Þjóðarleikvang í Kaplakrika Árni Stefán Guðjónsson skrifar 10. febrúar 2022 11:30 Nú um mundir er unnið að undirbúningi vegna þjóðarleikvangs fyrir knattspyrnu sem er fyrirhugaður í Laugardal í Reykjavík. Þessi nýi leikvangur er fagnaðarefni fyrir alla unnendur knattspyrnu og boðar nýja tíma fyrir alla landsmenn. Það er þó eitt sem hefur aðeins gleymst í umræðunni en það er hvar landsliðið á að leika á meðan smíðinni stendur, þar sem völlurinn verður óleikhæfur í 3-5 ár á meðan unnið er að niðurrifi, flutningi veitumannvirkja og uppbyggingu. Knattspyrnuáhugafólk þekkir þetta vel frá London þar sem Tottenham Hotspur spilaði heimaleiki sína um tíma á Wembley á meðan nýr leikvangur var byggður. Vandi okkar Íslendinga er sá að hér er ekki fyrir neinum Wembley að skipta. Ef við rennum snöggvast í gegnum þarfagreiningu fyrir slíkan völl þá þarf hann að hafa grasvöll, yfirbyggða stúku, góða tengda aðstöðu og möguleika á því að koma því sem næst 10.000 manns á völlinn. Með þetta í huga er svarið augljóst: Kaplakriki. Í Kaplakrika væri með einföldum hætti hægt að byggja yfir norðurstúkuna og smíða tengibyggingu milli norður- og suðurstúku með fleiri sætum þannig að hægt væri að taka á móti allt að 10.000 gestum. Í tengibygginguna væri þá einnig hægt að setja stoðrými eins og fjölmiðlaaðstöðu sem yrði svo umbreytt í einhverja íþróttatengda þjónustu í tímans rás. Verkefnið myndi þá einnig kalla á að yfirborð vallarins yrði fært upp í blendingsgras (hybrid) með undirhita sambærilegt við velli á norður-Englandi og loks þyrfti að setja upp flóðljós til þess að gera völlinn leikhæfan á leikdögum sem eru yfir vetrartímann. Þessar litlu og tiltölulega einföldu breytingar kosta líklegast innan við 10% af því sem nýr Laugardalsvöllur kostar og eru einfaldlega hluti af því verkefni. Þegar uppbyggingu á Laugardalsvelli er lokið og landsleikir færast þangað verður hægt að nýta hinn nýja Kaplakrika í landsleiki yngri landsliða, evrópuleiki og margt fleira. Það liggur í hlutarins eðli að þetta þarf að vera klárt þegar niðurrif hefst á Laugardalsvelli og því ekki seinna vænna að hefja undirbúning en núna. Hafnarfjarðarbær ætti án tafar að senda erindi inn til íþróttamálaráðherra og bjóða Kaplakrika fram sem staðgengil Laugardalsvallar á meðan á uppbyggingu hins síðarnefnda stendur og óska eftir því að stjórnvöld styðji við þessa umbreytingu vallarins með sambærilegum hætti og er fyrirhugaður í Reykjavík. Höfundur er varabæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Viðreisn Laugardalsvöllur Nýr þjóðarleikvangur Árni Stefán Guðjónsson Mest lesið Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Nú um mundir er unnið að undirbúningi vegna þjóðarleikvangs fyrir knattspyrnu sem er fyrirhugaður í Laugardal í Reykjavík. Þessi nýi leikvangur er fagnaðarefni fyrir alla unnendur knattspyrnu og boðar nýja tíma fyrir alla landsmenn. Það er þó eitt sem hefur aðeins gleymst í umræðunni en það er hvar landsliðið á að leika á meðan smíðinni stendur, þar sem völlurinn verður óleikhæfur í 3-5 ár á meðan unnið er að niðurrifi, flutningi veitumannvirkja og uppbyggingu. Knattspyrnuáhugafólk þekkir þetta vel frá London þar sem Tottenham Hotspur spilaði heimaleiki sína um tíma á Wembley á meðan nýr leikvangur var byggður. Vandi okkar Íslendinga er sá að hér er ekki fyrir neinum Wembley að skipta. Ef við rennum snöggvast í gegnum þarfagreiningu fyrir slíkan völl þá þarf hann að hafa grasvöll, yfirbyggða stúku, góða tengda aðstöðu og möguleika á því að koma því sem næst 10.000 manns á völlinn. Með þetta í huga er svarið augljóst: Kaplakriki. Í Kaplakrika væri með einföldum hætti hægt að byggja yfir norðurstúkuna og smíða tengibyggingu milli norður- og suðurstúku með fleiri sætum þannig að hægt væri að taka á móti allt að 10.000 gestum. Í tengibygginguna væri þá einnig hægt að setja stoðrými eins og fjölmiðlaaðstöðu sem yrði svo umbreytt í einhverja íþróttatengda þjónustu í tímans rás. Verkefnið myndi þá einnig kalla á að yfirborð vallarins yrði fært upp í blendingsgras (hybrid) með undirhita sambærilegt við velli á norður-Englandi og loks þyrfti að setja upp flóðljós til þess að gera völlinn leikhæfan á leikdögum sem eru yfir vetrartímann. Þessar litlu og tiltölulega einföldu breytingar kosta líklegast innan við 10% af því sem nýr Laugardalsvöllur kostar og eru einfaldlega hluti af því verkefni. Þegar uppbyggingu á Laugardalsvelli er lokið og landsleikir færast þangað verður hægt að nýta hinn nýja Kaplakrika í landsleiki yngri landsliða, evrópuleiki og margt fleira. Það liggur í hlutarins eðli að þetta þarf að vera klárt þegar niðurrif hefst á Laugardalsvelli og því ekki seinna vænna að hefja undirbúning en núna. Hafnarfjarðarbær ætti án tafar að senda erindi inn til íþróttamálaráðherra og bjóða Kaplakrika fram sem staðgengil Laugardalsvallar á meðan á uppbyggingu hins síðarnefnda stendur og óska eftir því að stjórnvöld styðji við þessa umbreytingu vallarins með sambærilegum hætti og er fyrirhugaður í Reykjavík. Höfundur er varabæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun