá Bretlandi til Ástralíu til að koma á laggirnar fyrstu nýlendunni þar. Sky News hefur eftir Kevin Sumption, forstjóra Sjóminjasafnsins, að um mikilvægan fund sé að ræða því Endavour sé eitt mikilvægasta skip í sögu Ástralíu. Hér má sjá myndband frá Sjóminjasafni Ástralíu um rannsóknina og niðurstöður sérfræðinga safnsins. Bandaríkjamenn segja abbababb Fornleifafræðingar í Bandaríkjunum segja þó að samstarfsmenn sínir í Ástralíu hafi verið of fljótir á sér. Bæði sé ekki fullvíst að um Endeavour sé að ræða og þeir saka Ástrala um að hafa brotið gegn samkomulagi sem vísindamennirnir gerðu sín á milli um rannsóknir þeirra. D.K. Abbass, yfirmaður Rhode Island Marine Archaeology Project, segir hóp hennar hafa leitt leitina að Endeavour en enn sé of snemmt að segja með vissu að skipið hafi fundist. AP fréttaveitan hefur eftir Abbass að ýmsar mælingar stemmi við Endeavour en mörgum spurningum sé enn ósvarað. Hún sagði enn fremur að þegar rannsókninni yrði lokið yrði gefin út rétt skýrsla. Þrátt fyrir mótbárur frá Bandaríkjunum segist Sumption viss í sinni sök. Skipið sé Endeavour en einungis um fimmtán prósent skipsins séu enn á svæðinu. Sumpton segir að nú þurfi að hefja vinnu um hvernig hægt sé að varðveita það sem eftir er af skipinu. Ástralía Bandaríkin Bretland Nýja-Sjáland Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Sjá meira
Skipið hét formlega HMS Bark Endeavour og landkönnuðurinn James Cook sigldi á því yfir Kyrrahafið á árunum 1768 til 1771. Cook kortlagði á þeim tíma staði eins og Ástralíu og Nýja-Sjáland, sem Cook lagði eign á fyrir hönd bresku krúnunnar. Skipið var selt og fékk nafnið Lord Sandwich en því var sökkt vísvitandi af Bretum við Newport-höfn í Rhode Island. Það var gert árið 1778 í frelsisstríði Bandaríkjanna. Ástralarnir segja fimm skipum hafa verið sökkt af Bretum og fjögur þeirra hafi fundist. Nú hafi þeim tekist að sýna fram á að eitt þeirra sé í raun Endeavour. Cook dó á Havaí árið 1778 en það ár var fyrstu fangaskipunum siglt frá Bretlandi til Ástralíu til að koma á laggirnar fyrstu nýlendunni þar. Sky News hefur eftir Kevin Sumption, forstjóra Sjóminjasafnsins, að um mikilvægan fund sé að ræða því Endavour sé eitt mikilvægasta skip í sögu Ástralíu. Hér má sjá myndband frá Sjóminjasafni Ástralíu um rannsóknina og niðurstöður sérfræðinga safnsins. Bandaríkjamenn segja abbababb Fornleifafræðingar í Bandaríkjunum segja þó að samstarfsmenn sínir í Ástralíu hafi verið of fljótir á sér. Bæði sé ekki fullvíst að um Endeavour sé að ræða og þeir saka Ástrala um að hafa brotið gegn samkomulagi sem vísindamennirnir gerðu sín á milli um rannsóknir þeirra. D.K. Abbass, yfirmaður Rhode Island Marine Archaeology Project, segir hóp hennar hafa leitt leitina að Endeavour en enn sé of snemmt að segja með vissu að skipið hafi fundist. AP fréttaveitan hefur eftir Abbass að ýmsar mælingar stemmi við Endeavour en mörgum spurningum sé enn ósvarað. Hún sagði enn fremur að þegar rannsókninni yrði lokið yrði gefin út rétt skýrsla. Þrátt fyrir mótbárur frá Bandaríkjunum segist Sumption viss í sinni sök. Skipið sé Endeavour en einungis um fimmtán prósent skipsins séu enn á svæðinu. Sumpton segir að nú þurfi að hefja vinnu um hvernig hægt sé að varðveita það sem eftir er af skipinu.
Ástralía Bandaríkin Bretland Nýja-Sjáland Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Sjá meira