Meistararnir styrktu stöðu sína á toppnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. febrúar 2022 21:45 Riyad Mahrez skoraði fyrra mark City af vítapunktinum í kvöld. Gareth Copley/Getty Images Englandsmeistarar Manchester City eru nú með tólf stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-0 sigur gegn nýliðum Brentford í kvöld. Heimamenn í City voru lengi að brjóta vörn nýliðanna á bak aftur, en það tókst loksins rétt rúmum fimm mínútum fyrir hálfleik þegar Mads Roerslev braut á Raheem Sterling innan vítateigs. Riyad Mahrez fór á punktinn fyrir City og skoraði af miklu öryggi. Staðan var því 1-0 þegar flautað var til hálfleiks, en Kevin de Bruyne tvöfaldaði forystu heimamanna með marki á 69. mínútu. Belginn var þá fyrstu að átta sig eftir að David Raya hafði varið vel frá Raheem Sterling og eftirleikurinn var auðveldur. Þetta reyndist seinasta mark leiksins og niðurstaðan varð því 2-0 sigur Englandsmeistaranna. City er nú með tólf stiga forskot á Liverpool á toppi deildarinnar, en þeir síðarnefndu eiga þó tvo leiki til góða. Brentford situr hins vegar í 14. sæti deildarinnar með 23 stig. Enski boltinn
Englandsmeistarar Manchester City eru nú með tólf stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-0 sigur gegn nýliðum Brentford í kvöld. Heimamenn í City voru lengi að brjóta vörn nýliðanna á bak aftur, en það tókst loksins rétt rúmum fimm mínútum fyrir hálfleik þegar Mads Roerslev braut á Raheem Sterling innan vítateigs. Riyad Mahrez fór á punktinn fyrir City og skoraði af miklu öryggi. Staðan var því 1-0 þegar flautað var til hálfleiks, en Kevin de Bruyne tvöfaldaði forystu heimamanna með marki á 69. mínútu. Belginn var þá fyrstu að átta sig eftir að David Raya hafði varið vel frá Raheem Sterling og eftirleikurinn var auðveldur. Þetta reyndist seinasta mark leiksins og niðurstaðan varð því 2-0 sigur Englandsmeistaranna. City er nú með tólf stiga forskot á Liverpool á toppi deildarinnar, en þeir síðarnefndu eiga þó tvo leiki til góða. Brentford situr hins vegar í 14. sæti deildarinnar með 23 stig.