Íbúar himinlifandi með að búið sé að bjarga húsunum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 21. febrúar 2022 11:36 Hjónin Magnús Reyr og Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir eru ánægð með nýjustu vendingar í málinu og líður nú öruggum með húsnæði sitt. vísir/egill Íbúar við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði fagna því að bærinn hafi fallið frá því að veita heimild til að fjarlægja 19 hús við vesturhlið vegarins til að rýmka til fyrir borgarlínu. Formaður skipulags- og byggingarráðs segir málið hafa verið byggt á misskilningi; aldrei hafi staðið til að fjarlægja húsin, sem verði nú færð inn á verndarsvæði svo íbúum líði enn öruggari. „Þetta er auðvitað bara mikið fagnaðarefni og það sem við vildum. Allir í húsunum hérna í götunni eru búnir að vera læstir inni með sínar eignir. Það hefur enginn viljað fara í endurbætur eða framkvæmdir á húsunum af ótta við að þau yrðu svo bara færð í burtu eða rifin,“ segir Magnús Reyr Agnarsson, einn íbúa við veginn. Heimildin olli misskilningi Fjallað var um það í kvöldfréttum Stöðvar 2 á sínum tíma hve ósáttir íbúar væru við bæinn í málinu en á nýju deiliskipulagi sem er í umsóknarferli var upprunalega veitt heimild til að fjarlægja þessi 19 hús við vesturhlið Reykjavíkurvegar til að rýmka til fyrir borgarlínu, sem á að liggja um veginn. Nú hefur þessi heimild hins vegar verið tekin út úr deiliskipulaginu. „Þetta var farið að valda ákveðnum misskilningi þannig við tókum þessa heimild út úr skipulaginu,“ segir Ólafur Ingi Tómasson, formaður skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar í samtali við Vísi. Hann segir að aldrei hafi staðið til að fjarlægja húsin. „Það er alveg vitað að það gerist ekkert nema íbúarnir séu með í því. Það komu athugasemdir frá þeim um þetta atriði, þær voru teknar fyrir í bæjarstjórn og samþykkt að taka þetta út. Það hefur núna verið tekið tillit til langflestra athugasemdanna við þetta skipulag,“ segir Ólafur Ingi. Ólafur Ingi segir að ráðið hafi einnig ákveðið að stækka verndarsvæðið í Vesturbænum.vísir/egill Verða vernduð fyrir framtíðar bæjarstjórnum Þá stendur einnig til að stækka fyrirhugað verndarsvæði í hverfinu, sem kallast gamli Vesturbærinn, þannig að umrædd hús verði innan þess. Íbúarnir höfðu einmitt gagnrýnt það að húsin sem stæðu næst Reykjavíkurvegi næðu ekki inn á nefndarsviðið. Ólafur Ingi segir að allir í skipulags- og byggingarráði séu sammála um að stækka verndarsvæðið svo það nái yfir húsin, en það hefur ekki verið samþykkt enn. „Við erum sammála um það í nefndinni, já, og það verður samþykkt bráðlega,“ segir hann. Vesturbær Hafnarfjarðar er hér hvítlitaður og verndarsvæðið innan hans litað daufblátt.Hafnarfjarðarbær Á myndinni hér að ofan má sjá Vesturbæ Hafnarfjarðar. Verndarsvæðið eins og það var teiknað upp fyrst er daufblátt á myndinni. Rauða línan sýnir hvar verndarsvæðið átti að taka enda í austurátt en bláa línan sýnir Reykjavíkurveginn. Þau hús sem lentu þarna á milli línanna átti því að vera hægt að fjarlægja í framtíðinni. Samkvæmt Ólafi Inga verður verndarlínan færð alveg upp að Reykjavíkurvegi svo húsin falli undir svæðið. Því fagnar íbúinn Magnús Reyr. „Það er mikilvægt að húsin séu á þessu verndarsvæði svo þau væru þá ekki að bjóða framtíðarbæjarstjórnum upp á það að þær gætu farið inn og tekið þessi hús. Það er ekki hægt þegar þau eru komin inn á verndarsvæðið,“ segir hann. Verndarsvæðið verður líklega að raunveruleika á fyrri hluta þessa árs en það er ekki á valdi Hafnarfjarðarbæjar eins að koma því á heldur þurfa nú ráðuneyti og Skipulagsstofnun að samþykkja það. Samgöngur Hafnarfjörður Skipulag Tengdar fréttir Vilja ekki frétta það á Facebook hvort húsið þeirra verði fjarlægt Margir íbúar við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði óttast nú að hús þeirra verði rifin eða færð svo hægt sé að rýmka til fyrir borgarlínu. Þeir saka bæinn um algert samráðs- og tillitsleysi í málinu. 30. nóvember 2021 20:30 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Sjá meira
„Þetta er auðvitað bara mikið fagnaðarefni og það sem við vildum. Allir í húsunum hérna í götunni eru búnir að vera læstir inni með sínar eignir. Það hefur enginn viljað fara í endurbætur eða framkvæmdir á húsunum af ótta við að þau yrðu svo bara færð í burtu eða rifin,“ segir Magnús Reyr Agnarsson, einn íbúa við veginn. Heimildin olli misskilningi Fjallað var um það í kvöldfréttum Stöðvar 2 á sínum tíma hve ósáttir íbúar væru við bæinn í málinu en á nýju deiliskipulagi sem er í umsóknarferli var upprunalega veitt heimild til að fjarlægja þessi 19 hús við vesturhlið Reykjavíkurvegar til að rýmka til fyrir borgarlínu, sem á að liggja um veginn. Nú hefur þessi heimild hins vegar verið tekin út úr deiliskipulaginu. „Þetta var farið að valda ákveðnum misskilningi þannig við tókum þessa heimild út úr skipulaginu,“ segir Ólafur Ingi Tómasson, formaður skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar í samtali við Vísi. Hann segir að aldrei hafi staðið til að fjarlægja húsin. „Það er alveg vitað að það gerist ekkert nema íbúarnir séu með í því. Það komu athugasemdir frá þeim um þetta atriði, þær voru teknar fyrir í bæjarstjórn og samþykkt að taka þetta út. Það hefur núna verið tekið tillit til langflestra athugasemdanna við þetta skipulag,“ segir Ólafur Ingi. Ólafur Ingi segir að ráðið hafi einnig ákveðið að stækka verndarsvæðið í Vesturbænum.vísir/egill Verða vernduð fyrir framtíðar bæjarstjórnum Þá stendur einnig til að stækka fyrirhugað verndarsvæði í hverfinu, sem kallast gamli Vesturbærinn, þannig að umrædd hús verði innan þess. Íbúarnir höfðu einmitt gagnrýnt það að húsin sem stæðu næst Reykjavíkurvegi næðu ekki inn á nefndarsviðið. Ólafur Ingi segir að allir í skipulags- og byggingarráði séu sammála um að stækka verndarsvæðið svo það nái yfir húsin, en það hefur ekki verið samþykkt enn. „Við erum sammála um það í nefndinni, já, og það verður samþykkt bráðlega,“ segir hann. Vesturbær Hafnarfjarðar er hér hvítlitaður og verndarsvæðið innan hans litað daufblátt.Hafnarfjarðarbær Á myndinni hér að ofan má sjá Vesturbæ Hafnarfjarðar. Verndarsvæðið eins og það var teiknað upp fyrst er daufblátt á myndinni. Rauða línan sýnir hvar verndarsvæðið átti að taka enda í austurátt en bláa línan sýnir Reykjavíkurveginn. Þau hús sem lentu þarna á milli línanna átti því að vera hægt að fjarlægja í framtíðinni. Samkvæmt Ólafi Inga verður verndarlínan færð alveg upp að Reykjavíkurvegi svo húsin falli undir svæðið. Því fagnar íbúinn Magnús Reyr. „Það er mikilvægt að húsin séu á þessu verndarsvæði svo þau væru þá ekki að bjóða framtíðarbæjarstjórnum upp á það að þær gætu farið inn og tekið þessi hús. Það er ekki hægt þegar þau eru komin inn á verndarsvæðið,“ segir hann. Verndarsvæðið verður líklega að raunveruleika á fyrri hluta þessa árs en það er ekki á valdi Hafnarfjarðarbæjar eins að koma því á heldur þurfa nú ráðuneyti og Skipulagsstofnun að samþykkja það.
Samgöngur Hafnarfjörður Skipulag Tengdar fréttir Vilja ekki frétta það á Facebook hvort húsið þeirra verði fjarlægt Margir íbúar við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði óttast nú að hús þeirra verði rifin eða færð svo hægt sé að rýmka til fyrir borgarlínu. Þeir saka bæinn um algert samráðs- og tillitsleysi í málinu. 30. nóvember 2021 20:30 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Sjá meira
Vilja ekki frétta það á Facebook hvort húsið þeirra verði fjarlægt Margir íbúar við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði óttast nú að hús þeirra verði rifin eða færð svo hægt sé að rýmka til fyrir borgarlínu. Þeir saka bæinn um algert samráðs- og tillitsleysi í málinu. 30. nóvember 2021 20:30