Pétri Erni vikið úr hljómsveitunum Buff og Dúndurfréttum Eiður Þór Árnason og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 26. febrúar 2022 18:02 Hljómsveitin Buff hélt upp á tuttugu ára starfsafmæli sitt árið 2019. Tónlistarmanninum Pétri Erni Guðmundssyni hefur verið vísað úr hljómsveitunum Buff og Dúndurfréttum. Pétur var söngvari í báðum sveitunum. Tónlistarkonan Elísabet Ormslev opnaði sig á dögunum um samband sitt við tónlistarmann sem hófst þegar hún var aðeins 16 ára en hann 38 ára. Hún segir að sambandið hafi verið stormasamt, litast af andlegu ofbeldi og umsátri. Þá hefur hún lýst því hvernig ítrekaðar komur hans fyrir utan heimili hennar, löngu eftir að sambandi þeirra lauk, hafi valdið henni óhug. Ein heimsóknin hafi verið nýlega. ‼️TW‼️ Grooming, andlegt ofbeldi og umsáturÞetta gerðist í gær og var kornið sem fyllti mælinn. Ég er búin með andlega bolmagnið og komin með nóg. Og þú sem um ræðir - ég veit að þú munt lesa þetta og nú á ég til myndbönd af þér. Í síðasta skiptið, hættu! pic.twitter.com/LuA9lEnc1j— Elísabet Ormslev 🇺🇦 (@elisabet0rmslev) February 20, 2022 Elísabet lýsir því í forsíðuviðtali í helgarblaði Fréttablaðsins hvernig ónafngreindi maðurinn gaf árið 2011 út lag sem titlað er Elísabet. Hún segir að texti lagsins passi vel við lýsingar hennar á sambandi þeirra og að tónlistarmaðurinn hafi gefið lagið út í óþökk hennar. Samkvæmt heimildum fréttastofu er umræddur tónlistarmaður Pétur Örn Guðmundsson. Pétur Örn gaf út lagið Elísabet og söng í Söngvakeppni sjónvarpsins árið 2011. „Þegar ég var 17 ára samdi hann til mín þetta lag og sendi mér það þegar ég hafði lokað á hann eftir eitt rifrildið. Ég auðvitað bara bráðnaði og fannst þetta krúttlegt,“ segir Elísabet í viðtalinu við Fréttablaðið. Lagið hafi svo komið út árið 2011 í hennar óþökk. „Ég benti honum á að bransinn væri búinn að frétta af sambandinu og myndi gera tenginguna,“ segir Elísabet við Fréttablaðið og það hafi fleiri gert. „En það vissi enginn hversu alvarlegt þetta var enda töluðum við hvorugt um sambandið við neinn. Ég bæði vildi passa upp á hann og skammaðist mín fyrir að sætta mig við allan þennan skít og þessa vitleysu.“ Hún segir meðvirkni sína og þolinmæði í dag gjörsamlega á þrotum. Hún hafi oft hugsað um að segja sögu sína en alltaf fundið ástæðu til að gera það ekki. „En núna fékk ég nóg. Hann er ekki bara að mæta fyrir utan hjá mér heldur á ég núna mann og börn. Eiga börnin mín að alast upp við að mamma eigi eltihrelli sem er með hana á heilanum? Nei,“ segir Elísabet ákveðin og óhrædd í helgarviðtali Fréttablaðsins. Ekki náðist í Pétur Örn við vinnslu fréttarinnar. MeToo Tónlist Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Tónlistarkonan Elísabet Ormslev opnaði sig á dögunum um samband sitt við tónlistarmann sem hófst þegar hún var aðeins 16 ára en hann 38 ára. Hún segir að sambandið hafi verið stormasamt, litast af andlegu ofbeldi og umsátri. Þá hefur hún lýst því hvernig ítrekaðar komur hans fyrir utan heimili hennar, löngu eftir að sambandi þeirra lauk, hafi valdið henni óhug. Ein heimsóknin hafi verið nýlega. ‼️TW‼️ Grooming, andlegt ofbeldi og umsáturÞetta gerðist í gær og var kornið sem fyllti mælinn. Ég er búin með andlega bolmagnið og komin með nóg. Og þú sem um ræðir - ég veit að þú munt lesa þetta og nú á ég til myndbönd af þér. Í síðasta skiptið, hættu! pic.twitter.com/LuA9lEnc1j— Elísabet Ormslev 🇺🇦 (@elisabet0rmslev) February 20, 2022 Elísabet lýsir því í forsíðuviðtali í helgarblaði Fréttablaðsins hvernig ónafngreindi maðurinn gaf árið 2011 út lag sem titlað er Elísabet. Hún segir að texti lagsins passi vel við lýsingar hennar á sambandi þeirra og að tónlistarmaðurinn hafi gefið lagið út í óþökk hennar. Samkvæmt heimildum fréttastofu er umræddur tónlistarmaður Pétur Örn Guðmundsson. Pétur Örn gaf út lagið Elísabet og söng í Söngvakeppni sjónvarpsins árið 2011. „Þegar ég var 17 ára samdi hann til mín þetta lag og sendi mér það þegar ég hafði lokað á hann eftir eitt rifrildið. Ég auðvitað bara bráðnaði og fannst þetta krúttlegt,“ segir Elísabet í viðtalinu við Fréttablaðið. Lagið hafi svo komið út árið 2011 í hennar óþökk. „Ég benti honum á að bransinn væri búinn að frétta af sambandinu og myndi gera tenginguna,“ segir Elísabet við Fréttablaðið og það hafi fleiri gert. „En það vissi enginn hversu alvarlegt þetta var enda töluðum við hvorugt um sambandið við neinn. Ég bæði vildi passa upp á hann og skammaðist mín fyrir að sætta mig við allan þennan skít og þessa vitleysu.“ Hún segir meðvirkni sína og þolinmæði í dag gjörsamlega á þrotum. Hún hafi oft hugsað um að segja sögu sína en alltaf fundið ástæðu til að gera það ekki. „En núna fékk ég nóg. Hann er ekki bara að mæta fyrir utan hjá mér heldur á ég núna mann og börn. Eiga börnin mín að alast upp við að mamma eigi eltihrelli sem er með hana á heilanum? Nei,“ segir Elísabet ákveðin og óhrædd í helgarviðtali Fréttablaðsins. Ekki náðist í Pétur Örn við vinnslu fréttarinnar.
MeToo Tónlist Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent