Skýrsla Ríkisendurskoðunar hrekur ásakanir um tollasvindl Ólafur Stephensen skrifar 25. febrúar 2022 08:00 Niðurstöður nýrrar stjórnsýsluúttektar Ríkisendurskoðunar á tollframkvæmd vegna landbúnaðarafurða sýna með óyggjandi hætti að ásakanir Bændasamtaka Íslands og Mjólkursamsölunnar á hendur innflutningsfyrirtækjum, um stórfellt svindl við innflutning á pitsuosti, áttu ekki við nein rök að styðjast. Þá staðfestir skýrsla Ríkisendurskoðunar allar þær niðurstöður sem Félag atvinnurekenda komst að, eftir að hafa skoðað innflutning eigin félagsmanna á pitsuosti. Ásökunum um tollasvindl svarað Haustið 2020 höfðu ýmsir talsmenn landbúnaðarins uppi stór orð um lögbrot, misferli og smygl á vegum innflytjenda matvöru vegna misræmis í tölum um útflutning búvara frá ríkjum Evrópusambandsins og tölum Hagstofunnar um innflutning til Íslands. Í því samhengi var sérstaklega nefndur innflutningur á pitsuosti, sem inniheldur jurtaolíu og hafði um langt skeið verið fluttur inn til landsins án tolla. Í sjónvarpsþætti í apríl í fyrra bætti Erna Bjarnadóttir, talsmaður Mjólkursamsölunnar, um betur og sakaði innflutningsfyrirtæki um fölsun á tollskýrslum og að skrá pitsuosta í rangan tollflokk. Þessum ásökunum svaraði Félag atvinnurekenda ýtarlega, eftir að hafa gert eigin athugun hjá félagsmönnum sem flytja inn pitsuosta þar sem jurtaolíu er blandað saman við ost úr kúamjólk. Niðurstöðurnar voru m.a. að í öllum tilvikum væri verið að flytja ost inn til Íslands á sama tollnúmeri og hann hefði verið fluttur út frá Evrópusambandinu, þannig að skýringuna á misræmi í tölum væri ekki að finna í því að tollflokkaskráningu væri breytt. Þá væri í öllum tilvikum um það að ræða að fyrirtækin hefðu flutt vörurnar inn á tilteknum tollnúmerum með fullri vitneskju og samþykki íslenzkra tollayfirvalda. Umræddar vörur hefðu þannig verið flokkaðar í þann tollflokk sem bæði framleiðendur þeirra og íslenzk tollayfirvöld hefðu talið að ætti að flokka þær í. Almennt væri viðurkennt, af tollayfirvöldum flestra landa og Alþjóðatollamálastofnuninni, að við blöndun jurtaolíu við ost teldist varan ekki lengur hefðbundinn ostur og færðist á milli tollflokka. Það sem í raun átti sér stað í pitsuostamálinu var að fjármálaráðuneytið og atvinnuvegaráðuneytið, undir miklum þrýstingi frá hagsmunaaðilum í landbúnaði, beittu Skattinn þrýstingi til að þvinga fram endurtollflokkun pitsuostanna, þvert á álit sérfræðinga tollgæslustjóra. Tollframkvæmdin var í samræmi við flokkun ESB Í skýrslu Ríkisendurskoðunar segir: „Ríkisendurskoðun vekur athygli á að misræmið á milli tollflokkunar Íslands annars vegar og Evrópusambandsins hins vegar á þessari tilteknu vöru er nú á annan veg en talið var þegar hagsmunaaðilar hófu athugun sína á málinu í ársbyrjun 2020. Þá var talið að íslensk tollyfirvöld væru að tollafgreiða jurtaost sem fluttur væri út frá Evrópusambandinu undir 4. kafla inn til Íslands undir 21. kafla. Af gögnum málsins virðist þetta ekki hafa verið raunin því eldri tollframkvæmd Skattsins mun þá hafa verið í samræmi við tollflokkun Evrópusambandsins. Ósamræmi í hagtölum milli Íslands og Evrópusambandsins hvað þessa tilteknu vöru varðar virðist því fyrst verða til eftir að Skatturinn ákveður að varan skuli tollflokkast í 4. kafla tollskrár.“ Dómur Landsréttar ekki í samræmi við gögn málsins Ríkisendurskoðun fjallar um nýlegt dómsmál, þar sem staðfestur var úrskurður tollgæslustjóra um að pitsuostur sem félagsmaður FA flutti inn skyldi færast í 4. kafla tollskrárinnar, sem ber háa tolla. Stofnunin fer ýtarlega yfir gögn málsins og segir að þau gögn, sem hún hafi undir höndum, bendi til þess að osturinn sem um ræðir flokkist í 21. kafla tollskrár innan Evrópusambandsins. Hér á landi bera vörur í 21. kafla ekki tolla. Ríkisendurskoðun vísar bæði til bindandi álits belgískra tollayfirvalda um tollflokkun vörunnar og til formlegrar staðfestingar framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins til Skattsins á því að vöruna beri að flokka í þann tollflokk. Þess ber að geta að fjármála- og atvinnuvegaráðuneytið, auk Bændasamtakanna og Mjólkursamsölunnar, byggðu allan sinn rökstuðning í málinu á einum tölvupósti frá starfsmanni Evrópusambandsins sem nú er hættur störfum, um að varan ætti að flokkast á annan hátt. Framkvæmdastjórnin hefur síðar staðfest, m.a. við FA, að sá tölvupóstur sé ekki formleg afstaða ESB. Þá vitnar Ríkisendurskoðun til nýlegs bréfs Alþjóðatollamálastofnunarinnar, WCO, til Skattsins um að ekki sé grundvöllur til að tollflokka ost í 4. kafla tollskrár, hafi mjólkurfitu að einhverju leyti verið skipt út við jurtafitu við framleiðslu vörunnar. Áðurnefndum dómi Landsréttar verður áfrýjað til Hæstaréttar og er ljóst að þau gögn, sem Ríkisendurskoðun byggir niðurstöður sínar á, setja málflutning íslenzka ríkisins í því máli í alveg nýtt ljós. Tekið skal fram að ríkið lagði umrædd gögn ekki fram í málinu, en innflytjandinn fékk fyrst vitneskju um þau þegar lögmaður ríkisins vísaði til þeirra í munnlegum málflutningi fyrir Landsrétti. Erfitt fyrir fyrirtæki að sitja undir ásökunum um misferli FA fagnar þessum niðurstöðum Ríkisendurskoðunar og því að stofnunin leiði fram gögn sem varpa skýru ljósi á málið. Það er að sjálfsögðu alltaf erfitt fyrir fyrirtæki að sitja undir ásökunum um lögbrot og misferli. Félag atvinnurekenda hefur fyrir hönd sinna félagsmanna svarað þeim ásökunum málefnalega og eftir beztu vitund og kemur ekki á óvart að Ríkisendurskoðun skuli staðfesta allt sem félagið hefur haldið fram í málinu. Talsmenn landbúnaðarins mættu hins vegar gjarnan biðjast afsökunar á stóryrðunum. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Skattar og tollar Stjórnsýsla Mest lesið Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Sjá meira
Niðurstöður nýrrar stjórnsýsluúttektar Ríkisendurskoðunar á tollframkvæmd vegna landbúnaðarafurða sýna með óyggjandi hætti að ásakanir Bændasamtaka Íslands og Mjólkursamsölunnar á hendur innflutningsfyrirtækjum, um stórfellt svindl við innflutning á pitsuosti, áttu ekki við nein rök að styðjast. Þá staðfestir skýrsla Ríkisendurskoðunar allar þær niðurstöður sem Félag atvinnurekenda komst að, eftir að hafa skoðað innflutning eigin félagsmanna á pitsuosti. Ásökunum um tollasvindl svarað Haustið 2020 höfðu ýmsir talsmenn landbúnaðarins uppi stór orð um lögbrot, misferli og smygl á vegum innflytjenda matvöru vegna misræmis í tölum um útflutning búvara frá ríkjum Evrópusambandsins og tölum Hagstofunnar um innflutning til Íslands. Í því samhengi var sérstaklega nefndur innflutningur á pitsuosti, sem inniheldur jurtaolíu og hafði um langt skeið verið fluttur inn til landsins án tolla. Í sjónvarpsþætti í apríl í fyrra bætti Erna Bjarnadóttir, talsmaður Mjólkursamsölunnar, um betur og sakaði innflutningsfyrirtæki um fölsun á tollskýrslum og að skrá pitsuosta í rangan tollflokk. Þessum ásökunum svaraði Félag atvinnurekenda ýtarlega, eftir að hafa gert eigin athugun hjá félagsmönnum sem flytja inn pitsuosta þar sem jurtaolíu er blandað saman við ost úr kúamjólk. Niðurstöðurnar voru m.a. að í öllum tilvikum væri verið að flytja ost inn til Íslands á sama tollnúmeri og hann hefði verið fluttur út frá Evrópusambandinu, þannig að skýringuna á misræmi í tölum væri ekki að finna í því að tollflokkaskráningu væri breytt. Þá væri í öllum tilvikum um það að ræða að fyrirtækin hefðu flutt vörurnar inn á tilteknum tollnúmerum með fullri vitneskju og samþykki íslenzkra tollayfirvalda. Umræddar vörur hefðu þannig verið flokkaðar í þann tollflokk sem bæði framleiðendur þeirra og íslenzk tollayfirvöld hefðu talið að ætti að flokka þær í. Almennt væri viðurkennt, af tollayfirvöldum flestra landa og Alþjóðatollamálastofnuninni, að við blöndun jurtaolíu við ost teldist varan ekki lengur hefðbundinn ostur og færðist á milli tollflokka. Það sem í raun átti sér stað í pitsuostamálinu var að fjármálaráðuneytið og atvinnuvegaráðuneytið, undir miklum þrýstingi frá hagsmunaaðilum í landbúnaði, beittu Skattinn þrýstingi til að þvinga fram endurtollflokkun pitsuostanna, þvert á álit sérfræðinga tollgæslustjóra. Tollframkvæmdin var í samræmi við flokkun ESB Í skýrslu Ríkisendurskoðunar segir: „Ríkisendurskoðun vekur athygli á að misræmið á milli tollflokkunar Íslands annars vegar og Evrópusambandsins hins vegar á þessari tilteknu vöru er nú á annan veg en talið var þegar hagsmunaaðilar hófu athugun sína á málinu í ársbyrjun 2020. Þá var talið að íslensk tollyfirvöld væru að tollafgreiða jurtaost sem fluttur væri út frá Evrópusambandinu undir 4. kafla inn til Íslands undir 21. kafla. Af gögnum málsins virðist þetta ekki hafa verið raunin því eldri tollframkvæmd Skattsins mun þá hafa verið í samræmi við tollflokkun Evrópusambandsins. Ósamræmi í hagtölum milli Íslands og Evrópusambandsins hvað þessa tilteknu vöru varðar virðist því fyrst verða til eftir að Skatturinn ákveður að varan skuli tollflokkast í 4. kafla tollskrár.“ Dómur Landsréttar ekki í samræmi við gögn málsins Ríkisendurskoðun fjallar um nýlegt dómsmál, þar sem staðfestur var úrskurður tollgæslustjóra um að pitsuostur sem félagsmaður FA flutti inn skyldi færast í 4. kafla tollskrárinnar, sem ber háa tolla. Stofnunin fer ýtarlega yfir gögn málsins og segir að þau gögn, sem hún hafi undir höndum, bendi til þess að osturinn sem um ræðir flokkist í 21. kafla tollskrár innan Evrópusambandsins. Hér á landi bera vörur í 21. kafla ekki tolla. Ríkisendurskoðun vísar bæði til bindandi álits belgískra tollayfirvalda um tollflokkun vörunnar og til formlegrar staðfestingar framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins til Skattsins á því að vöruna beri að flokka í þann tollflokk. Þess ber að geta að fjármála- og atvinnuvegaráðuneytið, auk Bændasamtakanna og Mjólkursamsölunnar, byggðu allan sinn rökstuðning í málinu á einum tölvupósti frá starfsmanni Evrópusambandsins sem nú er hættur störfum, um að varan ætti að flokkast á annan hátt. Framkvæmdastjórnin hefur síðar staðfest, m.a. við FA, að sá tölvupóstur sé ekki formleg afstaða ESB. Þá vitnar Ríkisendurskoðun til nýlegs bréfs Alþjóðatollamálastofnunarinnar, WCO, til Skattsins um að ekki sé grundvöllur til að tollflokka ost í 4. kafla tollskrár, hafi mjólkurfitu að einhverju leyti verið skipt út við jurtafitu við framleiðslu vörunnar. Áðurnefndum dómi Landsréttar verður áfrýjað til Hæstaréttar og er ljóst að þau gögn, sem Ríkisendurskoðun byggir niðurstöður sínar á, setja málflutning íslenzka ríkisins í því máli í alveg nýtt ljós. Tekið skal fram að ríkið lagði umrædd gögn ekki fram í málinu, en innflytjandinn fékk fyrst vitneskju um þau þegar lögmaður ríkisins vísaði til þeirra í munnlegum málflutningi fyrir Landsrétti. Erfitt fyrir fyrirtæki að sitja undir ásökunum um misferli FA fagnar þessum niðurstöðum Ríkisendurskoðunar og því að stofnunin leiði fram gögn sem varpa skýru ljósi á málið. Það er að sjálfsögðu alltaf erfitt fyrir fyrirtæki að sitja undir ásökunum um lögbrot og misferli. Félag atvinnurekenda hefur fyrir hönd sinna félagsmanna svarað þeim ásökunum málefnalega og eftir beztu vitund og kemur ekki á óvart að Ríkisendurskoðun skuli staðfesta allt sem félagið hefur haldið fram í málinu. Talsmenn landbúnaðarins mættu hins vegar gjarnan biðjast afsökunar á stóryrðunum. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun