Zaghari-Ratcliffe á leið heim eftir að hafa verið haldið í Íran í sex ár Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. mars 2022 11:46 Eiginmaður Zaghari-Ratcliffe gekk svo langt í örvæntingu sinni að fara í hungurverkfall. epa/Andy Rain Nazanin Zaghari-Ratcliffe, bresk-írönsk kona sem hefur verið haldið fanginni í Íran í nærri sex ár, er á leið heim. Þingmaður Zaghari-Ratcliffe greindi frá þessu á Twitter í morgun og sagði hana á flugvellinum í Tehran. Zaghari-Ratcliffe var handtekinn árið 2016 fyrir að skipuleggja valdarán. Hún hefur ávallt neitað sök. Henni var fyrst haldið í fangelsi en síðan sleppt og skipað að halda sig heima fyrir. Hún fékk hins vegar vegabréfið sitt aftur í vikunni. Nazanin is at the airport in Tehran and on her way home.I came into politics to make a difference, and right now I m feeling like I have.More details to follow. #FreeNazanin— Tulip Siddiq (@TulipSiddiq) March 16, 2022 Mikið hefur verið fjallað um mál Zaghari-Ratcliffe í breskum fjölmiðlum og um tilraunir breskra ráðamanna til að fá hana heim. Þeir hafa hins vegar verið sakaðir um að hafa forgangsraða öðrum hagsmunum fram yfir hennar. Eiginmaður Zaghari-Ratcliffe, Richard, býr með sex ára dóttur þeirra í Hampstead í Lundúnum og hefur barist ötullega fyrir því að fá konuna sína heim. Gekk hann svo langt í fyrr að fara í hungurverkfall til að ýta við ráðamönnum. Richard hefur ekki tjáð sig um fregnirnar en BBC hefur eftir systur Zaghari-Ratcliffe, Rebeccu, að þetta sé tilfinningaþrunginn dagur. „Okkur líður eins og þetta sé í höfn en við munum ekki trúa því fyrr en flugvélin er komin í loftið,“ sagði hún. Öðrum breskum-írönskum ríkisborgara var sleppt á sama tíma; Anoosheh Ashoori en hann var handtekinn árið 2017 og sakaður um njósnir. Umfjöllun BBC. Íran Bretland Mannréttindi Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira
Zaghari-Ratcliffe var handtekinn árið 2016 fyrir að skipuleggja valdarán. Hún hefur ávallt neitað sök. Henni var fyrst haldið í fangelsi en síðan sleppt og skipað að halda sig heima fyrir. Hún fékk hins vegar vegabréfið sitt aftur í vikunni. Nazanin is at the airport in Tehran and on her way home.I came into politics to make a difference, and right now I m feeling like I have.More details to follow. #FreeNazanin— Tulip Siddiq (@TulipSiddiq) March 16, 2022 Mikið hefur verið fjallað um mál Zaghari-Ratcliffe í breskum fjölmiðlum og um tilraunir breskra ráðamanna til að fá hana heim. Þeir hafa hins vegar verið sakaðir um að hafa forgangsraða öðrum hagsmunum fram yfir hennar. Eiginmaður Zaghari-Ratcliffe, Richard, býr með sex ára dóttur þeirra í Hampstead í Lundúnum og hefur barist ötullega fyrir því að fá konuna sína heim. Gekk hann svo langt í fyrr að fara í hungurverkfall til að ýta við ráðamönnum. Richard hefur ekki tjáð sig um fregnirnar en BBC hefur eftir systur Zaghari-Ratcliffe, Rebeccu, að þetta sé tilfinningaþrunginn dagur. „Okkur líður eins og þetta sé í höfn en við munum ekki trúa því fyrr en flugvélin er komin í loftið,“ sagði hún. Öðrum breskum-írönskum ríkisborgara var sleppt á sama tíma; Anoosheh Ashoori en hann var handtekinn árið 2017 og sakaður um njósnir. Umfjöllun BBC.
Íran Bretland Mannréttindi Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira