Algjör þögn um vopnaflutninga Andrés Ingi Jónsson skrifar 3. febrúar 2022 13:00 Fyrir þremur árum kom í ljós að stjórnvöld voru með allt niðrum sig varðandi leyfisveitingar til vopnaflutninga með íslenskum loftförum. Fréttaskýringaþátturinn Kveikur sýndi að yfirvöld höfðu m.a. heimilað flutninga vopna til Sádi-Arabíu, þaðan sem þau bárust til Jemens og Sýrlands – þvert á alþjóðlegar mannréttindaskuldbindingar Íslands. Ferlinu var breytt og það fært yfir til utanríkisráðuneytisins. Hvernig hefur gengið síðan, spurði ég og fékk svar í dag. Alls hafa borist 69 umsóknir um vopnaflutninga frá vorinu 2019, aðeins einni þeirra hefur verið hafnað. Meira fáum við ekki að vita. Stjórnvöld ætla ekki að afhenda neinar upplýsingar um það hvort þau séu aftur eða ennþá með allt niðrum sig - ekki einu sinni einföldustu upplýsingar um hversu mikið af vopnum er verið að flytja, á milli hvaða landa eða neitt annað sem máli skiptir. Ástæðan? Fjárhags- og viðskiptahagsmuni þeirra sem selja, flytja og kaupa vopnin. Í alvöru – það stendur í svarinu! Ráðuneytið býðst þó til að ræða þetta í trúnaði við utanríkismálanefnd, sem gæti hins vegar ekkert brugðist við ef kæmi í ljós að allt væri í rugli hjá ráðuneytinu, því hún væri bundin trúnaði! Ríkisstjórn Íslands stærir sig gjarnan af því að vinna í þágu friðar á alþjóðavísu, en slær á sama tíma fullkomnum leyndarhjúp yfir vopnaflutninga fyrir stríðsrekstur og mögulega stríðsglæpi. Það gengur einfaldlega ekki upp! Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Vinstri græn Alþingi Utanríkismál Píratar Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Sjá meira
Fyrir þremur árum kom í ljós að stjórnvöld voru með allt niðrum sig varðandi leyfisveitingar til vopnaflutninga með íslenskum loftförum. Fréttaskýringaþátturinn Kveikur sýndi að yfirvöld höfðu m.a. heimilað flutninga vopna til Sádi-Arabíu, þaðan sem þau bárust til Jemens og Sýrlands – þvert á alþjóðlegar mannréttindaskuldbindingar Íslands. Ferlinu var breytt og það fært yfir til utanríkisráðuneytisins. Hvernig hefur gengið síðan, spurði ég og fékk svar í dag. Alls hafa borist 69 umsóknir um vopnaflutninga frá vorinu 2019, aðeins einni þeirra hefur verið hafnað. Meira fáum við ekki að vita. Stjórnvöld ætla ekki að afhenda neinar upplýsingar um það hvort þau séu aftur eða ennþá með allt niðrum sig - ekki einu sinni einföldustu upplýsingar um hversu mikið af vopnum er verið að flytja, á milli hvaða landa eða neitt annað sem máli skiptir. Ástæðan? Fjárhags- og viðskiptahagsmuni þeirra sem selja, flytja og kaupa vopnin. Í alvöru – það stendur í svarinu! Ráðuneytið býðst þó til að ræða þetta í trúnaði við utanríkismálanefnd, sem gæti hins vegar ekkert brugðist við ef kæmi í ljós að allt væri í rugli hjá ráðuneytinu, því hún væri bundin trúnaði! Ríkisstjórn Íslands stærir sig gjarnan af því að vinna í þágu friðar á alþjóðavísu, en slær á sama tíma fullkomnum leyndarhjúp yfir vopnaflutninga fyrir stríðsrekstur og mögulega stríðsglæpi. Það gengur einfaldlega ekki upp! Höfundur er þingmaður Pírata.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar