Enn eitt slysið á Sogavegi og sumir kenna hraðahindrun um Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. mars 2022 14:02 Frá vettvangi á Sogavegi rétt eftir miðnætti í nótt. Lögreglumenn standa fyrir framan bíl ökumannsins og ráða ráðum sínum. Ökumaðurinn hafði á þessum tímapunkti verið fluttur af vettvangi. Íbúar í og við Sogaveg í póstnúmeri 108 í Reykjavík sjá hlutina ólíkum augum þegar þeir velta fyrir sér hörðum árekstri sem varð um miðnætti í gærkvöldi. Þá var bíl ekið á þvílíkum hraða yfir hraðahindrun að hann hafnaði á og skemmdi þrjá bíla sem lagt var í götunni. Fram kom í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í morgun að karlmaður hefði ekið bíl á þrjár mannlausar bifreiðar á Sogavegi. Ökumaður hafi verið fluttur á slysadeild til innlagnar vegna gruns um háorkuáverka. „Altjón varð á tveimur bifreiðum en skemmdir á hinum tveimur voru talsverðar. Ökumaður er grunaður um að hafa ekið undir áhrifum vímuefna,“ segir í dagbók lögreglunnar. Ólíklegt má telja að þessi jeppi fari fljótlega aftur á götuna eftir að ekið var á hann af þvílíkum krafti í nótt.Íbúagrúppan 108 Reykjavík Umræða hefur skapast meðal íbúa við Sogaveg og sýnist sitt hverjum. Sumir segja þetta enn eitt dæmið um að umrædd hraðahindrun sé stórhættuleg og nefna fleiri dæmi þar sem bílar „fljúgi“ af hraðahindrunum. „Sýnir bara hvað hraðahindranir geta verið hættulegar. Bílarnir takast á loft,“ segir einn íbúinn. Aðrir botna ekkert í slíkum hugsanahætti og velta fyrir sér hvort hugmyndin sé virkilega sú að fjarlægja hraðahindrun í götu með 30 kílómetra hámarkshraða svo fólk undir áhrifum geti stundað þar ofsaakstur. Umdeilda hraðahindrunin við Sogaveg og tveir skemmdir bílar fyrir aftan.Vísir/Vilhelm Íbúi í hverfinu sem fréttastofa ræddi við varð vitni að atvikinu. Íbúinn segir bílinn hafa verið á mjög mikilli ferð og lætin verið einkar mikil þegar bíllinn skall á mannlausu bílunum. Fleiri dæmi eru um slys á Sogavegi eða að hurð hafi skollið nærri hælum. Þannig var ekið á ökumann vespu á Sogavegi í ágúst 2019. Nokkrum vikum fyrr fór jeppi fram úr fólksbíl sem stöðvað hafði ferð sína á meðan börn ætluðu yfir á gangbraut. Atvikið náðist á myndband. Raunar reynist sumarið 2019 hafa verið stórhættulegt á Sogavegi því í júní það ár var ekið á níu ára stúlku í götunni. Lögreglumál Umferð Reykjavík Umferðaröryggi Tengdar fréttir Ekið á vespu á Sogavegi Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var ökumaður vespunnar fluttur á slysadeild til skoðunar. 27. ágúst 2019 17:56 Ökumaður sýndi af sér stórkostlegt gáleysi á Sogavegi Á þessum stað er hámarkshraði í götunni 30 km/klst., miðlína er hálf brotin sem gefur til kynna að framúrakstur sé hættulegur, gatan þröng og blint er við gatnamótin. 23. júlí 2019 16:30 Færðu stúlku sem ekið var á nýjan hjálm Betur fór en áhorfðist þegar ekið var á stúlkuna á Sogavegi. 3. júní 2019 16:09 Alltof algengt að fólk virði ekki umferðarlokanir Fólk þurfi að bera virðingu fyrir störfum lögreglu og varast að spilla vettvangi. 28. maí 2019 18:34 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Fram kom í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í morgun að karlmaður hefði ekið bíl á þrjár mannlausar bifreiðar á Sogavegi. Ökumaður hafi verið fluttur á slysadeild til innlagnar vegna gruns um háorkuáverka. „Altjón varð á tveimur bifreiðum en skemmdir á hinum tveimur voru talsverðar. Ökumaður er grunaður um að hafa ekið undir áhrifum vímuefna,“ segir í dagbók lögreglunnar. Ólíklegt má telja að þessi jeppi fari fljótlega aftur á götuna eftir að ekið var á hann af þvílíkum krafti í nótt.Íbúagrúppan 108 Reykjavík Umræða hefur skapast meðal íbúa við Sogaveg og sýnist sitt hverjum. Sumir segja þetta enn eitt dæmið um að umrædd hraðahindrun sé stórhættuleg og nefna fleiri dæmi þar sem bílar „fljúgi“ af hraðahindrunum. „Sýnir bara hvað hraðahindranir geta verið hættulegar. Bílarnir takast á loft,“ segir einn íbúinn. Aðrir botna ekkert í slíkum hugsanahætti og velta fyrir sér hvort hugmyndin sé virkilega sú að fjarlægja hraðahindrun í götu með 30 kílómetra hámarkshraða svo fólk undir áhrifum geti stundað þar ofsaakstur. Umdeilda hraðahindrunin við Sogaveg og tveir skemmdir bílar fyrir aftan.Vísir/Vilhelm Íbúi í hverfinu sem fréttastofa ræddi við varð vitni að atvikinu. Íbúinn segir bílinn hafa verið á mjög mikilli ferð og lætin verið einkar mikil þegar bíllinn skall á mannlausu bílunum. Fleiri dæmi eru um slys á Sogavegi eða að hurð hafi skollið nærri hælum. Þannig var ekið á ökumann vespu á Sogavegi í ágúst 2019. Nokkrum vikum fyrr fór jeppi fram úr fólksbíl sem stöðvað hafði ferð sína á meðan börn ætluðu yfir á gangbraut. Atvikið náðist á myndband. Raunar reynist sumarið 2019 hafa verið stórhættulegt á Sogavegi því í júní það ár var ekið á níu ára stúlku í götunni.
Lögreglumál Umferð Reykjavík Umferðaröryggi Tengdar fréttir Ekið á vespu á Sogavegi Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var ökumaður vespunnar fluttur á slysadeild til skoðunar. 27. ágúst 2019 17:56 Ökumaður sýndi af sér stórkostlegt gáleysi á Sogavegi Á þessum stað er hámarkshraði í götunni 30 km/klst., miðlína er hálf brotin sem gefur til kynna að framúrakstur sé hættulegur, gatan þröng og blint er við gatnamótin. 23. júlí 2019 16:30 Færðu stúlku sem ekið var á nýjan hjálm Betur fór en áhorfðist þegar ekið var á stúlkuna á Sogavegi. 3. júní 2019 16:09 Alltof algengt að fólk virði ekki umferðarlokanir Fólk þurfi að bera virðingu fyrir störfum lögreglu og varast að spilla vettvangi. 28. maí 2019 18:34 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Ekið á vespu á Sogavegi Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var ökumaður vespunnar fluttur á slysadeild til skoðunar. 27. ágúst 2019 17:56
Ökumaður sýndi af sér stórkostlegt gáleysi á Sogavegi Á þessum stað er hámarkshraði í götunni 30 km/klst., miðlína er hálf brotin sem gefur til kynna að framúrakstur sé hættulegur, gatan þröng og blint er við gatnamótin. 23. júlí 2019 16:30
Færðu stúlku sem ekið var á nýjan hjálm Betur fór en áhorfðist þegar ekið var á stúlkuna á Sogavegi. 3. júní 2019 16:09
Alltof algengt að fólk virði ekki umferðarlokanir Fólk þurfi að bera virðingu fyrir störfum lögreglu og varast að spilla vettvangi. 28. maí 2019 18:34
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent