United tapaði mikilvægum stigum gegn botnliðinu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. febrúar 2022 22:00 Jay Rodriguez skoraði jöfnunarmark Burnley. Clive Brunskill/Getty Images Manchester United tapaði mikilvægum stigum er liðið gerði 1-1 jafntefli gegn botnliði Burnley í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Gestirnir frá Manchester byrjuðu af miklum krafti og varnarmaðurinn Raphael Varane kom boltanum í netið eftir tæplega tólf mínútna leik. Eftir skoðun myndbandsdómara var Mike Dean, dómari leiksins, sendur sjálfur í skjáinn og markið dæmt af þar sem að Harry Maguire var rangstæður þegar hann hindraði varnarmann Burnley. Gestirnir voru þó ekki lengi að jafna sig á þessi því þeir komust yfir sex mínútum síðar með marki frá Paul Pogba eftir stoðsendingu frá Luke Shaw. Aðeins örfáum mínútum síðar varð Ben Mee, fyrirliði Burnley, fyrir því óláni að setja boltann í eigið mark, en aftur var markið dæmt af gestunum. Í þetta skipti var Paul Pogba dæmdur brotlegur í aðdraganda marksins. Staðan var því 1-0 í hálfleik, gestunum í vil, en síðari hálfleikur var ekki nema tveggja mínútna gamall þegar að heimamenn jöfnuðu metin. Þar var á ferðinni Jay Rodriguez eftir stoðsendingu frá nýja manninum Wout Weghorst. Bæði lið fengu ágætis færi til að finna sigurmarkið, og þrátt fyrir þunga sókn gestanna á lokamínútunum varð niðurstaðan 1-1 jafntefli. Manchester United situr nú í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 39 stig eftir 23 leiki, einu stigi minna en West Ham sem situr í fjórða og seinasta Meistaradeildarsætinu. Burnley siutr hins vegar sem fastast á botni deildarinnar með 14 stig eftir 20 leiki, en á tvo leiki til góða á liðin fyrir ofan sig. Enski boltinn
Manchester United tapaði mikilvægum stigum er liðið gerði 1-1 jafntefli gegn botnliði Burnley í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Gestirnir frá Manchester byrjuðu af miklum krafti og varnarmaðurinn Raphael Varane kom boltanum í netið eftir tæplega tólf mínútna leik. Eftir skoðun myndbandsdómara var Mike Dean, dómari leiksins, sendur sjálfur í skjáinn og markið dæmt af þar sem að Harry Maguire var rangstæður þegar hann hindraði varnarmann Burnley. Gestirnir voru þó ekki lengi að jafna sig á þessi því þeir komust yfir sex mínútum síðar með marki frá Paul Pogba eftir stoðsendingu frá Luke Shaw. Aðeins örfáum mínútum síðar varð Ben Mee, fyrirliði Burnley, fyrir því óláni að setja boltann í eigið mark, en aftur var markið dæmt af gestunum. Í þetta skipti var Paul Pogba dæmdur brotlegur í aðdraganda marksins. Staðan var því 1-0 í hálfleik, gestunum í vil, en síðari hálfleikur var ekki nema tveggja mínútna gamall þegar að heimamenn jöfnuðu metin. Þar var á ferðinni Jay Rodriguez eftir stoðsendingu frá nýja manninum Wout Weghorst. Bæði lið fengu ágætis færi til að finna sigurmarkið, og þrátt fyrir þunga sókn gestanna á lokamínútunum varð niðurstaðan 1-1 jafntefli. Manchester United situr nú í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 39 stig eftir 23 leiki, einu stigi minna en West Ham sem situr í fjórða og seinasta Meistaradeildarsætinu. Burnley siutr hins vegar sem fastast á botni deildarinnar með 14 stig eftir 20 leiki, en á tvo leiki til góða á liðin fyrir ofan sig.