„Að ganga út á þjóðarleikvanginn sem fyrirliði í fyrsta skipti var einstakt“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. mars 2022 07:01 Christian Eriksen var fyrirliði danska landsliðsins í endurkomu sinni á Parken. Lars Ronbog / FrontZoneSport via Getty Images Fyrir 290 dögum fór Christian Eriksen í hjartastopp í leik Danmerkur og Finnlands á EM í fótbolta síðasta sumar. Í gær snéri hann aftur á sama völl með danska landsliðinu þegar hann bar fyrirliðabandið í 3-0 sigri gegn Serbíu. Þrátt fyrir að leikur Danmerkur og Serbíu hafi í raun verið þýðingarlítill vináttulandsleikur var augljós gleði meðal viðstaddra fyrir leik. Christian Eriksen var að snúa aftur á sama völl og hann hné niður á fyrir tæplega tíu mánuðum og ekki minnkaði gleðin þegar leikmaðurinn skoraði þriðja mark danska liðsins á 57. mínútu. Christian Eriksen leads out Denmark as captain on his return to Parken Stadium, the venue where he suffered cardiac arrest at the Euros last year 👏 pic.twitter.com/IXRgKVwmJR— B/R Football (@brfootball) March 29, 2022 Eriksen ræddi við fjölmiðla eftir leik og sagði að það væri einstök tilfinning að leiða liðið út á völlinn í leik sem þessum. „Þetta er ekki lokakaflinn, heldur er þetta bara byrjunin á fótboltaferli sem heldur áfram,“ sagði Eriksen að leikslokum. „Þetta var smá pása í nokkra mánuði, en nú snýst þetta um að koma fótboltanum aftur í gang.“ „Þetta var í fyrsta skipti sem ég er fyrirliði og geng út á þennan völl. Ég hef verið fyrirliði áður, en ekki hér. Að ganga út á þjóðarleikvanginn sem fyrirliði í fyrsta skipti var einstakt.“ „Það að leiða strákana út var mjög tilfinningaþrungið og eitthvað sem ég get verið stoltur af. Þetta var yndisleg tilfinning,“ sagði Eriksen meyr að lokum. Fótbolti Hjartastopp hjá Christian Eriksen Tengdar fréttir Sjáðu endurkomu Eriksen á Parken og markið sem fullkomnaði hana Það var falleg stund er Christian Eriksen snéri aftur á Parken með danska landsliðinu í fótbolta í kvöld, 290 dögum eftir að leikmaðurinn fór í hjartastopp á sama velli á EM í fyrra. 29. mars 2022 23:00 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Sjá meira
Þrátt fyrir að leikur Danmerkur og Serbíu hafi í raun verið þýðingarlítill vináttulandsleikur var augljós gleði meðal viðstaddra fyrir leik. Christian Eriksen var að snúa aftur á sama völl og hann hné niður á fyrir tæplega tíu mánuðum og ekki minnkaði gleðin þegar leikmaðurinn skoraði þriðja mark danska liðsins á 57. mínútu. Christian Eriksen leads out Denmark as captain on his return to Parken Stadium, the venue where he suffered cardiac arrest at the Euros last year 👏 pic.twitter.com/IXRgKVwmJR— B/R Football (@brfootball) March 29, 2022 Eriksen ræddi við fjölmiðla eftir leik og sagði að það væri einstök tilfinning að leiða liðið út á völlinn í leik sem þessum. „Þetta er ekki lokakaflinn, heldur er þetta bara byrjunin á fótboltaferli sem heldur áfram,“ sagði Eriksen að leikslokum. „Þetta var smá pása í nokkra mánuði, en nú snýst þetta um að koma fótboltanum aftur í gang.“ „Þetta var í fyrsta skipti sem ég er fyrirliði og geng út á þennan völl. Ég hef verið fyrirliði áður, en ekki hér. Að ganga út á þjóðarleikvanginn sem fyrirliði í fyrsta skipti var einstakt.“ „Það að leiða strákana út var mjög tilfinningaþrungið og eitthvað sem ég get verið stoltur af. Þetta var yndisleg tilfinning,“ sagði Eriksen meyr að lokum.
Fótbolti Hjartastopp hjá Christian Eriksen Tengdar fréttir Sjáðu endurkomu Eriksen á Parken og markið sem fullkomnaði hana Það var falleg stund er Christian Eriksen snéri aftur á Parken með danska landsliðinu í fótbolta í kvöld, 290 dögum eftir að leikmaðurinn fór í hjartastopp á sama velli á EM í fyrra. 29. mars 2022 23:00 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Sjá meira
Sjáðu endurkomu Eriksen á Parken og markið sem fullkomnaði hana Það var falleg stund er Christian Eriksen snéri aftur á Parken með danska landsliðinu í fótbolta í kvöld, 290 dögum eftir að leikmaðurinn fór í hjartastopp á sama velli á EM í fyrra. 29. mars 2022 23:00