Þíða í samskiptum Armena og Tyrkja Atli Ísleifsson skrifar 14. mars 2022 14:01 Armenski utanríkisráðherrann Ararat Mirzoyan og tyrkneski utanríkisráðherrann Mevlut Cavusoglu funduðu í Antalya í Tyrklandi um helgina. AP Utanríkisráðherrar Armeníu og Tyrklands funduðu í Tyrklandi á laugardaginn og voru viðræðurnar, sem miða að því að bæta samskipti ríkjanna, sagðar hafa verið bæði „árangursríkar“ og „uppbyggilegar“. Um er að ræða fyrsta eiginlega fund utanríkisráðherra nágrannaríkjanna frá árinu 2009. Samband Tyrklands og Armeníu hefur lengi verið slæmt vegna deilna um atburði sem áttu sér stað á tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar þegar vel á aðra milljón Armena létu lífið. Armenar saka Tyrki um að hafa gerst seka um þjóðarmorð á Armenum. Tyrkir viðurkenna að margir hafi látið lífið, en hafna því að um hafi verið að ræða kerfisbundin dráp, þjóðarmorð, og segja að hin látnu hafi verið fórnarlömb stríðsátaka. Vonast er til að viðræður ríkjanna muni leiða til þess að hægt verði að opna landamæri ríkjanna á ný, en þau hafa verið lokuð frá árinu 1993. Flogið milli Istanbúl og Jerevan Stjórnvöld í Armeníu og Tyrklandi skipuðu í desember sérstakar sendinefndir vegna fyrirhugaðra viðræðna. Vísbendingar eru þegar uppi um bætt samskipti ríkjananna og var þannig greint frá því í byrjun febrúar síðastliðinn að áætlunarflug hafi verið tekið upp að nýju milli tyrknesku stórborgarinnar Istanbúl og armensku höfuðborgarinnar Jerevan, eftir að hafa legið niðri í tvö ár. Flugferðirnar eru á vegum armenska félagsins FlyOne Armenia og hins tyrkneska Pegasus Airlines, en áætlað er að milli 50 og 70 þúsund Armenar búi í Istanbúl. Deilur Armena og Asera Viðræður Armena og Tyrkja koma nærri ári eftir að Tyrkir aðstoðuðu bandamenn sína, Asera, að ná landsvæði í Nagorno-Karabakh á sitt vald, en Armenar hafa stýrt landsvæðinu, þar sem Armenar eru í meirihluta og er að finna innan landamæra Aserbaídsjans, frá endalokum stríðs Armena og Aserbaídsjans á tíunda áratugnum. Eftir ósigur Armena og friðarsamkomulags, sem Rússar höfðu milligöngu um, var helsti ásteytingarsteinninn að hálfu Tyrkja varðandi bætt samskipti við Armena, úr sögunni – það er að stjórnvöld í Armeníu studdu við bakið á kröfu armenskra aðskilnaðarsinna í Nagorno-Karabakh um sjálfstæði. Stöðugleiki og friður Tyrkneski utanríkisráðherrann Mevlut Cavusoglu og armenskur starfsbróðir hans, Ararat Mirzoyan, funduðu svo í Antalya á suðurströnd Tyrklands á laugardaginn. Cavusoglu sagði fundinn hafa verið uppbyggilegan og árangursríkan, en hann stóð í um þrjátíu mínútur. „Við vinnum að því að auka stöðugleika og frið,“ sagði Cavusoglu. Mirzoyan sagði að áfram sé unnið að því að koma samskiptum ríkjanna í eðlilegt horf, án nokkurra skilyrða. „Við erum að reyna.“ Armenía á landamæri að Tyrklandi í vestri, Georgíu í norðri, Aserbaídsjan í austri og Íran í suðri. Þar sem landamærin að bæði Tyrklandi og Aserbaídsjan hafa verið lokuð um margra áratuga skeið eru einungis um þrjátíu prósent landamæra ríkisins opin, það er að Íran og Georgíu. Armenía Tyrkland Tengdar fréttir Segir andrúmsloftið í Armeníu nú minna á það í kringum fall Sovétríkjanna Aðstoðarprófessor við stjórnmálafræðideild Ameríska háskólans í Armeníu segir mikla bjartsýni ríkja meðal almennings í Armeníu en að blikur séu á lofti. 18. nóvember 2018 11:00 Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Erlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Fleiri fréttir Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Sjá meira
Samband Tyrklands og Armeníu hefur lengi verið slæmt vegna deilna um atburði sem áttu sér stað á tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar þegar vel á aðra milljón Armena létu lífið. Armenar saka Tyrki um að hafa gerst seka um þjóðarmorð á Armenum. Tyrkir viðurkenna að margir hafi látið lífið, en hafna því að um hafi verið að ræða kerfisbundin dráp, þjóðarmorð, og segja að hin látnu hafi verið fórnarlömb stríðsátaka. Vonast er til að viðræður ríkjanna muni leiða til þess að hægt verði að opna landamæri ríkjanna á ný, en þau hafa verið lokuð frá árinu 1993. Flogið milli Istanbúl og Jerevan Stjórnvöld í Armeníu og Tyrklandi skipuðu í desember sérstakar sendinefndir vegna fyrirhugaðra viðræðna. Vísbendingar eru þegar uppi um bætt samskipti ríkjananna og var þannig greint frá því í byrjun febrúar síðastliðinn að áætlunarflug hafi verið tekið upp að nýju milli tyrknesku stórborgarinnar Istanbúl og armensku höfuðborgarinnar Jerevan, eftir að hafa legið niðri í tvö ár. Flugferðirnar eru á vegum armenska félagsins FlyOne Armenia og hins tyrkneska Pegasus Airlines, en áætlað er að milli 50 og 70 þúsund Armenar búi í Istanbúl. Deilur Armena og Asera Viðræður Armena og Tyrkja koma nærri ári eftir að Tyrkir aðstoðuðu bandamenn sína, Asera, að ná landsvæði í Nagorno-Karabakh á sitt vald, en Armenar hafa stýrt landsvæðinu, þar sem Armenar eru í meirihluta og er að finna innan landamæra Aserbaídsjans, frá endalokum stríðs Armena og Aserbaídsjans á tíunda áratugnum. Eftir ósigur Armena og friðarsamkomulags, sem Rússar höfðu milligöngu um, var helsti ásteytingarsteinninn að hálfu Tyrkja varðandi bætt samskipti við Armena, úr sögunni – það er að stjórnvöld í Armeníu studdu við bakið á kröfu armenskra aðskilnaðarsinna í Nagorno-Karabakh um sjálfstæði. Stöðugleiki og friður Tyrkneski utanríkisráðherrann Mevlut Cavusoglu og armenskur starfsbróðir hans, Ararat Mirzoyan, funduðu svo í Antalya á suðurströnd Tyrklands á laugardaginn. Cavusoglu sagði fundinn hafa verið uppbyggilegan og árangursríkan, en hann stóð í um þrjátíu mínútur. „Við vinnum að því að auka stöðugleika og frið,“ sagði Cavusoglu. Mirzoyan sagði að áfram sé unnið að því að koma samskiptum ríkjanna í eðlilegt horf, án nokkurra skilyrða. „Við erum að reyna.“ Armenía á landamæri að Tyrklandi í vestri, Georgíu í norðri, Aserbaídsjan í austri og Íran í suðri. Þar sem landamærin að bæði Tyrklandi og Aserbaídsjan hafa verið lokuð um margra áratuga skeið eru einungis um þrjátíu prósent landamæra ríkisins opin, það er að Íran og Georgíu.
Armenía Tyrkland Tengdar fréttir Segir andrúmsloftið í Armeníu nú minna á það í kringum fall Sovétríkjanna Aðstoðarprófessor við stjórnmálafræðideild Ameríska háskólans í Armeníu segir mikla bjartsýni ríkja meðal almennings í Armeníu en að blikur séu á lofti. 18. nóvember 2018 11:00 Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Erlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Fleiri fréttir Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Sjá meira
Segir andrúmsloftið í Armeníu nú minna á það í kringum fall Sovétríkjanna Aðstoðarprófessor við stjórnmálafræðideild Ameríska háskólans í Armeníu segir mikla bjartsýni ríkja meðal almennings í Armeníu en að blikur séu á lofti. 18. nóvember 2018 11:00