Clippers unnu baráttuna um borg englana Atli Arason skrifar 26. febrúar 2022 09:30 Los Angeles Clippers þurftu hvorki á Paul George né Kawhi Leonard að halda í sigri á Lakers. Báðir eru þeir enn þá á meiðlalista Clippers. (Keith Birmingham/The Orange County Register via AP) Níu leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Tveir þeirra fóru alla leið í framlengingu en LeBron James og félögum tókst ekki að knýja fram framlegingu í Los Angeles. LA Lakers 102-105 LA Clippers LA Clippers vann sinn sjötta leik í röð á LA Lakers í nótt. LeBron James var stigahæsti leikmaður vallarins með 21 stig og 11 fráköst en Terance Mann var stigahæstur hjá Clippers með 19 stig, ásamt því að taka 10 fráköst. Clippers styrka stöðuna sína í áttunda sæti vestur deildarinnar með sigrinum en Lakers er áfram í níunda sæti, tveimur sigrum á undan Portland Trail Blazers. Phoenix Suns 102-117 New Orleans Pelicans Eftir átta sigurleiki í röð töpuðu Suns nokkuð óvænt gegn Pelicans á heimavelli með 15 stiga mun. CJ McCollum, sem skipti yfir til Pelicans fyrr í þessum mánuði var stigahæsti leikmaður vallarins með 32 stig. Devin Booker gerði 30 stig fyrir Suns. Suns eru áfram á toppi vestur deildarinnar á meðan Pelicans eru í 12. sæti. Utah Jazz 114-109 Dallas Mavericks Tvöföld tvenna Luka Dončić dugði Mavericks ekki til sigurs á Utah Jazz. Dončić var með 23 stig, 11 stoðsendingar og 7 fráköst í fimm stiga tapi. Donovan Michell var stigahæsti leikmaður vallarins með 33 stig fyrir Jazz. Jazz styrkti stöðu sína í fjórða sæti deildarinnar með sigrinum en Mavericks eru áfram í fimmta sæti. Minnesota Timberwolves 102-133 Philadelphia 76ers 76ers gjörsigraði Timberwolves með 31 stigi en 76ers unnu alla leikhlutana og sigur þeirra var aldrei í hættu. Hjá 76ers var Joel Embiid stigahæstur með 34 stig, 10 fráköst og 3 stoðsendingar. James Harden var með 27 stig, 8 fráköst og 12 stoðsendingar í sínum fyrsta leik fyrir 76ers. Karl-Anthony Towns gerði 25 stig fyrir Timerwolves. 76ers fara upp í þriðja sæti austur deildarinnar með sigrinum en Timberwolves eru áfram í sjöunda sæti vestur deildar. New York Knicks 100-115 Miami Heat Stórleikur RJ Barrett dugði Knicks ekki til sigurs á Heat en Barrett var með 46 stig og 9 fráköst. Heat vann með 15 stigum en Tyler Herro var stigahæstur hjá gestunum með 25 stig. Heat deilir toppsæti austurdeildar með Bulls á meðan Knicks eru í 12 sæti. Washington Wizards 153-157 San Antonio Spurs Mest spennandi leikur gærkvöldsins var leikur Wizards og Spurs sem var tvíframlengdur. Kyle Kuzma var stigahæstur leikmaður vallarins með 36 stig fyrir Wizards. Keldon Johnson gerði 32 stig fyrir Spurs. Spurs eru í 11 sæti vesturdeildar á meðan Wizards eru í 11 sæti austurdeildar. Charlotte Hornets 125 – 93 Toronto Raptors Hornets unnu þægilegan 32 stiga sigur á Raptors Terry Rozier og Kelly Oubre voru báðir með 23 stig fyrir Hornets á meðan Scottie Barnes sá nánast einn um stigaskorun Raptors með 28 stig. Hornets eru í níunda sæti austurdeildar, tveimur sigrum á eftir Raptors sem eru í sjöunda sæti. Orlando Magic 119-111 Houston Rockets Magic vann slag neðstu liða deildanna með átta stigum. Chuma Okeke var stigahæsti leikmaður vallarins með 26 stig ásamt því að taka 9 fráköst og gefa 4 stoðsendingar. Wendell Carter var með tvöfalda tvennu hjá Magic með 24 stig og 12 fráköst. Jalen Green var stigahæstur hjá Rockets með 23 stig. Rockets er áfram á botni vesturdeildar eftir áttunda tapleikinn í röð á meðan Magic er áfram í neðsta sæti austurdeildarinnar með þó jafn marga sigra og Detroit Pistons. Indiana Pacers 125- 129 Oklahoma City Thunder Thunder vann 4 stiga sigur á Pacers eftir framlengdan leik þökk sé 36 stigum frá Shai Gilgeour-Alexander. Buddy Hield dróg vagninn hjá Pacers með 29 stig. OKC er áfram í 14 sæti vesturdeildar eftir sigurinn á meðan Pacers er í 13 sæti austurdeildar. NBA Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Sjá meira
LA Lakers 102-105 LA Clippers LA Clippers vann sinn sjötta leik í röð á LA Lakers í nótt. LeBron James var stigahæsti leikmaður vallarins með 21 stig og 11 fráköst en Terance Mann var stigahæstur hjá Clippers með 19 stig, ásamt því að taka 10 fráköst. Clippers styrka stöðuna sína í áttunda sæti vestur deildarinnar með sigrinum en Lakers er áfram í níunda sæti, tveimur sigrum á undan Portland Trail Blazers. Phoenix Suns 102-117 New Orleans Pelicans Eftir átta sigurleiki í röð töpuðu Suns nokkuð óvænt gegn Pelicans á heimavelli með 15 stiga mun. CJ McCollum, sem skipti yfir til Pelicans fyrr í þessum mánuði var stigahæsti leikmaður vallarins með 32 stig. Devin Booker gerði 30 stig fyrir Suns. Suns eru áfram á toppi vestur deildarinnar á meðan Pelicans eru í 12. sæti. Utah Jazz 114-109 Dallas Mavericks Tvöföld tvenna Luka Dončić dugði Mavericks ekki til sigurs á Utah Jazz. Dončić var með 23 stig, 11 stoðsendingar og 7 fráköst í fimm stiga tapi. Donovan Michell var stigahæsti leikmaður vallarins með 33 stig fyrir Jazz. Jazz styrkti stöðu sína í fjórða sæti deildarinnar með sigrinum en Mavericks eru áfram í fimmta sæti. Minnesota Timberwolves 102-133 Philadelphia 76ers 76ers gjörsigraði Timberwolves með 31 stigi en 76ers unnu alla leikhlutana og sigur þeirra var aldrei í hættu. Hjá 76ers var Joel Embiid stigahæstur með 34 stig, 10 fráköst og 3 stoðsendingar. James Harden var með 27 stig, 8 fráköst og 12 stoðsendingar í sínum fyrsta leik fyrir 76ers. Karl-Anthony Towns gerði 25 stig fyrir Timerwolves. 76ers fara upp í þriðja sæti austur deildarinnar með sigrinum en Timberwolves eru áfram í sjöunda sæti vestur deildar. New York Knicks 100-115 Miami Heat Stórleikur RJ Barrett dugði Knicks ekki til sigurs á Heat en Barrett var með 46 stig og 9 fráköst. Heat vann með 15 stigum en Tyler Herro var stigahæstur hjá gestunum með 25 stig. Heat deilir toppsæti austurdeildar með Bulls á meðan Knicks eru í 12 sæti. Washington Wizards 153-157 San Antonio Spurs Mest spennandi leikur gærkvöldsins var leikur Wizards og Spurs sem var tvíframlengdur. Kyle Kuzma var stigahæstur leikmaður vallarins með 36 stig fyrir Wizards. Keldon Johnson gerði 32 stig fyrir Spurs. Spurs eru í 11 sæti vesturdeildar á meðan Wizards eru í 11 sæti austurdeildar. Charlotte Hornets 125 – 93 Toronto Raptors Hornets unnu þægilegan 32 stiga sigur á Raptors Terry Rozier og Kelly Oubre voru báðir með 23 stig fyrir Hornets á meðan Scottie Barnes sá nánast einn um stigaskorun Raptors með 28 stig. Hornets eru í níunda sæti austurdeildar, tveimur sigrum á eftir Raptors sem eru í sjöunda sæti. Orlando Magic 119-111 Houston Rockets Magic vann slag neðstu liða deildanna með átta stigum. Chuma Okeke var stigahæsti leikmaður vallarins með 26 stig ásamt því að taka 9 fráköst og gefa 4 stoðsendingar. Wendell Carter var með tvöfalda tvennu hjá Magic með 24 stig og 12 fráköst. Jalen Green var stigahæstur hjá Rockets með 23 stig. Rockets er áfram á botni vesturdeildar eftir áttunda tapleikinn í röð á meðan Magic er áfram í neðsta sæti austurdeildarinnar með þó jafn marga sigra og Detroit Pistons. Indiana Pacers 125- 129 Oklahoma City Thunder Thunder vann 4 stiga sigur á Pacers eftir framlengdan leik þökk sé 36 stigum frá Shai Gilgeour-Alexander. Buddy Hield dróg vagninn hjá Pacers með 29 stig. OKC er áfram í 14 sæti vesturdeildar eftir sigurinn á meðan Pacers er í 13 sæti austurdeildar.
NBA Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Sjá meira