Braut gegn dóttur sinni og tveimur systurdætrum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. febrúar 2022 18:14 Karlmaðurinn kom fyrir dóm Héraðsdóms Reykjaness og játaði sök að öllu leyti. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn ungri dóttur sinni og tveimur systurdætrum sínum. Honum er gert að greiða stúlkunum samanlagt fimm og hálfa milljóna króna í bætur. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness fyrir helgi. Héraðssaksóknari ákærði karlmanninn fyrir brot gegn stúlkunum. Ekki kemur fram í dómi héraðsdóms hvenær brotin áttu sér stað. Lögregla lagði hald á Lenovo IdeaPad fartölvu karlmannsins í desember 2020. Kynferðislegt myndefni fannst á tölvu mannsins. Varað er við lýsingum á brotum mannsins hér að neðan. Karlmaðurinn var í fyrsta lagi ákærður fyrir brot gegn dóttur sinni sem þá var tólf ára gömul. Í brotunum fólst meðal annars nauðgun, kynferðisbrot gegn barni og stórfellt brot í nánu sambandi með því að hafa haft önnur kynferðismök en samræði við dóttur sína. Nýtti hann sér yfirburði sína gagnvart stúlkunni og traust hennar og trúnað til hans sem föður. Sleikti hann ítrekað á henni kynfærin, strauk og hrækti á. Þá reyndi hann í eitt skipti að stinga getnaðarlimi í endaþarm hennar. Með háttseminni var lífi, heilsu og velferð stúlkunnar ógnað á alvarlegan og sérstaklega sársaukafullan og meiðandi hátt, segir í ákærunni. Þá var hann ákærður fyrir að hafa tekið myndir og myndbönd af berum kynfærum dóttur sinnar og myndband af honum að sleikja kynfærin. Karlmaðurinn var ekki aðeins ákærður fyrir brot gegn eigin dóttur heldur líka tveimur ungum systurdætrum með svipuðum hætti. Karlmaðurinn hafði í fartölvu sinni, sem haldlögð var í aðgerðum lögreglu í desember 2020, fundust sjö ljósmyndir sem sýndu börn á kynferðislegan eða klámfengin hátt. Þá lá fyrir að hann skoðaði á sex daga tímabili myndir sem sýndu börn á kynferðislegan eða klámfengin hátt á Internetinu eða með annarri upplýsinga- eða fjarskiptatækni. Ummerki fundust í tölvunni þess efnis að hann hefði opnað 23 slíkar myndaskrár. Miskabótakröfunar vegna ungu stúlknanna hljóðaði upp á fimm milljónir, tvær milljónir og eina milljón króna. Ákærði játaði sök fyrir dómi. Var hæfileg refsing metin þrjú og hálft ár í fangelsi og bætur ákvarðaðar upp á þrjár milljónir, eina og hálfa og eina milljón króna. Dómur Héraðsdóms Reykjaness. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Sjá meira
Héraðssaksóknari ákærði karlmanninn fyrir brot gegn stúlkunum. Ekki kemur fram í dómi héraðsdóms hvenær brotin áttu sér stað. Lögregla lagði hald á Lenovo IdeaPad fartölvu karlmannsins í desember 2020. Kynferðislegt myndefni fannst á tölvu mannsins. Varað er við lýsingum á brotum mannsins hér að neðan. Karlmaðurinn var í fyrsta lagi ákærður fyrir brot gegn dóttur sinni sem þá var tólf ára gömul. Í brotunum fólst meðal annars nauðgun, kynferðisbrot gegn barni og stórfellt brot í nánu sambandi með því að hafa haft önnur kynferðismök en samræði við dóttur sína. Nýtti hann sér yfirburði sína gagnvart stúlkunni og traust hennar og trúnað til hans sem föður. Sleikti hann ítrekað á henni kynfærin, strauk og hrækti á. Þá reyndi hann í eitt skipti að stinga getnaðarlimi í endaþarm hennar. Með háttseminni var lífi, heilsu og velferð stúlkunnar ógnað á alvarlegan og sérstaklega sársaukafullan og meiðandi hátt, segir í ákærunni. Þá var hann ákærður fyrir að hafa tekið myndir og myndbönd af berum kynfærum dóttur sinnar og myndband af honum að sleikja kynfærin. Karlmaðurinn var ekki aðeins ákærður fyrir brot gegn eigin dóttur heldur líka tveimur ungum systurdætrum með svipuðum hætti. Karlmaðurinn hafði í fartölvu sinni, sem haldlögð var í aðgerðum lögreglu í desember 2020, fundust sjö ljósmyndir sem sýndu börn á kynferðislegan eða klámfengin hátt. Þá lá fyrir að hann skoðaði á sex daga tímabili myndir sem sýndu börn á kynferðislegan eða klámfengin hátt á Internetinu eða með annarri upplýsinga- eða fjarskiptatækni. Ummerki fundust í tölvunni þess efnis að hann hefði opnað 23 slíkar myndaskrár. Miskabótakröfunar vegna ungu stúlknanna hljóðaði upp á fimm milljónir, tvær milljónir og eina milljón króna. Ákærði játaði sök fyrir dómi. Var hæfileg refsing metin þrjú og hálft ár í fangelsi og bætur ákvarðaðar upp á þrjár milljónir, eina og hálfa og eina milljón króna. Dómur Héraðsdóms Reykjaness.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Sjá meira