Ósýnilegu björgunarsveitirnar Halla Hrund Logadóttir skrifar 8. febrúar 2022 13:00 Það er lægð yfir landinu. Óveður í aðsigi. Almannavarnir lýsa yfir hættustigi. „Bindið lausamuni“. „Verið ekki á ferli,“ ómar í fréttum. Dimmir dagar og nætur febrúar stormsins renna í eitt og landinn dregur sig í skel. Um leið og það hægist á samfélaginu um stund fer neyðarsamstarf raforkukerfisins hins vegar á hæsta snúning. Vandaðar áætlanir um aðgerðir ef vindar herja á raflínur og mannvirki sem flytja ljós á hvert heimili eru vaktar úr dvala. Mannskapur er ræstur út, þvert yfir landið, til að vera klár ef eitthvað fer úrskeiðis. Varabirgðir í formi afls eru færðar til á milli byggða eftir ígrunduðu áhættumati. Allt þaulskipulagt og byggt á margra ára reynslu af því að takast á við dagana þar sem Ísland stendur undir nafni: Þegar vetur konungur hnyklar vöðvana og sýnir hver ræður. Oftast finnum við lítið fyrir þessari metnaðarfullu neyðarþjónustu raforkukerfisins. Flestu er nefnilega hægt að bjarga áður en í óefni er komið. Sums staðar eru veðravítin þó einstök eða raforkukerfið berskjaldaðra en annars staðar. Stundum dansa loftlínur í vindstrengjum á meðan aðrar hvíla í skjóli í jörðu. Sum byggðarlög og bæir eru einnig betur tengdir en önnur, sem stöðugt verkefni er að útfæra og þróa. En þegar rafmagnið slær út með hvelli, á dimmum degi eins og í vikunni, þá er sama hvar og hver staðan er; neyðarkallinu er svarað. Það eru tugir einstaklinga á vaktinni. Fyrir okkur. Og vinna samstillt að því að ljósin logi í gegnum óveðrið á hverju heimili landsins, eða komist hratt á aftur ef illa fer. Þessar hetjur óveðranna eru sjaldan í fjölmiðlum. Þær vinna verk sín af metnaði og elju, bæði í stjórnstöðvum kerfis- og dreifiveitna um allt land, og ekki síst á vettvangi við erfiðar aðstæður í veðurofsa um langa hríð. Þær eru ósýnilegu björgunarsveitirnar sem geta dimmu í (dags)ljós breytt. Það er kjarni málsins. Höfundur er orkumálastjóri og aðjúnkt við Harvard háskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Hrund Logadóttir Orkumál Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Það er lægð yfir landinu. Óveður í aðsigi. Almannavarnir lýsa yfir hættustigi. „Bindið lausamuni“. „Verið ekki á ferli,“ ómar í fréttum. Dimmir dagar og nætur febrúar stormsins renna í eitt og landinn dregur sig í skel. Um leið og það hægist á samfélaginu um stund fer neyðarsamstarf raforkukerfisins hins vegar á hæsta snúning. Vandaðar áætlanir um aðgerðir ef vindar herja á raflínur og mannvirki sem flytja ljós á hvert heimili eru vaktar úr dvala. Mannskapur er ræstur út, þvert yfir landið, til að vera klár ef eitthvað fer úrskeiðis. Varabirgðir í formi afls eru færðar til á milli byggða eftir ígrunduðu áhættumati. Allt þaulskipulagt og byggt á margra ára reynslu af því að takast á við dagana þar sem Ísland stendur undir nafni: Þegar vetur konungur hnyklar vöðvana og sýnir hver ræður. Oftast finnum við lítið fyrir þessari metnaðarfullu neyðarþjónustu raforkukerfisins. Flestu er nefnilega hægt að bjarga áður en í óefni er komið. Sums staðar eru veðravítin þó einstök eða raforkukerfið berskjaldaðra en annars staðar. Stundum dansa loftlínur í vindstrengjum á meðan aðrar hvíla í skjóli í jörðu. Sum byggðarlög og bæir eru einnig betur tengdir en önnur, sem stöðugt verkefni er að útfæra og þróa. En þegar rafmagnið slær út með hvelli, á dimmum degi eins og í vikunni, þá er sama hvar og hver staðan er; neyðarkallinu er svarað. Það eru tugir einstaklinga á vaktinni. Fyrir okkur. Og vinna samstillt að því að ljósin logi í gegnum óveðrið á hverju heimili landsins, eða komist hratt á aftur ef illa fer. Þessar hetjur óveðranna eru sjaldan í fjölmiðlum. Þær vinna verk sín af metnaði og elju, bæði í stjórnstöðvum kerfis- og dreifiveitna um allt land, og ekki síst á vettvangi við erfiðar aðstæður í veðurofsa um langa hríð. Þær eru ósýnilegu björgunarsveitirnar sem geta dimmu í (dags)ljós breytt. Það er kjarni málsins. Höfundur er orkumálastjóri og aðjúnkt við Harvard háskóla.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar