Gamaldags hugsun í heilbrigðiskerfinu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 17. mars 2022 08:01 Nýlega fóru fram tvennar umræður þingmanna á Alþingi við heilbrigðisráðherra, annars vegar um fjarheilbrigðisþjónustu og hins vegar um geðheilbrigðismál. Oft var enda þörf en nú nauðsyn. Rannsóknir og mælingar benda til þess að geðheilsa hafi farið mjög versnandi og að geðheilbrigðisvandi íslensku þjóðarinnar sé umfangsmikill. Þar spilar heimsfaraldur auðvitað sitt hlutverk, en aðgerðir stjórnvalda til að sporna við faraldrinum hafa haft sérstaklega slæm áhrif á andlega líðan fólks, ekki síst barna og ungmenna. Fjarheilbrigðisþjónusta hefur verið veitt með góðum árangri í dreifbýlum löndum í áratugi. Enda eykur tæknin aðgengi þeirra sem búa í dreifbýli gríðarlega. Á sama tíma og eftirspurn eftir geðheilbrigðisþjónustu hefur aukist, skýtur skökku við að hið opinbera hafi ekki nýtt fjarheilbrigðisþjónustu til að bæta aðgengi og vinna á geðheilbrigðisvandanum. Fjölmargar einkareknar stofur í geðheilbrigðisþjónustu nýta sér þessa tækni sem hefur gefist vel, en hins vegar nýtir engin opinber þjónustustofnun sér hana. Og það þrátt fyrir að til staðar sé íslensk tækni sem hefur öll tilskilin leyfi Landlæknis. Af hverju gengur hinu opinbera mun hægar en einkaaðilum að brjóta niður þá veggi sem stjórnvöld segja að séu til staðar á milli þjónustunnar og þeirrar tækni sem er til staðar? Með því að bjóða bæði upp á stað- og fjarþjónustu um allt land er hægt að stytta biðtíma og -lista, nýta tíma heilbrigðisstarfsfólks betur og byggja upp sterkt teymi stuðnings og aðstoðar. Efling geðheilbrigðisþjónustu er forgangsmál í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar líkt og í þeim fyrri. Getur verið að gamaldags hugsun komi í veg fyrir skynsama uppbyggingu á heilbrigðiskerfinu? Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Geðheilbrigði Alþingi Heilbrigðismál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega fóru fram tvennar umræður þingmanna á Alþingi við heilbrigðisráðherra, annars vegar um fjarheilbrigðisþjónustu og hins vegar um geðheilbrigðismál. Oft var enda þörf en nú nauðsyn. Rannsóknir og mælingar benda til þess að geðheilsa hafi farið mjög versnandi og að geðheilbrigðisvandi íslensku þjóðarinnar sé umfangsmikill. Þar spilar heimsfaraldur auðvitað sitt hlutverk, en aðgerðir stjórnvalda til að sporna við faraldrinum hafa haft sérstaklega slæm áhrif á andlega líðan fólks, ekki síst barna og ungmenna. Fjarheilbrigðisþjónusta hefur verið veitt með góðum árangri í dreifbýlum löndum í áratugi. Enda eykur tæknin aðgengi þeirra sem búa í dreifbýli gríðarlega. Á sama tíma og eftirspurn eftir geðheilbrigðisþjónustu hefur aukist, skýtur skökku við að hið opinbera hafi ekki nýtt fjarheilbrigðisþjónustu til að bæta aðgengi og vinna á geðheilbrigðisvandanum. Fjölmargar einkareknar stofur í geðheilbrigðisþjónustu nýta sér þessa tækni sem hefur gefist vel, en hins vegar nýtir engin opinber þjónustustofnun sér hana. Og það þrátt fyrir að til staðar sé íslensk tækni sem hefur öll tilskilin leyfi Landlæknis. Af hverju gengur hinu opinbera mun hægar en einkaaðilum að brjóta niður þá veggi sem stjórnvöld segja að séu til staðar á milli þjónustunnar og þeirrar tækni sem er til staðar? Með því að bjóða bæði upp á stað- og fjarþjónustu um allt land er hægt að stytta biðtíma og -lista, nýta tíma heilbrigðisstarfsfólks betur og byggja upp sterkt teymi stuðnings og aðstoðar. Efling geðheilbrigðisþjónustu er forgangsmál í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar líkt og í þeim fyrri. Getur verið að gamaldags hugsun komi í veg fyrir skynsama uppbyggingu á heilbrigðiskerfinu? Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun