Múlaþing gerir vel í leikskólamálum Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar 8. febrúar 2022 09:00 Mikil umræða hefur verið í fjölmiðlum hvernig sveitarfélög víðsvegar yfir landið standa að vistunarúrræðum fyrir börn að loknu fæðingarorlofi. Algengast er að að báðir foreldrar séu útivinnandi og skiptir þá miklu máli fyrir foreldra að fá vistunarúrræði fyrir börn sín þegar fæðingarorlofi líkur til að komast út á vinnumarkaðinn. Þarfagreining mikilvæg aðferðafræði Framtíðarsýn þarf að viðhafa í öllum málaflokkum sveitarfélaga því framkvæmdatími er tímafrekur þegar til hans þarf að grípa. Í víðfeðmu sveitarfélagi Múlaþings er einhugur um að veita góða þjónustu og því varð þarfagreining fyrir valinu sem leiddi í ljós að verulegur skortur var á vistunarúrræðum á Fljótsdalshéraði. Í haust mun rísa nýr þriggja deilda leikskóli í Fellabæ og vegna skorts á dagforeldrum þetta árið var tekin ákvörðun um að bregðast við með nýrri leikskóladeild sem tók til starfa í lok janúar og sú eining mun færast inn í nýjan leikskóla í haust. Þarfagreiningin sýnir einnig að nýi leikskólinn í Fellabæ muni ekki sinna áætlaðri eftirspurn næstu árin og við því hefur verið brugðist. Fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir staðsetningu nýs leikskóla árið 2022 og hönnunarkostnaði 2023. Styrkur til barna sem fá ekki leikskólavist Enn eitt skrefið hefur nú verið tekið í metnaði Múlaþings til að gera vel við barnafjölskyldur með því að greiða styrk til foreldra þeirra barna sem fá ekki umbeðna leikskólavist eftir að fæðingarorlofi lýkur. Þarna setjum við markið hátt og stefna Múlaþings er að öll börn innan sveitarfélagssins fái leikskólavistun við lok fæðingarorlofs og þurfi ekki að nýta sér þetta úrræði. Jöfn tækifæri til starfs, menntunar og þjónustu Markmið Múlaþings mun áfram vera að veita íbúum í öllu Múlaþingi góða þjónustu og með þeim orðum bjóðum við alla velkomna í okkar sveitarfélag, með náttúruna í bakgarðinum, streituminna umhverfi, góðar samgöngur og góða þjónustu. Nú komu inn tækifærin með tæknibreytingum í heimfaraldrinum sem opna á fjölda starfa óháð staðsetningu, tækifærum til menntunar í heimabyggð og öfluga fjarþjónustu fyrir allra íbúa landssins hvort sem þeir búa í Reykjavík eða á landsbyggðinni. Tækifærin og lífsgæðin liggja í Múlaþingi, verið velkomin. Höfundur er b æjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi og formaður Byggðaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Múlaþing Leikskólar Skóla- og menntamál Berglind Harpa Svavarsdóttir Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur verið í fjölmiðlum hvernig sveitarfélög víðsvegar yfir landið standa að vistunarúrræðum fyrir börn að loknu fæðingarorlofi. Algengast er að að báðir foreldrar séu útivinnandi og skiptir þá miklu máli fyrir foreldra að fá vistunarúrræði fyrir börn sín þegar fæðingarorlofi líkur til að komast út á vinnumarkaðinn. Þarfagreining mikilvæg aðferðafræði Framtíðarsýn þarf að viðhafa í öllum málaflokkum sveitarfélaga því framkvæmdatími er tímafrekur þegar til hans þarf að grípa. Í víðfeðmu sveitarfélagi Múlaþings er einhugur um að veita góða þjónustu og því varð þarfagreining fyrir valinu sem leiddi í ljós að verulegur skortur var á vistunarúrræðum á Fljótsdalshéraði. Í haust mun rísa nýr þriggja deilda leikskóli í Fellabæ og vegna skorts á dagforeldrum þetta árið var tekin ákvörðun um að bregðast við með nýrri leikskóladeild sem tók til starfa í lok janúar og sú eining mun færast inn í nýjan leikskóla í haust. Þarfagreiningin sýnir einnig að nýi leikskólinn í Fellabæ muni ekki sinna áætlaðri eftirspurn næstu árin og við því hefur verið brugðist. Fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir staðsetningu nýs leikskóla árið 2022 og hönnunarkostnaði 2023. Styrkur til barna sem fá ekki leikskólavist Enn eitt skrefið hefur nú verið tekið í metnaði Múlaþings til að gera vel við barnafjölskyldur með því að greiða styrk til foreldra þeirra barna sem fá ekki umbeðna leikskólavist eftir að fæðingarorlofi lýkur. Þarna setjum við markið hátt og stefna Múlaþings er að öll börn innan sveitarfélagssins fái leikskólavistun við lok fæðingarorlofs og þurfi ekki að nýta sér þetta úrræði. Jöfn tækifæri til starfs, menntunar og þjónustu Markmið Múlaþings mun áfram vera að veita íbúum í öllu Múlaþingi góða þjónustu og með þeim orðum bjóðum við alla velkomna í okkar sveitarfélag, með náttúruna í bakgarðinum, streituminna umhverfi, góðar samgöngur og góða þjónustu. Nú komu inn tækifærin með tæknibreytingum í heimfaraldrinum sem opna á fjölda starfa óháð staðsetningu, tækifærum til menntunar í heimabyggð og öfluga fjarþjónustu fyrir allra íbúa landssins hvort sem þeir búa í Reykjavík eða á landsbyggðinni. Tækifærin og lífsgæðin liggja í Múlaþingi, verið velkomin. Höfundur er b æjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi og formaður Byggðaráðs.
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar