Um er að ræða spurningaþátt sem tengist stórleikjum helgarinnar á Stöð 2 Sport. Heiðursstúkan verður sýndur á Vísi alla föstudaga. Jóhann Fjalar Skaptason stýrir þættinum.
Þema fyrsta þáttarins er Super Bowl enda fer úrslitaleikur NFL-deildarinnar fram á sunnudagskvöldið.
Í þættinum mætast þeir Henry Birgir Gunnarsson, íþróttastjóri Sýnar, og athafnamaðurinn Steinþór Helgi Arnsteinsson.
Óhætt er að segja að pressan sé á Henry enda hefur hann fjallað um og lýst NFL í áraraðir. Steinþór er þó enginn aukvisi þegar kemur að spurningakeppnum enda gömul Gettu betur kempa.
Heiðursstúkuna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.