Tuttugu fangaverði vantar til starfa Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. febrúar 2022 13:01 Fangaverðir segja að nú vanti um tuttugu fangaverði til starfa í fangelsum landsins, meðal annars á Litla Hrauni á Eyrarbakka Magnús Hlynur Hreiðarsson Fangaverðir hafa verulegar áhyggjur af öryggi sínu í fangelsum landsins vegna viðvarandi undirmönnunar. Á Kvíabryggju er til dæmis aðeins einn fangavörður á næturvöktum með 22 fanga og á Hólmsheiði eru þrír fangaverðir á næturvöktum með 50 fanga. Fangaverðir eru orðnir þreyttir og pirraðir á undirmönnun í fangelsum landsins og kalla eftir úrbótum í þeim efnum. Þeir segja að öryggi þeirra sé stefnt í hættu með allt of fáu starfsfólki því dæmin hafi ítrekað sýnt að fangar geti verð mjög veikir og hættulegir. Garðar Svansson, fangavörður á Kvíabryggju er trúnaðarmaður Fangavarðafélags Íslands. „Við ráðum ekki við stöðuna eins og hún er í dag til þess að tryggja fullkomið öryggi í fangelsunum. Við erum að fá erfiðari einstaklinga inn í fangelsin, andlega veika fanga og því miður þá hefur Fangelsismálastofnun ekki þau úrræði að fjölga fangavörðum í samræmi við erfiðleika fanga,“ segir Garðar. Garðar segir það skort á peningum til Fangelsismálastofnunar, sem sé afleitt því það vanti tilfinnanlega fleiri fangaverði til starfa svo ástandið geti verið ásættanlegt. „Við teljum að það séu allt að tuttugu stöðugildi, sem vantar í fangelsiskerfið til þess að öryggi fanga og fangavarða sé fullt tryggt, já, tuttugu stöðugildi.“ Garðar Svansson, trúnaðarmaður fangavarða hjá Fangavarðafélagi Íslands Íslands og fangavörður á Kvíabryggju.Aðsend Garðar segir að í fangelsinu á Hólmsheiði séu aðeins þrír fangaverðir á næturvöktum með allt að 50 fanga og eins og dæmi sýna, sumir þeirra mjög veikir og hættulegir. Þá er aðeins einn fangavörður á næturvöktum á Kvíabryggju með 22 fanga. „Því miður eru erfiðir einstaklingar að valda okkur fangavörðum skaða og samföngum.Við erum mjög hræddir um okkar öryggi og það er ástæðan fyrir því að við sendum þetta ákall út til ráðherra og forstöðumanns Fangelsismálastofnunar um að það þurfti að bæta aðbúnað og öryggi í fangelsum,“ segir Garðar, trúnaðarmaður og fangavörður á Kvíabryggju. Fangelsismál Vinnumarkaður Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Sjá meira
Fangaverðir eru orðnir þreyttir og pirraðir á undirmönnun í fangelsum landsins og kalla eftir úrbótum í þeim efnum. Þeir segja að öryggi þeirra sé stefnt í hættu með allt of fáu starfsfólki því dæmin hafi ítrekað sýnt að fangar geti verð mjög veikir og hættulegir. Garðar Svansson, fangavörður á Kvíabryggju er trúnaðarmaður Fangavarðafélags Íslands. „Við ráðum ekki við stöðuna eins og hún er í dag til þess að tryggja fullkomið öryggi í fangelsunum. Við erum að fá erfiðari einstaklinga inn í fangelsin, andlega veika fanga og því miður þá hefur Fangelsismálastofnun ekki þau úrræði að fjölga fangavörðum í samræmi við erfiðleika fanga,“ segir Garðar. Garðar segir það skort á peningum til Fangelsismálastofnunar, sem sé afleitt því það vanti tilfinnanlega fleiri fangaverði til starfa svo ástandið geti verið ásættanlegt. „Við teljum að það séu allt að tuttugu stöðugildi, sem vantar í fangelsiskerfið til þess að öryggi fanga og fangavarða sé fullt tryggt, já, tuttugu stöðugildi.“ Garðar Svansson, trúnaðarmaður fangavarða hjá Fangavarðafélagi Íslands Íslands og fangavörður á Kvíabryggju.Aðsend Garðar segir að í fangelsinu á Hólmsheiði séu aðeins þrír fangaverðir á næturvöktum með allt að 50 fanga og eins og dæmi sýna, sumir þeirra mjög veikir og hættulegir. Þá er aðeins einn fangavörður á næturvöktum á Kvíabryggju með 22 fanga. „Því miður eru erfiðir einstaklingar að valda okkur fangavörðum skaða og samföngum.Við erum mjög hræddir um okkar öryggi og það er ástæðan fyrir því að við sendum þetta ákall út til ráðherra og forstöðumanns Fangelsismálastofnunar um að það þurfti að bæta aðbúnað og öryggi í fangelsum,“ segir Garðar, trúnaðarmaður og fangavörður á Kvíabryggju.
Fangelsismál Vinnumarkaður Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Sjá meira