Í hverja var hringt? Kristrún Frostadóttir skrifar 31. mars 2022 07:00 Það er fyrir algjöra tilviljun að við vitum að litlir fjárfestar fengu að fjárfesta með afslætti í Íslandsbanka um daginn. Upplýsingar bárust um þrjá innherja. Einn aðili keypti fyrir 55 milljónir króna. Annar fyrir 27 milljónir króna. Og sá þriðji fyrir 11 milljónir króna. Hver var tilgangurinn með því að fá þessa aðila inn? Eru þeir að taka á sig umtalsverða markaðsáhættu með því að kaupa fyrir 11 milljónir króna? Eru þetta langtímafjárfestar? Þetta eru allt aðilar sem hefðu hæglega getað keypt umrædd bréf á eftirmarkaði, án afsláttar, eins og allir aðrir. Tilgangurinn með tilboðsfyrirkomulaginu var ekki að leyfa nokkrum fagfjárfestum sem eru að fjárfesta fyrir sitt persónulega bókhald að fá smá afslátt. Svona upphæðir – litlar upphæðir sem vekja minni athygli – vekja einmitt upp stærstu spurningarnar. Hvernig voru þessir aðilar valdir? Hversu stór hluti Íslandsbanka í þessari umferð var seldur undir markaðsverði til aðila sem þurftu alls ekki svona afslátt? Til aðila sem eru ekki stórir langtímafjárfestar – heldur mögulega bara á réttum hringilista hjá verðbréfamiðlara? Þessar upplýsingar þurfa að koma fram. Það var tekin ákvörðun í annarri umferð sölu hluta í Íslandsbanka að halda ekki almennt útboð. Almenningi gafst ekki kostur á að kaupa. Rökin voru þau að það hefði verið nóg af slíkum fjárfestum í síðasta útboði. Nú væri komið að hæfu fjárfestunum og mikilvægt að fá að borðinu stóra fjárfesta, sem treystu sér til að styðja við rekstur bankans til lengri tíma, stór hlutur í bankanum þýddi að aðilarnir væru að taka á sig umtalsverða markaðsáhættu – hluturinn gæti mögulega fallið í verði eftir kaupin. Því væri eðlilegt að veita afslátt af markaðsverði. Kostnaðurinn af útboðinu yrði jafnframt lægri. Jafnræði og gagnsæi yrði leiðarljósið þegar valið væri um slíka fjárfesta. Svona var þessu stillt upp. Þegar fjármálaráðherra var svo spurður að morgni útboðs hvers vegna veittur væri 5 krónu afsláttur af markaðsverði við kaupin, þrátt fyrir umtalsverða umfram eftirspurn eftir bréfum í bankanum, þar á meðal frá stórum lífeyrissjóðum, var sagt að það væri heildarmyndin sem skipti máli. Hverjir keyptu væri það sem skiptir máli. Já, hverjir keyptu skiptir nefnilega máli. Tilboðsfyrirkomulag er þekkt aðferð við sölu á stórum hlutum í fyrirtækjum. Tvennt þarf þó að hafa í huga: 1) Afslátturinn er ekki meitlaður í stein. Hann tekur mið af áhuga – og óljóst er enn hvernig sá áhugi dreifðist. Aðeins hefur borist yfirlýsing frá Bankasýslunni um talsverða umfram eftirspurn. 2) Það er ekki verið að selja bara einhverja eign, eitthvað fyrirtæki. Heldur almenningseign. Því skiptir máli að almenningur fái skýr rök fyrir því hvers vegna verðmiðinn var þessi. Og hvers vegna þeir aðilar sem fengu að kaupa, fengu að kaupa, og af hverju þeir fengu ákveðinn hlut en aðrir ekki. Vandinn er sá að ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa tileinkað sér ákveðinn pólitískan stíl í frásögn af þessu máli – eins og mörgu öðru. Svokölluð „stjórnmál óumflýjanleika“ stunduð. Stjórnmál