Árásarmaðurinn í Malmö vildi verða kennari Smári Jökull Jónsson skrifar 24. mars 2022 21:43 Blómvendir hafa verið lagðir utan við hlið Malmö Latin skólans þar sem 18 ára árásarmaður myrti tvo kennara skólans á mánudaginn. Vísir/AP Árásarmaðurinn sem myrti tvo kennara í Malmö á mánudag vildi sjálfur verða kennari. Starfsfólk skólans hafði margsinnis tilkynnt um einkennilega hegðun hans áður en árásin átti sér stað. Morðin á tveimur kennurum í framhaldsskóla í borginni Malmö í Svíþjóð hafa vakið töluverðan óhug. Árásarmaðurinn, sem er 18 ára gamall nemandi við skólann, réðst með öxi og hníf á tvær konur sem báðar eru kennarar við skólann. Hann var handtekinn tíu mínútum eftir að tilkynning um árásina barst til lögreglu. Árásarmaðurinn hringdi sjálfur í lögregluna og tilkynnti hvað hann hafði gert. Lögreglan vinnur nú að því að kortleggja líf mannsins og púsla saman þeim bitum sem hún hefur í höndunum. Manninum hefur verið lýst sem óframfærnum einstakling sem spilaði tölvuleiki, teiknaði og fór í ræktina. Sérstök hegðun hans hafði vakið athygli starfsmanna skólans sem höfðu margsinnis tilkynnt hegðunina. Í starfsumsókn sem maðurinn sendi til borgaryfirvalda í Trelleborg, sem er rúma þrjátíu kílómetra frá Malmö, kemur fram að hann hafi viljað verða kennari þegar hann yrði eldri. Maðurinn er búsettur í Trelleborg. Malmö Latin skólinn er staðsettur í miðborg Malmö, aðeins nokkur hundruð metra frá lögreglustöð.Vísir/AP „Mig langar að starfa sem kennari þegar ég verð stór, starf sem einkennist af því að geta átt samskipti við aðra og kenna og það finnst mér áhugavert,“ skrifaði maðurinn í bréfið sem Svenska Dagbladet hefur birt hluta úr á heimasíðu sinni. „Að kynnast nýju fólki getur verið áhugavert þar sem það er skemmtilegt og þróar hæfileikann til samskipta,“ segir einnig í bréfinu. Hegðunin breyttist Síðustu mánuðina fyrir morðin hafði hegðun mannsins breyst en það kemur fram í samtölum sem lögreglan hefur átt við starfsmenn skólans. Hann hafði hagað sér undarlega í vetur og óttast var að eitthvað alvarlegt gæti gerst. Sama dag og morðin voru framin ræddi kennari um áhyggjur sínar af nemandanum við samstarfsfélaga sína Maðurinn situr í gæsluvarðhaldi og hefur viðurkennt morðin. Lögfræðingur hans hefur ekkert viljað tjá sig um ástæðu morðanna og hvað varð til þess að maðurinn framdi verknaðinn. Hann segir að ákveðin atburður hafi átt sér stað í einkalífi mannsins fyrir skömmu sem túlka megi sem nokkurs konar kveikju að atburðinum. Hann segir árásina hafi snúist um fullorðna í skólanum en ekki samnemendur. Þá segir hann einnig að maðurinn hafi ákveðið að ráðast inn í skólann örfáum dögum áður en árásin átti sér stað. Svíþjóð Tengdar fréttir Tvær konur látnar og átján ára nemandi handtekinn Lögreglan í Malmö segir tvær konur hafa látist í árás við framhaldsskóla fyrr í dag. Konurnar voru fluttar á sjúkrahús um klukkutíma eftir að lögregla fékk tilkynningu um málið en voru úrskurðaðar látnar í kjölfarið. Konurnar sem létust voru starfsmenn við skólann að sögn lögreglu. 21. mars 2022 22:44 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Morðin á tveimur kennurum í framhaldsskóla í borginni Malmö í Svíþjóð hafa vakið töluverðan óhug. Árásarmaðurinn, sem er 18 ára gamall nemandi við skólann, réðst með öxi og hníf á tvær konur sem báðar eru kennarar við skólann. Hann var handtekinn tíu mínútum eftir að tilkynning um árásina barst til lögreglu. Árásarmaðurinn hringdi sjálfur í lögregluna og tilkynnti hvað hann hafði gert. Lögreglan vinnur nú að því að kortleggja líf mannsins og púsla saman þeim bitum sem hún hefur í höndunum. Manninum hefur verið lýst sem óframfærnum einstakling sem spilaði tölvuleiki, teiknaði og fór í ræktina. Sérstök hegðun hans hafði vakið athygli starfsmanna skólans sem höfðu margsinnis tilkynnt hegðunina. Í starfsumsókn sem maðurinn sendi til borgaryfirvalda í Trelleborg, sem er rúma þrjátíu kílómetra frá Malmö, kemur fram að hann hafi viljað verða kennari þegar hann yrði eldri. Maðurinn er búsettur í Trelleborg. Malmö Latin skólinn er staðsettur í miðborg Malmö, aðeins nokkur hundruð metra frá lögreglustöð.Vísir/AP „Mig langar að starfa sem kennari þegar ég verð stór, starf sem einkennist af því að geta átt samskipti við aðra og kenna og það finnst mér áhugavert,“ skrifaði maðurinn í bréfið sem Svenska Dagbladet hefur birt hluta úr á heimasíðu sinni. „Að kynnast nýju fólki getur verið áhugavert þar sem það er skemmtilegt og þróar hæfileikann til samskipta,“ segir einnig í bréfinu. Hegðunin breyttist Síðustu mánuðina fyrir morðin hafði hegðun mannsins breyst en það kemur fram í samtölum sem lögreglan hefur átt við starfsmenn skólans. Hann hafði hagað sér undarlega í vetur og óttast var að eitthvað alvarlegt gæti gerst. Sama dag og morðin voru framin ræddi kennari um áhyggjur sínar af nemandanum við samstarfsfélaga sína Maðurinn situr í gæsluvarðhaldi og hefur viðurkennt morðin. Lögfræðingur hans hefur ekkert viljað tjá sig um ástæðu morðanna og hvað varð til þess að maðurinn framdi verknaðinn. Hann segir að ákveðin atburður hafi átt sér stað í einkalífi mannsins fyrir skömmu sem túlka megi sem nokkurs konar kveikju að atburðinum. Hann segir árásina hafi snúist um fullorðna í skólanum en ekki samnemendur. Þá segir hann einnig að maðurinn hafi ákveðið að ráðast inn í skólann örfáum dögum áður en árásin átti sér stað.
Svíþjóð Tengdar fréttir Tvær konur látnar og átján ára nemandi handtekinn Lögreglan í Malmö segir tvær konur hafa látist í árás við framhaldsskóla fyrr í dag. Konurnar voru fluttar á sjúkrahús um klukkutíma eftir að lögregla fékk tilkynningu um málið en voru úrskurðaðar látnar í kjölfarið. Konurnar sem létust voru starfsmenn við skólann að sögn lögreglu. 21. mars 2022 22:44 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Tvær konur látnar og átján ára nemandi handtekinn Lögreglan í Malmö segir tvær konur hafa látist í árás við framhaldsskóla fyrr í dag. Konurnar voru fluttar á sjúkrahús um klukkutíma eftir að lögregla fékk tilkynningu um málið en voru úrskurðaðar látnar í kjölfarið. Konurnar sem létust voru starfsmenn við skólann að sögn lögreglu. 21. mars 2022 22:44