Doncic fór hamförum og hjó nærri meti Nowitzkis Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. febrúar 2022 08:31 Þegar menn skora 51 stig mega og eiga þeir að brosa. getty/Ron Jenkins Luka Doncic héldu engin bönd þegar Dallas Mavericks sigraði Los Angeles Clippers, 112-105, í NBA-deildinni í nótt. Slóveninn skoraði 51 stig, þar af 28 í 1. leikhluta, tók níu fráköst og gaf sex stoðsendingar. Doncic hitti úr sautján af 26 skotum sínum. Hann vantaði aðeins tvö stig til að jafna met Dirks Nowitzki yfir flest stig í leik í deildakeppninni fyrir Dallas. Luka Doncic's 51 points are tied for the second-most points scored by a @dallasmavs player in a regular-season game:Dirk Nowitzki (53 PTS) 12/02/04Dirk Nowitzki (51 PTS) 3/23/06Luka Doncic (51 PTS) 2/10/22 https://t.co/pmJU7HSBIr— NBA.com/Stats (@nbastats) February 11, 2022 Doncic og félagar hafa unnið fjóra leiki í röð og eru í 5. sæti Vesturdeildarinnar. Clippers er í 8. sæti hennar. Phoenix Suns vann Milwaukee Bucks, 131-107, í leik liðanna sem mættust í úrslitum NBA síðasta vor. Þetta var fjórði sigur Phoenix í röð en liðið er á toppi Vesturdeildarinnar. DeAndre Ayton skoraði 27 stig fyrir Phoenix og hitti úr tólf af fjórtán skotum sínum. Mikal Bridges skoraði átján stig, Devin Booker og Chris Paul sautján stig hvor og Paul gaf einnig nítján stoðsendingar. Chris Paul dimed out 19 AST as he powered the @Suns to their 4th straight win in a rematch of of the 2021 NBA Finals! #ValleyProud@CP3: 17 PTS | 7 REB | 19 AST | 2 STL pic.twitter.com/mhUwFnJAaI— NBA (@NBA) February 11, 2022 Khris Middleton og Jrue Holiday skoruðu 21 stig hvor fyrir Milwaukee sem er í 4. sæti Austurdeildarinnar. New York Knicks vann góðan sigur á Golden State Warriors á útivelli, 114-116. Julius Randle skoraði 28 stig, tók sextán fráköst og gaf sjö stoðsendingar í liði Knicks. Evan Fournier skoraði 22 stig. Julius Randle dropped BUCKETS for the @nyknicks to lift them to victory in The Bay! #NewYorkForever@J30_RANDLE: 28 PTS, 16 REB, 7 AST pic.twitter.com/rkQeAMa0qJ— NBA (@NBA) February 11, 2022 Stephen Curry skoraði 35 stig fyrir Golden State og gaf tíu stoðsendingar. Liðið hefur tapað tveimur leikjum í röð. Úrslitin í nótt Dallas 112-105 LA Clippers Phoenix 131-107 Milwaukee Golden State 114-116 NY Knicks Detroit 107-132 Memphis Washington 113-112 Brooklyn New Orleans 97-112 Miami Houston 120-139 Toronto NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti Dagskráin í dag: Íslenskur fótbolti, úrslitakeppni NBA, Formúla 1 og margt fleira Sport Fleiri fréttir „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Sjá meira
Slóveninn skoraði 51 stig, þar af 28 í 1. leikhluta, tók níu fráköst og gaf sex stoðsendingar. Doncic hitti úr sautján af 26 skotum sínum. Hann vantaði aðeins tvö stig til að jafna met Dirks Nowitzki yfir flest stig í leik í deildakeppninni fyrir Dallas. Luka Doncic's 51 points are tied for the second-most points scored by a @dallasmavs player in a regular-season game:Dirk Nowitzki (53 PTS) 12/02/04Dirk Nowitzki (51 PTS) 3/23/06Luka Doncic (51 PTS) 2/10/22 https://t.co/pmJU7HSBIr— NBA.com/Stats (@nbastats) February 11, 2022 Doncic og félagar hafa unnið fjóra leiki í röð og eru í 5. sæti Vesturdeildarinnar. Clippers er í 8. sæti hennar. Phoenix Suns vann Milwaukee Bucks, 131-107, í leik liðanna sem mættust í úrslitum NBA síðasta vor. Þetta var fjórði sigur Phoenix í röð en liðið er á toppi Vesturdeildarinnar. DeAndre Ayton skoraði 27 stig fyrir Phoenix og hitti úr tólf af fjórtán skotum sínum. Mikal Bridges skoraði átján stig, Devin Booker og Chris Paul sautján stig hvor og Paul gaf einnig nítján stoðsendingar. Chris Paul dimed out 19 AST as he powered the @Suns to their 4th straight win in a rematch of of the 2021 NBA Finals! #ValleyProud@CP3: 17 PTS | 7 REB | 19 AST | 2 STL pic.twitter.com/mhUwFnJAaI— NBA (@NBA) February 11, 2022 Khris Middleton og Jrue Holiday skoruðu 21 stig hvor fyrir Milwaukee sem er í 4. sæti Austurdeildarinnar. New York Knicks vann góðan sigur á Golden State Warriors á útivelli, 114-116. Julius Randle skoraði 28 stig, tók sextán fráköst og gaf sjö stoðsendingar í liði Knicks. Evan Fournier skoraði 22 stig. Julius Randle dropped BUCKETS for the @nyknicks to lift them to victory in The Bay! #NewYorkForever@J30_RANDLE: 28 PTS, 16 REB, 7 AST pic.twitter.com/rkQeAMa0qJ— NBA (@NBA) February 11, 2022 Stephen Curry skoraði 35 stig fyrir Golden State og gaf tíu stoðsendingar. Liðið hefur tapað tveimur leikjum í röð. Úrslitin í nótt Dallas 112-105 LA Clippers Phoenix 131-107 Milwaukee Golden State 114-116 NY Knicks Detroit 107-132 Memphis Washington 113-112 Brooklyn New Orleans 97-112 Miami Houston 120-139 Toronto NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Dallas 112-105 LA Clippers Phoenix 131-107 Milwaukee Golden State 114-116 NY Knicks Detroit 107-132 Memphis Washington 113-112 Brooklyn New Orleans 97-112 Miami Houston 120-139 Toronto
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti Dagskráin í dag: Íslenskur fótbolti, úrslitakeppni NBA, Formúla 1 og margt fleira Sport Fleiri fréttir „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Sjá meira