Friðrik Ingi: Ég var ekki ánægður með dómgæsluna í kvöld Smári Jökull Jónsson skrifar 25. mars 2022 20:31 Friðrik Ingi ræðir hér við Eggert Þór Aðalsteinsson dómara sem dæmdi þó ekki í Grindavík í kvöld. Friðrik var óánægður með dómgæsluna í leiknum í kvöld. Vísir/Bára Dröfn „Þetta var bara villa. Hann er með lítinn skurð á enninu sem blæðir úr þannig að það segir allt sem segja þarf,“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfari ÍR sem vildi villu í síðustu sókn ÍR í tapleiknum gegn Grindavík í kvöld. Atvikið sem Friðrik Ingi er að tala um gerist þegar fjórtán sekúndur eru eftir af leiknum. Jordan Semple var þá undir körfunni, náði skoti en hitti ekki. ÍR-ingar vildu villu en ekkert var dæmt og þess í stað fór Grindavík upp völlinn og EC Matthews tryggði þeim sigur með flautukörfu. Friðrik Ingi ræddi við dómarana eftir leik en lítið var um svör að hans mati. „Þeir gátu ekki svarað neinu, þeir töldu að ég væri of æstur. Ég kannski aðeins hækkaði röddina en var samt ekkert dónalegur. Ég ætla bara að segja það að ég var ekki ánægður með dómgæsluna í kvöld. Ég held að það sé í fyrsta skipti sem ég segi það í viðtali,“ sagði Friðrik Ingi við Vísi eftir leik í kvöld. „Hins vegar eru atriði í mínu liði þar sem við hefðum getað gert betur til að klára leikinn og allt það. Ég hef alveg þann þroska og skilning á því að það þarf meira til. Það er 21-12 í vítum, menn geta bara skoðað þetta,“ bætti Friðrik Ingi við. ÍR-ingar komust átján stigum yfir í öðrum leikhluta en Grindvíkingar skoruðu ellefu síðustu stig leikhlutans og náðu að minnka muninn verulega fyrir leikhlé. „Við skoruðum líka í einhverjum kippum, svona er bara þessi leikur. Við komumst aftur yfir og ég átti alveg von á leiknum með þessum hætti. Vissulega, komnir átján stigum yfir, þá fórum við aðeins út úr okkar kennileiti og ég var ekki ánægður með það.“ „Ég óska Grindavík til hamingju, þeir fengu þessi tvö stig og þannig er það.“ Von ÍR-inga um sæti í úrslitakeppni er veik eftir tapið en þeir eru fjórum stigum á eftir KR og Breiðablik með tvo leiki eftir í deildinni. „Ég held að Breiðablik sé í sterkustu stöðunni. Ég er svo sem ekkert að hugsa um þetta núna, ég er fyrst og fremst óánægður með að við höfum ekki náð að vinna þennan leik. Meiri partinn af leiknum var ég mjög ánægður með spilamennskuna. Nú er bara stutt hvíld því það er leikur aftur á sunnudag,“ sagði Friðrik Ingi að endingu. UMF Grindavík ÍR Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík-ÍR 89-86 | Möguleikar gestanna á sæti í úrslitakeppninni svo gott sem úr sögunni Grindavík vann þriggja stiga sigur á ÍR í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Sigurinn vannst með síðasta skoti leiksins en EC Matthews tryggði Grindvíkingum stigin tvö með flautuþrist. Vonir ÍR um sæti í úrslitakeppninni eru svo gott sem úr sögunni eftir tap kvöldsins. 25. mars 2022 20:00 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Sjá meira
Atvikið sem Friðrik Ingi er að tala um gerist þegar fjórtán sekúndur eru eftir af leiknum. Jordan Semple var þá undir körfunni, náði skoti en hitti ekki. ÍR-ingar vildu villu en ekkert var dæmt og þess í stað fór Grindavík upp völlinn og EC Matthews tryggði þeim sigur með flautukörfu. Friðrik Ingi ræddi við dómarana eftir leik en lítið var um svör að hans mati. „Þeir gátu ekki svarað neinu, þeir töldu að ég væri of æstur. Ég kannski aðeins hækkaði röddina en var samt ekkert dónalegur. Ég ætla bara að segja það að ég var ekki ánægður með dómgæsluna í kvöld. Ég held að það sé í fyrsta skipti sem ég segi það í viðtali,“ sagði Friðrik Ingi við Vísi eftir leik í kvöld. „Hins vegar eru atriði í mínu liði þar sem við hefðum getað gert betur til að klára leikinn og allt það. Ég hef alveg þann þroska og skilning á því að það þarf meira til. Það er 21-12 í vítum, menn geta bara skoðað þetta,“ bætti Friðrik Ingi við. ÍR-ingar komust átján stigum yfir í öðrum leikhluta en Grindvíkingar skoruðu ellefu síðustu stig leikhlutans og náðu að minnka muninn verulega fyrir leikhlé. „Við skoruðum líka í einhverjum kippum, svona er bara þessi leikur. Við komumst aftur yfir og ég átti alveg von á leiknum með þessum hætti. Vissulega, komnir átján stigum yfir, þá fórum við aðeins út úr okkar kennileiti og ég var ekki ánægður með það.“ „Ég óska Grindavík til hamingju, þeir fengu þessi tvö stig og þannig er það.“ Von ÍR-inga um sæti í úrslitakeppni er veik eftir tapið en þeir eru fjórum stigum á eftir KR og Breiðablik með tvo leiki eftir í deildinni. „Ég held að Breiðablik sé í sterkustu stöðunni. Ég er svo sem ekkert að hugsa um þetta núna, ég er fyrst og fremst óánægður með að við höfum ekki náð að vinna þennan leik. Meiri partinn af leiknum var ég mjög ánægður með spilamennskuna. Nú er bara stutt hvíld því það er leikur aftur á sunnudag,“ sagði Friðrik Ingi að endingu.
UMF Grindavík ÍR Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík-ÍR 89-86 | Möguleikar gestanna á sæti í úrslitakeppninni svo gott sem úr sögunni Grindavík vann þriggja stiga sigur á ÍR í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Sigurinn vannst með síðasta skoti leiksins en EC Matthews tryggði Grindvíkingum stigin tvö með flautuþrist. Vonir ÍR um sæti í úrslitakeppninni eru svo gott sem úr sögunni eftir tap kvöldsins. 25. mars 2022 20:00 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Sjá meira
Leik lokið: Grindavík-ÍR 89-86 | Möguleikar gestanna á sæti í úrslitakeppninni svo gott sem úr sögunni Grindavík vann þriggja stiga sigur á ÍR í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Sigurinn vannst með síðasta skoti leiksins en EC Matthews tryggði Grindvíkingum stigin tvö með flautuþrist. Vonir ÍR um sæti í úrslitakeppninni eru svo gott sem úr sögunni eftir tap kvöldsins. 25. mars 2022 20:00