Tuttugu fangaverði vantar til starfa Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. febrúar 2022 13:01 Fangaverðir segja að nú vanti um tuttugu fangaverði til starfa í fangelsum landsins, meðal annars á Litla Hrauni á Eyrarbakka Magnús Hlynur Hreiðarsson Fangaverðir hafa verulegar áhyggjur af öryggi sínu í fangelsum landsins vegna viðvarandi undirmönnunar. Á Kvíabryggju er til dæmis aðeins einn fangavörður á næturvöktum með 22 fanga og á Hólmsheiði eru þrír fangaverðir á næturvöktum með 50 fanga. Fangaverðir eru orðnir þreyttir og pirraðir á undirmönnun í fangelsum landsins og kalla eftir úrbótum í þeim efnum. Þeir segja að öryggi þeirra sé stefnt í hættu með allt of fáu starfsfólki því dæmin hafi ítrekað sýnt að fangar geti verð mjög veikir og hættulegir. Garðar Svansson, fangavörður á Kvíabryggju er trúnaðarmaður Fangavarðafélags Íslands. „Við ráðum ekki við stöðuna eins og hún er í dag til þess að tryggja fullkomið öryggi í fangelsunum. Við erum að fá erfiðari einstaklinga inn í fangelsin, andlega veika fanga og því miður þá hefur Fangelsismálastofnun ekki þau úrræði að fjölga fangavörðum í samræmi við erfiðleika fanga,“ segir Garðar. Garðar segir það skort á peningum til Fangelsismálastofnunar, sem sé afleitt því það vanti tilfinnanlega fleiri fangaverði til starfa svo ástandið geti verið ásættanlegt. „Við teljum að það séu allt að tuttugu stöðugildi, sem vantar í fangelsiskerfið til þess að öryggi fanga og fangavarða sé fullt tryggt, já, tuttugu stöðugildi.“ Garðar Svansson, trúnaðarmaður fangavarða hjá Fangavarðafélagi Íslands Íslands og fangavörður á Kvíabryggju.Aðsend Garðar segir að í fangelsinu á Hólmsheiði séu aðeins þrír fangaverðir á næturvöktum með allt að 50 fanga og eins og dæmi sýna, sumir þeirra mjög veikir og hættulegir. Þá er aðeins einn fangavörður á næturvöktum á Kvíabryggju með 22 fanga. „Því miður eru erfiðir einstaklingar að valda okkur fangavörðum skaða og samföngum.Við erum mjög hræddir um okkar öryggi og það er ástæðan fyrir því að við sendum þetta ákall út til ráðherra og forstöðumanns Fangelsismálastofnunar um að það þurfti að bæta aðbúnað og öryggi í fangelsum,“ segir Garðar, trúnaðarmaður og fangavörður á Kvíabryggju. Fangelsismál Vinnumarkaður Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Sjá meira
Fangaverðir eru orðnir þreyttir og pirraðir á undirmönnun í fangelsum landsins og kalla eftir úrbótum í þeim efnum. Þeir segja að öryggi þeirra sé stefnt í hættu með allt of fáu starfsfólki því dæmin hafi ítrekað sýnt að fangar geti verð mjög veikir og hættulegir. Garðar Svansson, fangavörður á Kvíabryggju er trúnaðarmaður Fangavarðafélags Íslands. „Við ráðum ekki við stöðuna eins og hún er í dag til þess að tryggja fullkomið öryggi í fangelsunum. Við erum að fá erfiðari einstaklinga inn í fangelsin, andlega veika fanga og því miður þá hefur Fangelsismálastofnun ekki þau úrræði að fjölga fangavörðum í samræmi við erfiðleika fanga,“ segir Garðar. Garðar segir það skort á peningum til Fangelsismálastofnunar, sem sé afleitt því það vanti tilfinnanlega fleiri fangaverði til starfa svo ástandið geti verið ásættanlegt. „Við teljum að það séu allt að tuttugu stöðugildi, sem vantar í fangelsiskerfið til þess að öryggi fanga og fangavarða sé fullt tryggt, já, tuttugu stöðugildi.“ Garðar Svansson, trúnaðarmaður fangavarða hjá Fangavarðafélagi Íslands Íslands og fangavörður á Kvíabryggju.Aðsend Garðar segir að í fangelsinu á Hólmsheiði séu aðeins þrír fangaverðir á næturvöktum með allt að 50 fanga og eins og dæmi sýna, sumir þeirra mjög veikir og hættulegir. Þá er aðeins einn fangavörður á næturvöktum á Kvíabryggju með 22 fanga. „Því miður eru erfiðir einstaklingar að valda okkur fangavörðum skaða og samföngum.Við erum mjög hræddir um okkar öryggi og það er ástæðan fyrir því að við sendum þetta ákall út til ráðherra og forstöðumanns Fangelsismálastofnunar um að það þurfti að bæta aðbúnað og öryggi í fangelsum,“ segir Garðar, trúnaðarmaður og fangavörður á Kvíabryggju.
Fangelsismál Vinnumarkaður Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Sjá meira