sem segja þá sögu að við séum alltaf á réttri leið. Þó að vandamál komi upp þá séu þau óumflýjanleg og hliðaráhrif þess hlutlausa kerfis sem stjórnvöld þó móta. Í tilviki sölu almenningseigna í markaðshagkerfi gæti það birst með þeim hætti að aðalmálið sé að koma hlutunum á markað – ósýnilega höndin muni koma hlutunum á réttan stað. Ef hliðarafurð slíkrar sölu sé sú að einhverjir kaupi sem þurfi ekki að kaupa á afslætti þá sé það í raun aðeins aukaatriði. Stóra fréttin sé sú að bankinn hafi verið seldur og heilt yfir gekk allt vel. Þá er hægt að gleyma gildunum, þá þarf ekki að spyrja sig gagnrýnna og erfiða spurninga, horfa inn á við; náttúrulega ferlið sér bara um þetta. Svona hliðarafurð úr frásagnarheimi „stjórnmála óumflýjanleikans“ birtist okkur nefnilega núna. Það er nokkuð öruggt að ef fjármálaráðherra hefði staðið í pontu Alþingis fyrir nokkrum vikum síðan og sagt að það væri markmið með sölunni á Íslandsbanka í þetta skipti að fá inn hóp af tilfallandi smáum fjárfestum til að leggja inn 10-50 milljónir í bankann – og veita þeim afslátt af upphæð sem þeir gátu allt eins keypt á eftirmarkaði – þá hefði verið gerð athugasemd við það. Enda alls ekki uppleggið. Markmiðin með sölunni, á slíku tilboðsverði, virðast nú óljósari en fyrir söluna. Til hvers var vonast til að selja og hvernig fóru tilboðin fram? Það þarf að birta upplýsingar um hverjum bauðst að kaupa á þessu verði, hverjir fengu að fljóta með og hvers vegna. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristrún Frostadóttir Samfylkingin Íslenskir bankar Fjármál heimilisins Alþingi Mest lesið Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Sjá meira
Það er fyrir algjöra tilviljun að við vitum að litlir fjárfestar fengu að fjárfesta með afslætti í Íslandsbanka um daginn. Upplýsingar bárust um þrjá innherja. Einn aðili keypti fyrir 55 milljónir króna. Annar fyrir 27 milljónir króna. Og sá þriðji fyrir 11 milljónir króna. Hver var tilgangurinn með því að fá þessa aðila inn? Eru þeir að taka á sig umtalsverða markaðsáhættu með því að kaupa fyrir 11 milljónir króna? Eru þetta langtímafjárfestar? Þetta eru allt aðilar sem hefðu hæglega getað keypt umrædd bréf á eftirmarkaði, án afsláttar, eins og allir aðrir. Tilgangurinn með tilboðsfyrirkomulaginu var ekki að leyfa nokkrum fagfjárfestum sem eru að fjárfesta fyrir sitt persónulega bókhald að fá smá afslátt. Svona upphæðir – litlar upphæðir sem vekja minni athygli – vekja einmitt upp stærstu spurningarnar. Hvernig voru þessir aðilar valdir? Hversu stór hluti Íslandsbanka í þessari umferð var seldur undir markaðsverði til aðila sem þurftu alls ekki svona afslátt? Til aðila sem eru ekki stórir langtímafjárfestar – heldur mögulega bara á réttum hringilista hjá verðbréfamiðlara? Þessar upplýsingar þurfa að koma fram. Það var tekin ákvörðun í annarri umferð sölu hluta í Íslandsbanka að halda ekki almennt útboð. Almenningi gafst ekki kostur á að kaupa. Rökin voru þau að það hefði verið nóg af slíkum fjárfestum í síðasta útboði. Nú væri komið að hæfu fjárfestunum og mikilvægt að fá að borðinu stóra fjárfesta, sem treystu sér til að styðja við rekstur bankans til lengri tíma, stór hlutur í bankanum þýddi að aðilarnir væru að taka á sig umtalsverða markaðsáhættu – hluturinn gæti mögulega fallið í verði eftir kaupin. Því væri eðlilegt að veita afslátt af markaðsverði. Kostnaðurinn af útboðinu yrði jafnframt lægri. Jafnræði og gagnsæi yrði leiðarljósið þegar valið væri um slíka fjárfesta. Svona var þessu stillt upp. Þegar fjármálaráðherra var svo spurður að morgni útboðs hvers vegna veittur væri 5 krónu afsláttur af markaðsverði við kaupin, þrátt fyrir umtalsverða umfram eftirspurn eftir bréfum í bankanum, þar á meðal frá stórum lífeyrissjóðum, var sagt að það væri heildarmyndin sem skipti máli. Hverjir keyptu væri það sem skiptir máli. Já, hverjir keyptu skiptir nefnilega máli. Tilboðsfyrirkomulag er þekkt aðferð við sölu á stórum hlutum í fyrirtækjum. Tvennt þarf þó að hafa í huga: 1) Afslátturinn er ekki meitlaður í stein. Hann tekur mið af áhuga – og óljóst er enn hvernig sá áhugi dreifðist. Aðeins hefur borist yfirlýsing frá Bankasýslunni um talsverða umfram eftirspurn. 2) Það er ekki verið að selja bara einhverja eign, eitthvað fyrirtæki. Heldur almenningseign. Því skiptir máli að almenningur fái skýr rök fyrir því hvers vegna verðmiðinn var þessi. Og hvers vegna þeir aðilar sem fengu að kaupa, fengu að kaupa, og af hverju þeir fengu ákveðinn hlut en aðrir ekki. Vandinn er sá að ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa tileinkað sér ákveðinn pólitískan stíl í frásögn af þessu máli – eins og mörgu öðru. Svokölluð „stjórnmál óumflýjanleika“ stunduð. Stjórnmál sem segja þá sögu að við séum alltaf á réttri leið. Þó að vandamál komi upp þá séu þau óumflýjanleg og hliðaráhrif þess hlutlausa kerfis sem stjórnvöld þó móta. Í tilviki sölu almenningseigna í markaðshagkerfi gæti það birst með þeim hætti að aðalmálið sé að koma hlutunum á markað – ósýnilega höndin muni koma hlutunum á réttan stað. Ef hliðarafurð slíkrar sölu sé sú að einhverjir kaupi sem þurfi ekki að kaupa á afslætti þá sé það í raun aðeins aukaatriði. Stóra fréttin sé sú að bankinn hafi verið seldur og heilt yfir gekk allt vel. Þá er hægt að gleyma gildunum, þá þarf ekki að spyrja sig gagnrýnna og erfiða spurninga, horfa inn á við; náttúrulega ferlið sér bara um þetta. Svona hliðarafurð úr frásagnarheimi „stjórnmála óumflýjanleikans“ birtist okkur nefnilega núna. Það er nokkuð öruggt að ef fjármálaráðherra hefði staðið í pontu Alþingis fyrir nokkrum vikum síðan og sagt að það væri markmið með sölunni á Íslandsbanka í þetta skipti að fá inn hóp af tilfallandi smáum fjárfestum til að leggja inn 10-50 milljónir í bankann – og veita þeim afslátt af upphæð sem þeir gátu allt eins keypt á eftirmarkaði – þá hefði verið gerð athugasemd við það. Enda alls ekki uppleggið. Markmiðin með sölunni, á slíku tilboðsverði, virðast nú óljósari en fyrir söluna. Til hvers var vonast til að selja og hvernig fóru tilboðin fram? Það þarf að birta upplýsingar um hverjum bauðst að kaupa á þessu verði, hverjir fengu að fljóta með og hvers vegna. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun