Finnur Freyr: Frábært að fara á erfiðan útivöll og ná í sigur Sverrir Mar Smárason skrifar 17. febrúar 2022 20:46 Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Valsmanna, var ánægður með sigur sinna manna í kvöld. Vísir/Vilhelm Valsmenn unnu góðan 83-80 sigur á ÍR í Subway-deild karla í körfubolta í Breiðholtinu í kvöld. Finnur Freyr, þjálfari Vals, var mjög ánægður með sigur sinna manna eftir leik. „Bara gríðarlega ánægðir og sáttir. Frábært að fara á erfiðan útivöll og ná í sigur. Sérstaklega frammistöðu okkar í 4. leikhluta í síðustu tveimur leikjum þá var ég mjög ánægður með það hvernig við stigum upp í dag,“ sagði Finnur Freyr. Leikur kvöldsins var mjög kaflaskiptur og liðin skiptust á því að eiga góða kafla. Valsmenn voru 9 stigum yfir í hálfleik en lentu svo undir í 3. leikhluta. „Við komum bara flatir og veikir út varnarlega í seinni hálfleik og það er ekki fyrr en Pálmi, Bensi og Hjálmar koma inn af bekknum og setja smá auka orku í varnarleikinn þá náum við að klukka þá betur. Svo á sama tíma þá skjótum við boltanum hræðilega fyrir utan þriggja stiga línuna miðað við í síðustu leikjum. Pablo og Kári voru að fá fín færi allan leikinn, plús það að það voru aðeins og mikið af sniðskotum að klikka. En við finnum það bara eins og í hinum þremur leikjunum að þegar vörnin er góð, þeir skora 19 stig í 4. leikhlutanum og þar af tveir neyðar þristar frá Simpson og vítaskot frá Igor, fyrir utan það var varnarleikurinn góður. Ef vörnin er þarna þá tekur það pressu af sókninni,“ sagði Finnur. Valsmenn hafa spilað lítið hraðmót undanfarnar vikur eftir að hafa lent í covid hléi í kringum jólin. Þeir fá nú smá hvíld þar sem landsleikjahlé verður á deildinni fram í byrjun mars. „Þetta er búið að vera mjög erfitt svona „mini-mót“ sem við fórum í. Lendum illa í Covid og allir leikmenn liðsins fá Covid. Við vorum ósáttir hvað við vorum látnir spila fljótt eftir það því við gátum ekkert æft í tvær vikur. Að fara úr tveggja vikna æfingapásu í þetta hraðmót var erfitt en mér fannst við leysa það á köflum vel en frammistaðan eftir því. Við þurfum að nýta þetta hlé vel, safna saman vopnum og reyna að ákveða hvernig við ætlum að gera þetta út mótið. Við erum bara spenntir og glaðir að fá smá helgarfrí núna og fara svo bara að gera það sem öll lið þurfa að gera og það er að æfa,“ sagði Finnur Freyr, þjálfari Vals, að lokum. Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - Valur 80-83 | Valsmenn unnu nauman sigur gegn ÍR-ingum Valur vann nauman þriggja stiga sigur er liðið heimsótti ÍR-inga í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 80-83. 17. febrúar 2022 20:04 Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Sjá meira
„Bara gríðarlega ánægðir og sáttir. Frábært að fara á erfiðan útivöll og ná í sigur. Sérstaklega frammistöðu okkar í 4. leikhluta í síðustu tveimur leikjum þá var ég mjög ánægður með það hvernig við stigum upp í dag,“ sagði Finnur Freyr. Leikur kvöldsins var mjög kaflaskiptur og liðin skiptust á því að eiga góða kafla. Valsmenn voru 9 stigum yfir í hálfleik en lentu svo undir í 3. leikhluta. „Við komum bara flatir og veikir út varnarlega í seinni hálfleik og það er ekki fyrr en Pálmi, Bensi og Hjálmar koma inn af bekknum og setja smá auka orku í varnarleikinn þá náum við að klukka þá betur. Svo á sama tíma þá skjótum við boltanum hræðilega fyrir utan þriggja stiga línuna miðað við í síðustu leikjum. Pablo og Kári voru að fá fín færi allan leikinn, plús það að það voru aðeins og mikið af sniðskotum að klikka. En við finnum það bara eins og í hinum þremur leikjunum að þegar vörnin er góð, þeir skora 19 stig í 4. leikhlutanum og þar af tveir neyðar þristar frá Simpson og vítaskot frá Igor, fyrir utan það var varnarleikurinn góður. Ef vörnin er þarna þá tekur það pressu af sókninni,“ sagði Finnur. Valsmenn hafa spilað lítið hraðmót undanfarnar vikur eftir að hafa lent í covid hléi í kringum jólin. Þeir fá nú smá hvíld þar sem landsleikjahlé verður á deildinni fram í byrjun mars. „Þetta er búið að vera mjög erfitt svona „mini-mót“ sem við fórum í. Lendum illa í Covid og allir leikmenn liðsins fá Covid. Við vorum ósáttir hvað við vorum látnir spila fljótt eftir það því við gátum ekkert æft í tvær vikur. Að fara úr tveggja vikna æfingapásu í þetta hraðmót var erfitt en mér fannst við leysa það á köflum vel en frammistaðan eftir því. Við þurfum að nýta þetta hlé vel, safna saman vopnum og reyna að ákveða hvernig við ætlum að gera þetta út mótið. Við erum bara spenntir og glaðir að fá smá helgarfrí núna og fara svo bara að gera það sem öll lið þurfa að gera og það er að æfa,“ sagði Finnur Freyr, þjálfari Vals, að lokum.
Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - Valur 80-83 | Valsmenn unnu nauman sigur gegn ÍR-ingum Valur vann nauman þriggja stiga sigur er liðið heimsótti ÍR-inga í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 80-83. 17. febrúar 2022 20:04 Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Sjá meira
Leik lokið: ÍR - Valur 80-83 | Valsmenn unnu nauman sigur gegn ÍR-ingum Valur vann nauman þriggja stiga sigur er liðið heimsótti ÍR-inga í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 80-83. 17. febrúar 2022 20:04