Bótaskylda viðurkennd eftir að kona datt í dimmum stiga í ræktinni Atli Ísleifsson skrifar 10. mars 2022 13:21 Tryggingafélagið TM er jafnframt dæmt til að greiða konunni tæpar tvær milljónir í málskostnað. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur viðurkennt skaðabótaskyldu tryggingafélagsins TM vegna líkamstjóns sem kona hlaut eftir að hafa dottið niður stiga í líkamsræktarstöð árið 2019. Dómurinn taldi að slysið mætti rekja til ófullnægjandi lýsingar í stiganum. Í dómnum kemur fram að konan hafi verið á leið upp á efri hæð líkamsræktarstöðvarinnar en á leiðinni hafi hún fallið í stiganum þannig að hún hitti ekki á tröppuna sem hún ætlaði að stíga í og féll á tröppuna fyrir ofan. Við fallið fékk konan högg á vinstra læri, bólgu og mar, og leitaði í kjölfarið aðhlynningar á bráðamóttöku. Kom í ljós að um væri að ræða blæðingu inn í vöðva. Síðar kom í ljós að hún hafði fengið taugaskaða sem ylli viðvarandi verkjum. Sömuleiðis voru niðurstöður bæklunarlæknis árið 2021 þær, að varanleg læknisfræðileg örorka konunnar teldist fimm prósent. Stiginn sem um ræðir er byggður úr stáli, þrískiptur og umvafinn lyftuhúsi. Starfsmenn líkamsræktarstöðvarinnar bættu við merkingum í stiganum eftir ábendingar konunnar eftir slysið. Ekki forsvaranleg lýsing Við upphaf aðalmeðferðar fóru dómarar og málsaðilar á vettvang, fyrir sólarupprás til að aðstæður væru með sem líkustum hætti og þegar slysið varð. Öll vitni í málinu minnti til að tröppurnar hafi verið dökkar á lit og lýsing hafi verið lítil þegar slysið varð. Það var mat dómsins að lýsingin í stiganum hafi verið alls ófullnægjandi og að slysið verði aðallega rakið til þess, enda aðbúnaðurinn ekki í samræmi við ákvæði byggingarreglugerðar. „Þannig er það mat dómsins, með vísan til vettvangsgöngu, að lýsing á umræddum slysstað hafi ekki verið forsvaranleg og umbúnaður í stiganum þar með ekki verið nægilega öruggur,“ segir í dómnum. Því sé rekstraraðili líkamsræktarstöðvarinnar talinn eiga sök á tjóni konunnar. TM er jafnframt dæmt til að greiða konunni tæpar tvær milljónir króna í málskostnað. Dómsmál Líkamsræktarstöðvar Slysavarnir Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Í dómnum kemur fram að konan hafi verið á leið upp á efri hæð líkamsræktarstöðvarinnar en á leiðinni hafi hún fallið í stiganum þannig að hún hitti ekki á tröppuna sem hún ætlaði að stíga í og féll á tröppuna fyrir ofan. Við fallið fékk konan högg á vinstra læri, bólgu og mar, og leitaði í kjölfarið aðhlynningar á bráðamóttöku. Kom í ljós að um væri að ræða blæðingu inn í vöðva. Síðar kom í ljós að hún hafði fengið taugaskaða sem ylli viðvarandi verkjum. Sömuleiðis voru niðurstöður bæklunarlæknis árið 2021 þær, að varanleg læknisfræðileg örorka konunnar teldist fimm prósent. Stiginn sem um ræðir er byggður úr stáli, þrískiptur og umvafinn lyftuhúsi. Starfsmenn líkamsræktarstöðvarinnar bættu við merkingum í stiganum eftir ábendingar konunnar eftir slysið. Ekki forsvaranleg lýsing Við upphaf aðalmeðferðar fóru dómarar og málsaðilar á vettvang, fyrir sólarupprás til að aðstæður væru með sem líkustum hætti og þegar slysið varð. Öll vitni í málinu minnti til að tröppurnar hafi verið dökkar á lit og lýsing hafi verið lítil þegar slysið varð. Það var mat dómsins að lýsingin í stiganum hafi verið alls ófullnægjandi og að slysið verði aðallega rakið til þess, enda aðbúnaðurinn ekki í samræmi við ákvæði byggingarreglugerðar. „Þannig er það mat dómsins, með vísan til vettvangsgöngu, að lýsing á umræddum slysstað hafi ekki verið forsvaranleg og umbúnaður í stiganum þar með ekki verið nægilega öruggur,“ segir í dómnum. Því sé rekstraraðili líkamsræktarstöðvarinnar talinn eiga sök á tjóni konunnar. TM er jafnframt dæmt til að greiða konunni tæpar tvær milljónir króna í málskostnað.
Dómsmál Líkamsræktarstöðvar Slysavarnir Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira