Myndband sýnir ótrúlegt umfang flóða í Ástralíu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. mars 2022 15:03 Unnið er að því að meta skemmdir. Lisa Maree Williams/Getty Images) Minnst tuttugu eru látin í Ástralíu í gríðarlegum flóðum sem geisað hafa í Nýju Suður-Wales og Queensland. Myndbönd hafa verið birt sem sýna glögglega hversu umfangsmikil flóðin hafa verið. Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, sagði í gær að lýst yrði yfir neyðarástandi í allri Ástralíu vegna flóðanna, sem hann sagði vera atburð sem gerðist mögulega einu sinni á fimm hundruð ára fresti. Það gerir það að verkum að stjórnvöld geta nýtt hermenn til að aðstoða. Veðurfræðingar segja að flóðin megi ekki síst rekja til loftslagsbreytinga og La Nina veðurfyrirbrigðisins sem myndast þegar sterkir vindar ýta heitum yfirborðssjónum í Kyrrahafi frá Suður-Ameríku og í áttina að Indónesíu. Í stað heita sjávarins kemur kaldari sjór og þá aukast líkurnar á regni, fellibyljum og kaldari lofthita. Fóru gjörsamlega á kaf Ástandið hefur verið verst í Queensland og Nýju-Suður Wales. Myndband sem Uppbyggingarstofnun Queensland birti á Twitter í vikunni sýnir glögglega umfang flóðanna. These flood monitoring cameras demonstrate the extent of the rainfall and just how quickly waters rose, causing major damage during the recent #seqfloods 😮 pic.twitter.com/56CnQfuHp0— Queensland Reconstruction Authority (@QReconstruction) March 8, 2022 Myndbandið er klippt saman úr myndbrotum sem berast frá myndavélum sem vakta flóðasvæði sérstaklega og voru tekin upp í febrúar og mars. Á myndbandinu má sjá hvernig svæði fara gjörsamlega á flot á um einum sólahring. Í upphafi myndbandsins má til að mynda sjá brú yfir læk sem breytist hreinlega í stöðuvatn með þeim afleiðingum að brúin fer nokkurra metra á kaf. „Við þurfum ekki herinn, við þurfum sjóherinn“ Íbúar á flóðasvæðunum hafa gagnrýnt viðbrögð stjórnvalda sem þeir segja hafa brugðist hægt og illa við neyðarástandinu sem skapast hefur af völdum úrhellisins. Á vef Sydney Morning Herald er rætt við lækni að nafni Cam Hollows, sem starfar á flóðasvæðunum. Í greininnni er hann mjög gagnrýnin á viðbrögð stjórnvalda og skort þeirra á undirbúningi. Hollows starfar í bænum Coraki í Nýju Suður-Wales. Bærinn liggur við Richmond á sem óx gríðarlega í flóðunum. Í venjulegu árferði er áin um einn metri að dýpt en á dögunum óx hún svo gríðarlega að dýptin var mæld átta metra. „Ég man að ég hugsaði: Við þurfum ekki herinn, við þurfum sjóherinn,“ skrifar Hollow. Loftslagsmál Veður Ástralía Náttúruhamfarir Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Sjá meira
Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, sagði í gær að lýst yrði yfir neyðarástandi í allri Ástralíu vegna flóðanna, sem hann sagði vera atburð sem gerðist mögulega einu sinni á fimm hundruð ára fresti. Það gerir það að verkum að stjórnvöld geta nýtt hermenn til að aðstoða. Veðurfræðingar segja að flóðin megi ekki síst rekja til loftslagsbreytinga og La Nina veðurfyrirbrigðisins sem myndast þegar sterkir vindar ýta heitum yfirborðssjónum í Kyrrahafi frá Suður-Ameríku og í áttina að Indónesíu. Í stað heita sjávarins kemur kaldari sjór og þá aukast líkurnar á regni, fellibyljum og kaldari lofthita. Fóru gjörsamlega á kaf Ástandið hefur verið verst í Queensland og Nýju-Suður Wales. Myndband sem Uppbyggingarstofnun Queensland birti á Twitter í vikunni sýnir glögglega umfang flóðanna. These flood monitoring cameras demonstrate the extent of the rainfall and just how quickly waters rose, causing major damage during the recent #seqfloods 😮 pic.twitter.com/56CnQfuHp0— Queensland Reconstruction Authority (@QReconstruction) March 8, 2022 Myndbandið er klippt saman úr myndbrotum sem berast frá myndavélum sem vakta flóðasvæði sérstaklega og voru tekin upp í febrúar og mars. Á myndbandinu má sjá hvernig svæði fara gjörsamlega á flot á um einum sólahring. Í upphafi myndbandsins má til að mynda sjá brú yfir læk sem breytist hreinlega í stöðuvatn með þeim afleiðingum að brúin fer nokkurra metra á kaf. „Við þurfum ekki herinn, við þurfum sjóherinn“ Íbúar á flóðasvæðunum hafa gagnrýnt viðbrögð stjórnvalda sem þeir segja hafa brugðist hægt og illa við neyðarástandinu sem skapast hefur af völdum úrhellisins. Á vef Sydney Morning Herald er rætt við lækni að nafni Cam Hollows, sem starfar á flóðasvæðunum. Í greininnni er hann mjög gagnrýnin á viðbrögð stjórnvalda og skort þeirra á undirbúningi. Hollows starfar í bænum Coraki í Nýju Suður-Wales. Bærinn liggur við Richmond á sem óx gríðarlega í flóðunum. Í venjulegu árferði er áin um einn metri að dýpt en á dögunum óx hún svo gríðarlega að dýptin var mæld átta metra. „Ég man að ég hugsaði: Við þurfum ekki herinn, við þurfum sjóherinn,“ skrifar Hollow.
Loftslagsmál Veður Ástralía Náttúruhamfarir Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Sjá meira