Sjúkdómur kemur í veg fyrir að sænsk körfuboltakona spili í WNBA-deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2022 14:00 Klara Lundquist í leik með sænska landsliðinu á Eurobasket 2019. Getty/Srdjan Stevanovic Klara Lundquist er ein efnilegasta körfuboltakona Svía og var komin á samning hjá Washington Mystics í WNBA-deildinni. Það verður þó ekkert af því að hún spili þar í ár. Klara er 22 ára gömul og er þegar kominn í stórt hlutverk í sænska landsliðinu. Hún fór á kostum með Alvik 2020-21 tímabilið þar sem hún var með 21,8 stig, 6,7 stoðsendingar og 2,9 stolna bolta í leik. Instagram Klara byrjaði þetta tímabil með pólska liðinu Arka Gdynia en varð að segja upp samningi sínum og snúa heim til Svíþjóðar vegna veikinda. Hún átti að ganga til liðs við Washington Mystics þegar WNBA-deildin hefst í sumar. Klara var hins vegar orkulaus og kraftlítil og nú er komið í ljós að hún er með Graves sjúkdóminn sem er ættlægur sjálfsofnæmissjúkdómur. Af einhverri ástæðu virðist líkaminn telja að skjaldkirtillinn sé utanaðkomandi hlutur sem beri að ráðast gegn. Þegar þetta kom í ljós þá sagði Washington Mystics upp samningnum við hana. „Ég hélt aldrei að þeir myndu finna eitthvað svona að mér en þeir gerðu það. Ég er byrjuð að taka lyf við þessu og ég er bara að bíða eftir því að geta byrjað að æfa aftur á fullu svo ég geti komið til baka sem fyrst,“ sagði Klara Lundquist við SVT. Instagram/@svt Auðvitað var það svekkjandi fyrir hana að missa af WNBA-deildinni. „Þeir þurfa að skipuleggja sitt tímabil og þurftu því að taka ákvörðun með mig áður en það kom í ljós hvort ég gæti spilað eða ekki. Þeir frestuðu samningnum um eitt ár eins og þeir gerðu í fyrra líka. Það er svo leiðinlegt að fá ekki þetta tækifæri en vonandi kemur það bara næsta sumar í staðinn,“ sagði Klara. „Ég reyni að mæta á æfingarnar og hitta stelpurnar. Sjúkdómurinn hefur ekki mikil áhrif á mig í í daglega lífinu en það er bara þegar ég fer að æfa. Ég get lært og það er því bara körfuboltinn sem er í pásu,“ sagði Klara. Körfubolti Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Sjá meira
Klara er 22 ára gömul og er þegar kominn í stórt hlutverk í sænska landsliðinu. Hún fór á kostum með Alvik 2020-21 tímabilið þar sem hún var með 21,8 stig, 6,7 stoðsendingar og 2,9 stolna bolta í leik. Instagram Klara byrjaði þetta tímabil með pólska liðinu Arka Gdynia en varð að segja upp samningi sínum og snúa heim til Svíþjóðar vegna veikinda. Hún átti að ganga til liðs við Washington Mystics þegar WNBA-deildin hefst í sumar. Klara var hins vegar orkulaus og kraftlítil og nú er komið í ljós að hún er með Graves sjúkdóminn sem er ættlægur sjálfsofnæmissjúkdómur. Af einhverri ástæðu virðist líkaminn telja að skjaldkirtillinn sé utanaðkomandi hlutur sem beri að ráðast gegn. Þegar þetta kom í ljós þá sagði Washington Mystics upp samningnum við hana. „Ég hélt aldrei að þeir myndu finna eitthvað svona að mér en þeir gerðu það. Ég er byrjuð að taka lyf við þessu og ég er bara að bíða eftir því að geta byrjað að æfa aftur á fullu svo ég geti komið til baka sem fyrst,“ sagði Klara Lundquist við SVT. Instagram/@svt Auðvitað var það svekkjandi fyrir hana að missa af WNBA-deildinni. „Þeir þurfa að skipuleggja sitt tímabil og þurftu því að taka ákvörðun með mig áður en það kom í ljós hvort ég gæti spilað eða ekki. Þeir frestuðu samningnum um eitt ár eins og þeir gerðu í fyrra líka. Það er svo leiðinlegt að fá ekki þetta tækifæri en vonandi kemur það bara næsta sumar í staðinn,“ sagði Klara. „Ég reyni að mæta á æfingarnar og hitta stelpurnar. Sjúkdómurinn hefur ekki mikil áhrif á mig í í daglega lífinu en það er bara þegar ég fer að æfa. Ég get lært og það er því bara körfuboltinn sem er í pásu,“ sagði Klara.
Körfubolti Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Sjá meira