Ásatrúarfólki misboðið Hilmar Örn Hilmarsson og Jóhanna Harðardóttir skrifa 18. mars 2022 14:00 Í Vísi í dag er frétt um málflutning í máli Ágústar og Einars Ágústssona kennda við Zúisma. Þar leyfir Jón Bjarni Kristjónsson, verjandi Einars sér að líkja Zúisma við Ásatrúarfélagið sem „væri fyrst og fremst að bjóða upp á athafnir, en væri ekki endilega með reglulega viðburði. Félagsmenn kæmu öðru hvoru saman til að blóta og svo sé mætt til að lesa Hávamál og fá sér bjór.“ Félögum í Ásatrúarfélaginu er verulega misboðið að aðstandendur Zúisma skuli leyfa sér að bera starfshætti þessara tveggja félaga saman, enda greinilegt á þessum orðum að þekkingin á starfsemi Ásatrúarfélagsins er engin. Staðreyndin er þessi: Ásatrúarfélagið heldur úti mikilli menningarstarfsemi og þjónustu við félaga þess allan ársins hring af ábyrgð og drengskap og samkvæmt lögum. Á viðburðum á vegum félagsins er áfengi aldrei í boði. Félagið heldur úti mikilli þjónustu við félaga sína, sér um nafngjafir, siðfræðslu fyrir unglinga, siðfestuathafnir (heiðin ferming), hjónavígslur og útfarir með allri þeirri umönnun og vinnslu sem því tilheyrir. Goðar þess eru til staðar fyrir félagana um allt land og sinna starfskyldum við félagið og fólkið með ýmsum hætti. Blót eru haldin um allt land með fyrirfram skipulögðum hætti s.s. Landvættablót, Jólablót, Þorrablót, Sumardagsblót, Jafndægrablót að vori og hausti, Þingblót, Dísablót eða Haustblót. Auk þessara föstu blóta boða goðarnir sjálfir til blóta víðs vegar um landið af öðru tilefni þegar þeir vilja og þurfa þykir. Fyrir utan athafnir sem þessar er í boði margvísleg menningarstarfsemi á vegum Ásatrúarfélagsins sem reyndar hefur orðið fyrir barðinu á Covid undanfarin tvö ár, en þó haldið áfram með einhverjum hætti þegar ástand leyfir. Þar má meðal annars nefna alls kyns námskeið og fræðslufundi um menningu og umhverfismál, leshring, handverkskvöld, goðafundi í héraði og margt, margt fleira. Ásatrúarfélagið telur sig yfir samanburð við Zuisma hafið, en vill að sannmælis sé gætt í fjölmiðlum. Höfundar eru Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði og Jóhanna Harðardóttir, Kjalnesingagoði og staðgengill allsherjargoða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Dómsmál Zuism Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í Vísi í dag er frétt um málflutning í máli Ágústar og Einars Ágústssona kennda við Zúisma. Þar leyfir Jón Bjarni Kristjónsson, verjandi Einars sér að líkja Zúisma við Ásatrúarfélagið sem „væri fyrst og fremst að bjóða upp á athafnir, en væri ekki endilega með reglulega viðburði. Félagsmenn kæmu öðru hvoru saman til að blóta og svo sé mætt til að lesa Hávamál og fá sér bjór.“ Félögum í Ásatrúarfélaginu er verulega misboðið að aðstandendur Zúisma skuli leyfa sér að bera starfshætti þessara tveggja félaga saman, enda greinilegt á þessum orðum að þekkingin á starfsemi Ásatrúarfélagsins er engin. Staðreyndin er þessi: Ásatrúarfélagið heldur úti mikilli menningarstarfsemi og þjónustu við félaga þess allan ársins hring af ábyrgð og drengskap og samkvæmt lögum. Á viðburðum á vegum félagsins er áfengi aldrei í boði. Félagið heldur úti mikilli þjónustu við félaga sína, sér um nafngjafir, siðfræðslu fyrir unglinga, siðfestuathafnir (heiðin ferming), hjónavígslur og útfarir með allri þeirri umönnun og vinnslu sem því tilheyrir. Goðar þess eru til staðar fyrir félagana um allt land og sinna starfskyldum við félagið og fólkið með ýmsum hætti. Blót eru haldin um allt land með fyrirfram skipulögðum hætti s.s. Landvættablót, Jólablót, Þorrablót, Sumardagsblót, Jafndægrablót að vori og hausti, Þingblót, Dísablót eða Haustblót. Auk þessara föstu blóta boða goðarnir sjálfir til blóta víðs vegar um landið af öðru tilefni þegar þeir vilja og þurfa þykir. Fyrir utan athafnir sem þessar er í boði margvísleg menningarstarfsemi á vegum Ásatrúarfélagsins sem reyndar hefur orðið fyrir barðinu á Covid undanfarin tvö ár, en þó haldið áfram með einhverjum hætti þegar ástand leyfir. Þar má meðal annars nefna alls kyns námskeið og fræðslufundi um menningu og umhverfismál, leshring, handverkskvöld, goðafundi í héraði og margt, margt fleira. Ásatrúarfélagið telur sig yfir samanburð við Zuisma hafið, en vill að sannmælis sé gætt í fjölmiðlum. Höfundar eru Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði og Jóhanna Harðardóttir, Kjalnesingagoði og staðgengill allsherjargoða.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar