Hefur mjólkað kýr í 80 ár – Engin kulnun í starfi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. febrúar 2022 21:30 Guðni Guðmundsson, 88 ára bóndi á bænum Þverlæk í Holtum, sem fer í fjós á hverjum degi og þá er mjaltagrifjan aðalstaðurinn hans. Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðni Guðmundsson, bóndi á bænum Þverlæk í Holtum er sennilega sá maður á Íslandi, sem hefur mjólkað kýr hvað lengst, eða í átta tíu ár. Guðni, sem er áttatíu og átta ára í dag fer í fjós á hverjum degi alla daga vikunnar. Guðni á Þverlæk, sem er bær í Holtunum í Rangárþing ytra er léttur á fæti þrátt fyrir að hann nálgist óðum í að verða níræður. Hann fer í fjós daglega en sonur hann er með myndarlegt kúabú á bænum. Mjaltagrifjan er staðurinn hans Guðna en hann gengur að sjálfsögðu í öll störf í fjósinu. Mjólkurferill Guðna skiptist í fjögur jafn löng tímabil. „Já, það eru handmjaltir fyrst, svo mjaltavél með fötukerfi, síðan mjaltir í rörmjaltakerfi og nú síðast mjaltagryfjan og þetta eru allt saman í kringum tuttugu ára tímabil,“ segir Guðni. Guðni segist mjög ánægður með sitt hlutverk við mjaltir og það sé alltaf jafn gaman að mjólka kýrnar þó að þær geti stundum verið þrjóskar. „Það er engin kulnun í starfi eins og kallað er. Það er alveg óþarfi að finna upp þetta nýyrði en það er til gamalt og gott íslenskt orð yfir þetta fyrirbrigði en það var kallað léti hérna í gamla daga,“ segir hann léttur í bragði. Guðni gengur í öll störf í fjósinu og hefur alltaf jafn gaman að umgangast skepnurnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og kýrnar, eru þær ekki mismunandi karakterar? „Jú heldur betur og það kemur miklu betur í ljós þegar þær eru í lausagöngu þeirra sérstöku einkenni. Þetta eru allt saman sérstakar persónur. Ég hef nú sagt það við hestamenn að hestamennska og kúabúskapur byggjast á nákvæmlega sama atriðinu og það er þetta sálræna samband og þeir viðurkenna það,“ segir Guðni. Á bænum er rekið myndarlegt kúabú en bærinn er í Holtum í Rangárþingi ytra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðni segist helst kvíða því núna ef syni hans dettur í hug að fá sér mjaltaþjón í fjósið. „Já, þá er sjálfhætt, það segir sig sjálft.“ Það vekur sérstaka athygli að Guðni og Margrét Þórðardóttir á Þverlæk eiga sex afkomendur, sem stunda kúabúskap. Þar ber fyrsta að nefna Kristinn son þeirra á Þverlæk og svo bæði börnin hans en það eru þau Berglind, sem er kúabóndi á Hrafnagili í Eyjafirði og Hafsteinn á Þverlæk. Þá eru þrjú önnur barnabörn kúabændur á Suðurlandi en það eru Þorgeir á Selalæk, Guðna á Helluvaði og Sigurður á Búðarhóli. Hér er mynd af hópnum, Guðni og Margrét sitja í forgrunni og síðan eru það frá vinstri, Berglind, Þorgeir, Hafsteinn, Kristinn, Sigurður og Guðni yngri.Aðsend Rangárþing ytra Landbúnaður Eldri borgarar Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Guðni á Þverlæk, sem er bær í Holtunum í Rangárþing ytra er léttur á fæti þrátt fyrir að hann nálgist óðum í að verða níræður. Hann fer í fjós daglega en sonur hann er með myndarlegt kúabú á bænum. Mjaltagrifjan er staðurinn hans Guðna en hann gengur að sjálfsögðu í öll störf í fjósinu. Mjólkurferill Guðna skiptist í fjögur jafn löng tímabil. „Já, það eru handmjaltir fyrst, svo mjaltavél með fötukerfi, síðan mjaltir í rörmjaltakerfi og nú síðast mjaltagryfjan og þetta eru allt saman í kringum tuttugu ára tímabil,“ segir Guðni. Guðni segist mjög ánægður með sitt hlutverk við mjaltir og það sé alltaf jafn gaman að mjólka kýrnar þó að þær geti stundum verið þrjóskar. „Það er engin kulnun í starfi eins og kallað er. Það er alveg óþarfi að finna upp þetta nýyrði en það er til gamalt og gott íslenskt orð yfir þetta fyrirbrigði en það var kallað léti hérna í gamla daga,“ segir hann léttur í bragði. Guðni gengur í öll störf í fjósinu og hefur alltaf jafn gaman að umgangast skepnurnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og kýrnar, eru þær ekki mismunandi karakterar? „Jú heldur betur og það kemur miklu betur í ljós þegar þær eru í lausagöngu þeirra sérstöku einkenni. Þetta eru allt saman sérstakar persónur. Ég hef nú sagt það við hestamenn að hestamennska og kúabúskapur byggjast á nákvæmlega sama atriðinu og það er þetta sálræna samband og þeir viðurkenna það,“ segir Guðni. Á bænum er rekið myndarlegt kúabú en bærinn er í Holtum í Rangárþingi ytra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðni segist helst kvíða því núna ef syni hans dettur í hug að fá sér mjaltaþjón í fjósið. „Já, þá er sjálfhætt, það segir sig sjálft.“ Það vekur sérstaka athygli að Guðni og Margrét Þórðardóttir á Þverlæk eiga sex afkomendur, sem stunda kúabúskap. Þar ber fyrsta að nefna Kristinn son þeirra á Þverlæk og svo bæði börnin hans en það eru þau Berglind, sem er kúabóndi á Hrafnagili í Eyjafirði og Hafsteinn á Þverlæk. Þá eru þrjú önnur barnabörn kúabændur á Suðurlandi en það eru Þorgeir á Selalæk, Guðna á Helluvaði og Sigurður á Búðarhóli. Hér er mynd af hópnum, Guðni og Margrét sitja í forgrunni og síðan eru það frá vinstri, Berglind, Þorgeir, Hafsteinn, Kristinn, Sigurður og Guðni yngri.Aðsend
Rangárþing ytra Landbúnaður Eldri borgarar Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira