„Rússland verður nú alþjóðlegt úrhrak í áratugi“ Jakob Bjarnar skrifar 28. febrúar 2022 12:48 Prófessor Nina L. Khrushcheva, barnabarn Nikita Khrushchev, hefur ritað afar athyglisverða grein þar sem hún reynir gera sér í hugarlund hvað bærist í kolli Pútíns og hverjar fyrirætlanir hans eru. Þar er ófögur mynd upp dregin. „Stalínismi dó ekki fyrr en hann gerði það. Það sama á við um Maóisma. Á það líka við um Pútinisma?“ Þannig lýkur grein sem Nina L. Khrushcheva, prófessor við Julien J. Studley í alþjóðasamskiptum við The New School í New York, ritar og birtist í Morgunblaðinu í dag. Greinin birtist upphaflega á Project Syndicate. Nina er langafabarn Nikita Khrushchev sem var leiðtogi Sovétríkjanna 1953-1964 og má því ætla að hún hafi verulega innsýn í hugarfar rússneskra valdamanna og þekki vel rússneska samtímasögu. Fyrirsögn greinarinnar er „Hvað er Pútin að hugsa?“ en þar er rakið að hernaður Rússa gegn Úkraínu bjóði öllum rökum birginn, jafnvel hans eigin forhertu einræðislegu útleggingum. Með tilefnislausri árás skipi hann sér í flokk með harðstjórum sem svo aka seglum, ekki síst Stalín sem taldi að til að viðhalda valdi þyrfti stöðuga útþenslu á því. „Þessi röksemdafærsla varð til þess að Stalín framdi skelfileg grimmdarverk gegn eigin þjóð og olli þar á meðal hungursneyð sem svelti milljónir Úkraínumanna til bana.“ Þá rifjar Nina upp að annar fjöldamorðingi 20. aldar, Maó Zdong, hafi lýst því yfir að pólitískt vald yxi úr byssuhlaupi – eða að því er virtist vera úr kjarnorkuvopnum. „Maó krafðist þess að langafi minn, leiðtogi Sovétríkjanna, Nikita Khrushchev, afhenti Kínverjum kjarnorkuvopn til þess að hann gæti á áhrifaríkan hátt haldið andstæðingum sínum, erlendum og innlendum, í gíslingu.“ Þetta er eina útskýringin, því ekki haldi að Zelenskí forseti Úkraínu sé nasisti; hann sé gyðingur. En hver eru markmið Pútíns, spyr Nina. Nina L. Khrushcheva prófessor ritar afar athyglisverða grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag.skjáskot „Vill hann refsa NATO með því að eyðileggja hernaðarinnviði Úkraínu? Vonast hann til að koma á fót leppstjórn, hvort sem er með því að skipta Zelenskí út eða með því að breyta honum í úkraínskan Philippe Pétain, samstarfsleiðtoga Frakklands í síðari heimsstyrjöldinni?“ Svarið við báðum spurningum gæti að mati prófessorsins verið já en raunveruleg ástæða gæti verið uggvænlegri. Að hann vilji endurheimta valdastöðu Rússlands. Pútín komið Rússlandi út í horn „Pútín dreymir um leiðtogafund í anda Jalta og Potsdam, þar sem hann og kollegar hans, Joe Biden Bandaríkjaforseti og Xi Jinping forseti Kína, skipta heiminum sín á milli. Þar myndi hann og nýr bandamaður hans, Xi, væntanlega taka höndum saman um að draga úr yfirráðum Vesturlanda – og víkka verulega út áhrif Rússlands.“ Hann vilji endurreisa rétttrúnaðarkirkjuríkið Rus – grundvöll rússneskrar siðmenningar – og byggja upp „Rússneska sambandið“ sem næði yfir Rússland, Úkraínu, Hvíta-Rússland og rússnesk menningarsvæði Kasakstan, segir Nína. En stuðningur Kína er ekki eindreginn eins og Pútín hefur líkast til gert ráð fyrir. „Innrásin í Úkraínu hefur einnig myndað gjá milli fyrrverandi bandamanna og Pútíns. Sumir af trúföstustu lærisveinum hans á Vesturlöndum, frá forseta Tékklands, Miloš Zeman, til Viktors Orbáns, forsætisráðherra Ungverjalands, hafa fordæmt aðgerðir hans. En, kannski enn mikilvægara, þá hafa óráðsræður Pútíns hliðsett rússnesku þjóðina. Með villimannslegri árás á Úkraínu hefur hann fórnað áratuga langri félagslegri og efnahagslegri þróun og eyðilagt vonir Rússa um betri framtíð. Rússland verður nú alþjóðlegt úrhrak í áratugi.“ Rússneska þjóðin ekki að baki Pútíns Prófessorinn segir jafnframt frá því í grein sinni að hún hafi talað við vin sinn í Kænugarði sem var í felum í sprengjubyrgjum líkt og í seinni heimstyrjöldinni. Og spurði á móti hvað væri að gerast: „Seg þú mér hvað er að gerast. Það eruð þið Rússarnir sem hafið haldið áfram að kjósa þennan fasista.“ Nina L. Khrushcheva segir staðhæfinguna skiljanlega en ekki rétta. Rússar hafi vissulega kosið Pútín í fyrstu en síðan gefist upp fyrir valdi hans, atkvæði þeirra skipti ekki máli. „Sömuleiðis er fullyrðingin um að 73% Rússa styðji aðgerðir Pútíns í Úkraínu hreinn áróður. Þúsundir safnast saman í rússneskum borgum og segja „nei við stríði“, þrátt fyrir fangelsanir og lögregluofbeldi. Í þetta sinn virðast Rússar ekki líklegir til að gefast upp án andmæla. Á næstu dögum og vikum getur heimurinn búist við mörgum vísbendingum til viðbótar um að Rússar vilji ekki þetta stríð,“ segir í grein Ninu L. Khrushcheva. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Vaktin: Tugir borgara sagðir hafa fallið í klasasprengjuárás Sókn rússnesks herliðs að úkraínsku höfuðborginni Kænugarði hélt áfram í nótt og í morgun, þó hún hafi verið umfangsminni en áður. Borgin virðist þó umkringd af rússneskum hermönnum en Rússar hafa sagt að almennir borgarar megi flýja og verði óáreittir. 28. febrúar 2022 06:13 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Þannig lýkur grein sem Nina L. Khrushcheva, prófessor við Julien J. Studley í alþjóðasamskiptum við The New School í New York, ritar og birtist í Morgunblaðinu í dag. Greinin birtist upphaflega á Project Syndicate. Nina er langafabarn Nikita Khrushchev sem var leiðtogi Sovétríkjanna 1953-1964 og má því ætla að hún hafi verulega innsýn í hugarfar rússneskra valdamanna og þekki vel rússneska samtímasögu. Fyrirsögn greinarinnar er „Hvað er Pútin að hugsa?“ en þar er rakið að hernaður Rússa gegn Úkraínu bjóði öllum rökum birginn, jafnvel hans eigin forhertu einræðislegu útleggingum. Með tilefnislausri árás skipi hann sér í flokk með harðstjórum sem svo aka seglum, ekki síst Stalín sem taldi að til að viðhalda valdi þyrfti stöðuga útþenslu á því. „Þessi röksemdafærsla varð til þess að Stalín framdi skelfileg grimmdarverk gegn eigin þjóð og olli þar á meðal hungursneyð sem svelti milljónir Úkraínumanna til bana.“ Þá rifjar Nina upp að annar fjöldamorðingi 20. aldar, Maó Zdong, hafi lýst því yfir að pólitískt vald yxi úr byssuhlaupi – eða að því er virtist vera úr kjarnorkuvopnum. „Maó krafðist þess að langafi minn, leiðtogi Sovétríkjanna, Nikita Khrushchev, afhenti Kínverjum kjarnorkuvopn til þess að hann gæti á áhrifaríkan hátt haldið andstæðingum sínum, erlendum og innlendum, í gíslingu.“ Þetta er eina útskýringin, því ekki haldi að Zelenskí forseti Úkraínu sé nasisti; hann sé gyðingur. En hver eru markmið Pútíns, spyr Nina. Nina L. Khrushcheva prófessor ritar afar athyglisverða grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag.skjáskot „Vill hann refsa NATO með því að eyðileggja hernaðarinnviði Úkraínu? Vonast hann til að koma á fót leppstjórn, hvort sem er með því að skipta Zelenskí út eða með því að breyta honum í úkraínskan Philippe Pétain, samstarfsleiðtoga Frakklands í síðari heimsstyrjöldinni?“ Svarið við báðum spurningum gæti að mati prófessorsins verið já en raunveruleg ástæða gæti verið uggvænlegri. Að hann vilji endurheimta valdastöðu Rússlands. Pútín komið Rússlandi út í horn „Pútín dreymir um leiðtogafund í anda Jalta og Potsdam, þar sem hann og kollegar hans, Joe Biden Bandaríkjaforseti og Xi Jinping forseti Kína, skipta heiminum sín á milli. Þar myndi hann og nýr bandamaður hans, Xi, væntanlega taka höndum saman um að draga úr yfirráðum Vesturlanda – og víkka verulega út áhrif Rússlands.“ Hann vilji endurreisa rétttrúnaðarkirkjuríkið Rus – grundvöll rússneskrar siðmenningar – og byggja upp „Rússneska sambandið“ sem næði yfir Rússland, Úkraínu, Hvíta-Rússland og rússnesk menningarsvæði Kasakstan, segir Nína. En stuðningur Kína er ekki eindreginn eins og Pútín hefur líkast til gert ráð fyrir. „Innrásin í Úkraínu hefur einnig myndað gjá milli fyrrverandi bandamanna og Pútíns. Sumir af trúföstustu lærisveinum hans á Vesturlöndum, frá forseta Tékklands, Miloš Zeman, til Viktors Orbáns, forsætisráðherra Ungverjalands, hafa fordæmt aðgerðir hans. En, kannski enn mikilvægara, þá hafa óráðsræður Pútíns hliðsett rússnesku þjóðina. Með villimannslegri árás á Úkraínu hefur hann fórnað áratuga langri félagslegri og efnahagslegri þróun og eyðilagt vonir Rússa um betri framtíð. Rússland verður nú alþjóðlegt úrhrak í áratugi.“ Rússneska þjóðin ekki að baki Pútíns Prófessorinn segir jafnframt frá því í grein sinni að hún hafi talað við vin sinn í Kænugarði sem var í felum í sprengjubyrgjum líkt og í seinni heimstyrjöldinni. Og spurði á móti hvað væri að gerast: „Seg þú mér hvað er að gerast. Það eruð þið Rússarnir sem hafið haldið áfram að kjósa þennan fasista.“ Nina L. Khrushcheva segir staðhæfinguna skiljanlega en ekki rétta. Rússar hafi vissulega kosið Pútín í fyrstu en síðan gefist upp fyrir valdi hans, atkvæði þeirra skipti ekki máli. „Sömuleiðis er fullyrðingin um að 73% Rússa styðji aðgerðir Pútíns í Úkraínu hreinn áróður. Þúsundir safnast saman í rússneskum borgum og segja „nei við stríði“, þrátt fyrir fangelsanir og lögregluofbeldi. Í þetta sinn virðast Rússar ekki líklegir til að gefast upp án andmæla. Á næstu dögum og vikum getur heimurinn búist við mörgum vísbendingum til viðbótar um að Rússar vilji ekki þetta stríð,“ segir í grein Ninu L. Khrushcheva.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Vaktin: Tugir borgara sagðir hafa fallið í klasasprengjuárás Sókn rússnesks herliðs að úkraínsku höfuðborginni Kænugarði hélt áfram í nótt og í morgun, þó hún hafi verið umfangsminni en áður. Borgin virðist þó umkringd af rússneskum hermönnum en Rússar hafa sagt að almennir borgarar megi flýja og verði óáreittir. 28. febrúar 2022 06:13 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Vaktin: Tugir borgara sagðir hafa fallið í klasasprengjuárás Sókn rússnesks herliðs að úkraínsku höfuðborginni Kænugarði hélt áfram í nótt og í morgun, þó hún hafi verið umfangsminni en áður. Borgin virðist þó umkringd af rússneskum hermönnum en Rússar hafa sagt að almennir borgarar megi flýja og verði óáreittir. 28. febrúar 2022 06:13