Eru foreldrar vannýtt auðlind í íslensku skólakerfi? Arnar Ævarsson skrifar 16. mars 2022 16:00 Nú sígur á seinni hluta þessa skólaárs og eflaust margir farnir að hugsa til vorsins með betri tíð og blóm í haga. Undanfarin tvö ár hafa verið krefjandi, svo ekki sé meira sagt, þar sem skólasamfélagið allt hefur þurft að aðlaga sig að síbreytilegum aðstæðum og finna skapandi lausnir í skólastarfinu. Það hefur tekist vel til á mörgum sviðum og eiga allir hrós skilið, starfsfólk skóla, nemendur og foreldrar. Það er margt sem heimsfaraldur dregur fram m.a. veikleika og styrkleika, ógnir og tækifæri. Viðbrögðin núna eru þau sem stýra hvort og hvernig við komum til með að vaxa eftir þessa áskorun sem heild, skólasamfélagið, starfsfólk skóla, nemendur og foreldrar. Þátttaka foreldra skiptir máli Foreldrastarf hefur ekki farið varhluta af þessum áskorunum og víða hefur verið erfitt eða jafnvel ómögulegt að halda uppi virku foreldrastarfi, þó víða hafi verið reynt hvað hægt var. Skólar voru lokaðir lengi vel fyrir öðrum en starfsfólki og nemendum og eðlilega skapaði það ákveðna fjarlægð milli hagaðila, þ.m.t. foreldra og skóla, aðila sem eru hvað mikilvægastir er kemur að því að stuðla að velferð nemenda. Rannsóknir sýna að foreldrar eru auðlind fyrir skólastarf og áhrifin af markvissu samstarfi þar sem skólinn og foreldrar vinna þétt saman eru veruleg og skipta sköpum. Jákvæð áhrif má sjá í betri skólabrag, betri líðan nemenda, betri námsárangri og ekki síður eru áhrifin jákvæð á starf kennara. Samstarf kennara og foreldra - skóla og heimila - á að vera næring fyrir alla og liðka fyrir góðu skólastarfi með fjölbreyttum hætti. Það að skólinn taki foreldrum sem samstarfsaðilum með það sameiginlega markmið að stuðla að betra umhverfi fyrir nemendur skiptir meginmáli. Það að vinna markvisst að þátttöku foreldra leiðir af sér ákveðna skuldbindingu foreldra gangvart námi barnanna og það skilar sér í betri líðan og árangri nemenda. Endurreisnin er ábyrgð okkar allra Endurreisn foreldrafélaga er brýnt verkefni og í því ljósi þá erum við hjá Heimili og skóla að fara af stað með átak til að virkja starf foreldrafélaga um allt land á nýjan leik. Svo að vel takist til er mikilvægt að skólasamfélagið sem heild komi þar að, allir hafa hlutverk. Hlutverk skólastjórnenda og kennara vegur þungt í þessu verkefni. Án aðkomu og stuðnings þeirra má vænta þess að endurreisn foreldrafélaga verði erfið og sú mikilvæga auðlind sem foreldrar eru fyrir skólastarf fer út um gluggann á kostnað framgangs nemenda, það má hreinlega ekki. Í grunnskólalögum og aðalnámskrá er skýrt dregin fram sú ábyrgð sem skólastjórnendur og kennarar hafa að halda uppi virku samstarfi við foreldra. Skólastjóri er ábyrgur fyrir stofnun foreldrafélags og að félagið fái aðstoð eftir þörfum eins og segir í 9. gr. grunnskólalaga. Staða og virkni foreldrafélaga víða um land er með þeim hætti nú að við þurfum öll að taka höndum saman. Þessari stöðu fylgja þó tækifæri sem er mikilvægt að horfa til. Í allri endurreisn gefst tækifæri til að bæta það sem vantaði áður, að forma samstarf foreldra og skóla með markvissum hætti, setja markmið og skapa sýn, skilgreina hver á hvaða hlutverk og móta samskiptaleiðir svo dæmi séu tekin. Allt þetta styrkir og eflir skólasamfélagið. Stuðningur til staðar Við hjá Heimili og skóla – landssamtökum foreldra veitum allan þann stuðning sem til þarf fyrir foreldrafélög, foreldra og ekki síður skólastjórnendur og kennara til að efla foreldrastarf og styrkja samstarf heimila og skóla. Við bjóðum upp á fræðslu um leiðir og ávinning sem skapast af öflugu samstarfi, góðum ráðum um skipulag og utanumhald foreldrastarfs. Við veitum ráðgjöf til skólastjórnenda og fagfólks varðandi leiðir, áskoranir, ávinning og tækifæri í samstarfi við foreldra. Það er von okkar og trú að sameiginlega náum við enn lengra og sú auðlind sem gott samstarf foreldra og skóla er varðandi velferð nemenda sé nýtt að fullu, börnin okkar eiga þann rétt að svo sé gert. Vinnum saman með allar auðlindir til að gera skólastarf betra fyrir börnin. Höfundur er framkvæmdastjóri Heimili og skóla – landssamtaka foreldra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Nú sígur á seinni hluta þessa skólaárs og eflaust margir farnir að hugsa til vorsins með betri tíð og blóm í haga. Undanfarin tvö ár hafa verið krefjandi, svo ekki sé meira sagt, þar sem skólasamfélagið allt hefur þurft að aðlaga sig að síbreytilegum aðstæðum og finna skapandi lausnir í skólastarfinu. Það hefur tekist vel til á mörgum sviðum og eiga allir hrós skilið, starfsfólk skóla, nemendur og foreldrar. Það er margt sem heimsfaraldur dregur fram m.a. veikleika og styrkleika, ógnir og tækifæri. Viðbrögðin núna eru þau sem stýra hvort og hvernig við komum til með að vaxa eftir þessa áskorun sem heild, skólasamfélagið, starfsfólk skóla, nemendur og foreldrar. Þátttaka foreldra skiptir máli Foreldrastarf hefur ekki farið varhluta af þessum áskorunum og víða hefur verið erfitt eða jafnvel ómögulegt að halda uppi virku foreldrastarfi, þó víða hafi verið reynt hvað hægt var. Skólar voru lokaðir lengi vel fyrir öðrum en starfsfólki og nemendum og eðlilega skapaði það ákveðna fjarlægð milli hagaðila, þ.m.t. foreldra og skóla, aðila sem eru hvað mikilvægastir er kemur að því að stuðla að velferð nemenda. Rannsóknir sýna að foreldrar eru auðlind fyrir skólastarf og áhrifin af markvissu samstarfi þar sem skólinn og foreldrar vinna þétt saman eru veruleg og skipta sköpum. Jákvæð áhrif má sjá í betri skólabrag, betri líðan nemenda, betri námsárangri og ekki síður eru áhrifin jákvæð á starf kennara. Samstarf kennara og foreldra - skóla og heimila - á að vera næring fyrir alla og liðka fyrir góðu skólastarfi með fjölbreyttum hætti. Það að skólinn taki foreldrum sem samstarfsaðilum með það sameiginlega markmið að stuðla að betra umhverfi fyrir nemendur skiptir meginmáli. Það að vinna markvisst að þátttöku foreldra leiðir af sér ákveðna skuldbindingu foreldra gangvart námi barnanna og það skilar sér í betri líðan og árangri nemenda. Endurreisnin er ábyrgð okkar allra Endurreisn foreldrafélaga er brýnt verkefni og í því ljósi þá erum við hjá Heimili og skóla að fara af stað með átak til að virkja starf foreldrafélaga um allt land á nýjan leik. Svo að vel takist til er mikilvægt að skólasamfélagið sem heild komi þar að, allir hafa hlutverk. Hlutverk skólastjórnenda og kennara vegur þungt í þessu verkefni. Án aðkomu og stuðnings þeirra má vænta þess að endurreisn foreldrafélaga verði erfið og sú mikilvæga auðlind sem foreldrar eru fyrir skólastarf fer út um gluggann á kostnað framgangs nemenda, það má hreinlega ekki. Í grunnskólalögum og aðalnámskrá er skýrt dregin fram sú ábyrgð sem skólastjórnendur og kennarar hafa að halda uppi virku samstarfi við foreldra. Skólastjóri er ábyrgur fyrir stofnun foreldrafélags og að félagið fái aðstoð eftir þörfum eins og segir í 9. gr. grunnskólalaga. Staða og virkni foreldrafélaga víða um land er með þeim hætti nú að við þurfum öll að taka höndum saman. Þessari stöðu fylgja þó tækifæri sem er mikilvægt að horfa til. Í allri endurreisn gefst tækifæri til að bæta það sem vantaði áður, að forma samstarf foreldra og skóla með markvissum hætti, setja markmið og skapa sýn, skilgreina hver á hvaða hlutverk og móta samskiptaleiðir svo dæmi séu tekin. Allt þetta styrkir og eflir skólasamfélagið. Stuðningur til staðar Við hjá Heimili og skóla – landssamtökum foreldra veitum allan þann stuðning sem til þarf fyrir foreldrafélög, foreldra og ekki síður skólastjórnendur og kennara til að efla foreldrastarf og styrkja samstarf heimila og skóla. Við bjóðum upp á fræðslu um leiðir og ávinning sem skapast af öflugu samstarfi, góðum ráðum um skipulag og utanumhald foreldrastarfs. Við veitum ráðgjöf til skólastjórnenda og fagfólks varðandi leiðir, áskoranir, ávinning og tækifæri í samstarfi við foreldra. Það er von okkar og trú að sameiginlega náum við enn lengra og sú auðlind sem gott samstarf foreldra og skóla er varðandi velferð nemenda sé nýtt að fullu, börnin okkar eiga þann rétt að svo sé gert. Vinnum saman með allar auðlindir til að gera skólastarf betra fyrir börnin. Höfundur er framkvæmdastjóri Heimili og skóla – landssamtaka foreldra.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun