Börsungar mættu virkilega ákveðnir til leiks og höfðu náð tveggja marka forystu eftir þrettán mínútna leik með mörkum Jordi Alba og Frenkie De Jong. Lorenzo Insigne minnkaði muninn með marki úr vítaspyrnu á 23.mínútu en Gerard Pique sá til þess að Barcelona færi með þriggja marka forystu í leikhléið.
Pierre Emerick Aubameyang skoraði fjórða mark Börsunga eftir stoðsendingu Adama Traore en Matteo Politano klóraði í bakkann fyrir heimamenn. Lokatölur því 2-4 og samtals 5-3 fyrir Barcelona.
Real Betis er komið áfram eftir markalaust jafntefli við Zenit á Spáni en Betis vann fyrri leikinn 2-3.
Glasgow Rangers gerði sér lítið fyrir og fleygði Borussia Dortmund úr keppni en liðin skildu jöfn í Skotlandi í kvöld, 2-2 og Rangers því samanlagt áfram 6-4.
RANGERS HAVE KNOCKED DORTMUND OUT OF EUROPE
— SPORTbible (@sportbible) February 24, 2022
Rangers beat Borussia Dortmund 6-4 to reach the last 16. Historic night for the club and for Scottish football. Ibrox is ROCKING! https://t.co/xUapiyanWB
Í Sambandsdeild Evrópu kljást Íslendingarnir Sverrir Ingi Ingason og Elías Rafn Ólafsson í einvígi Midtjylland og PAOK en liðin eigast við í Grikklandi og var staðan 2-1 fyrir PAOK að loknum 90 mínútum. Það þýðir að framlengja þurfti leikinn þar sem Midtjylland vann fyrri leikinn 1-0.