Segir sinn mann hafa hagað sér eins og kjána: „Hann á ekkert að vera rífa kjaft hérna“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. febrúar 2022 23:07 Helgi Már Magnússon, þjálfari KR, var ekki ánægður með framkomu sinna manna í kvöld. Vísir/Bára Dröfn „Fyrri hálfleikurinn var skelfilegur, við komum ótrúlega flatir og orkulitlir út í leikinn. Þeir fengu að gera það sem þeir vildu á meðan við virkuðum mjög vanstilltir,“ sagði Helgi Már Magnússon, þjálfari KR, eftir tap gegn Stjörnunni í Subway-deild karla í kvöld. „Ég hefði skilið þessa byrjun ef Isaiah Manderson [nýi bandaríski leikmaður KR] hefði byrjað inn á en þeir sem byrjuðu inn á eiga að þekkja hvorn annan og geta spilað saman. Svo var þessi vitleysa þegar Isaiah lætur reka sig út af í fyrri hálfleik eins og kjáni. Brynjar fær tæknivillu og var búinn að meiðast. Þetta var bara ömurlegur fyrri hálfleikur. Það er eitt þegar skotin detta ekki og lið spila frábærlega, þá er það bara þannig, en við eigum að geta stýrt orkustiginu og því sem við leggjum fram. Við vorum ekki að gera okkar besta.“ Helgi var ósáttur með hegðun sinna leikmanna undir lok fyrri hálfleiks. KR-ingar vildu fá eitthvað meira en ekki neitt á lokasekúndum hálfleiksins þegar Björn Kristjánsson skoraði úr sniðskoti og Tómas Þórður Hilmarsson reyndi að trufla skottilraun hans. „Já, ég tala við dómarann. Ég hef verið leikmaður og skil alveg að menn verði pirraðir en það gengur ekki að allir æsi sig og ég tala nú ekki um nýi leikmaðurinn sem er nýkominn til landsins. Hann á ekkert að vera rífa kjaft hérna. Mér fannst fullmikið að henda honum út af fyrir kjaftbrúk en allt í góðu með það.“ Helgi talaði um að Stjarnan hefði skorað nítján stig eftir sóknarfráköst en KR einungis fimm. Hann hefði viljað sjá sína menn stíga andstæðinga sína betur út. „Ég er ánægður með seinni hálfleikinn, flott barátta og við hefðum alveg getað gert þetta að leik. Það var svolítið erfitt að vera með tuttugu stig á bakinu í hálfleik.“ „Markmiðið úr þessu er að ná í sigra, byrja á því að koma okkur í úrslitakeppnina. Við erum búnir að lenda í endalausum seinkunum og frestunum á leikjum og núna hrúgast þetta allt inn í mars, fáum sjö leiki sem er skemmtilegt að hluta til. Við þurfum að reyna klífa upp töfluna.“ KR er með fjóra útlendinga en Helgi segir að áætlunin hafi verið að vera með þrjá leikmenn. Í glugganum hafi komið upp „smá basl“ sem breytti þeim áformum og því sé KR með fjóra erlenda leikmenn á sínum snærum. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. KR Stjarnan Subway-deild karla Tengdar fréttir Arnar með sneið á KR: Ekki í fyrsta sinn sem ég sé þá beita þessari taktík „Ég er ánægður að sigra, mér fannst við góðir í fyrri hálfleik en fórum svolítið að verjast í seinni hálfleik, vorum passívir og klaufar oft á tíðum. En það er alltaf gott að vinna KR,“ sagði Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar eftir ellefu stiga sigur á KR í kvöld. 17. febrúar 2022 22:59 Leik lokið: Stjarnan - KR 90-79 | Mikilvæg stig í baráttunni um úrslitakeppnissæti Stjarnan vann mikilvægan ellefu stiga sigur er liðið tók á móti KR í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur urðu 90-79, en bæði lið eru í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni. 17. febrúar 2022 21:55 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Fótbolti Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira
„Ég hefði skilið þessa byrjun ef Isaiah Manderson [nýi bandaríski leikmaður KR] hefði byrjað inn á en þeir sem byrjuðu inn á eiga að þekkja hvorn annan og geta spilað saman. Svo var þessi vitleysa þegar Isaiah lætur reka sig út af í fyrri hálfleik eins og kjáni. Brynjar fær tæknivillu og var búinn að meiðast. Þetta var bara ömurlegur fyrri hálfleikur. Það er eitt þegar skotin detta ekki og lið spila frábærlega, þá er það bara þannig, en við eigum að geta stýrt orkustiginu og því sem við leggjum fram. Við vorum ekki að gera okkar besta.“ Helgi var ósáttur með hegðun sinna leikmanna undir lok fyrri hálfleiks. KR-ingar vildu fá eitthvað meira en ekki neitt á lokasekúndum hálfleiksins þegar Björn Kristjánsson skoraði úr sniðskoti og Tómas Þórður Hilmarsson reyndi að trufla skottilraun hans. „Já, ég tala við dómarann. Ég hef verið leikmaður og skil alveg að menn verði pirraðir en það gengur ekki að allir æsi sig og ég tala nú ekki um nýi leikmaðurinn sem er nýkominn til landsins. Hann á ekkert að vera rífa kjaft hérna. Mér fannst fullmikið að henda honum út af fyrir kjaftbrúk en allt í góðu með það.“ Helgi talaði um að Stjarnan hefði skorað nítján stig eftir sóknarfráköst en KR einungis fimm. Hann hefði viljað sjá sína menn stíga andstæðinga sína betur út. „Ég er ánægður með seinni hálfleikinn, flott barátta og við hefðum alveg getað gert þetta að leik. Það var svolítið erfitt að vera með tuttugu stig á bakinu í hálfleik.“ „Markmiðið úr þessu er að ná í sigra, byrja á því að koma okkur í úrslitakeppnina. Við erum búnir að lenda í endalausum seinkunum og frestunum á leikjum og núna hrúgast þetta allt inn í mars, fáum sjö leiki sem er skemmtilegt að hluta til. Við þurfum að reyna klífa upp töfluna.“ KR er með fjóra útlendinga en Helgi segir að áætlunin hafi verið að vera með þrjá leikmenn. Í glugganum hafi komið upp „smá basl“ sem breytti þeim áformum og því sé KR með fjóra erlenda leikmenn á sínum snærum. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
KR Stjarnan Subway-deild karla Tengdar fréttir Arnar með sneið á KR: Ekki í fyrsta sinn sem ég sé þá beita þessari taktík „Ég er ánægður að sigra, mér fannst við góðir í fyrri hálfleik en fórum svolítið að verjast í seinni hálfleik, vorum passívir og klaufar oft á tíðum. En það er alltaf gott að vinna KR,“ sagði Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar eftir ellefu stiga sigur á KR í kvöld. 17. febrúar 2022 22:59 Leik lokið: Stjarnan - KR 90-79 | Mikilvæg stig í baráttunni um úrslitakeppnissæti Stjarnan vann mikilvægan ellefu stiga sigur er liðið tók á móti KR í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur urðu 90-79, en bæði lið eru í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni. 17. febrúar 2022 21:55 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Fótbolti Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira
Arnar með sneið á KR: Ekki í fyrsta sinn sem ég sé þá beita þessari taktík „Ég er ánægður að sigra, mér fannst við góðir í fyrri hálfleik en fórum svolítið að verjast í seinni hálfleik, vorum passívir og klaufar oft á tíðum. En það er alltaf gott að vinna KR,“ sagði Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar eftir ellefu stiga sigur á KR í kvöld. 17. febrúar 2022 22:59
Leik lokið: Stjarnan - KR 90-79 | Mikilvæg stig í baráttunni um úrslitakeppnissæti Stjarnan vann mikilvægan ellefu stiga sigur er liðið tók á móti KR í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur urðu 90-79, en bæði lið eru í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni. 17. febrúar 2022 21:55