Við eigum öll rétt til náms! Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 31. mars 2022 12:32 Ég sótti þá mögnuðu ráðstefnu Nám er fyrir okkur öll í vikunni. Þegar ég gekk í salinn fór um mig gleði og baráttutilfinning. Þetta var troðfullur salur af fólki sem á það sameiginlegt að hafa verið sett til hliðar í uppbyggingu íslenska menntakerfisins en segir nú: Hingað og ekki lengra! Á ráðstefnunni töluðu fötluð ungmenni og fullorðið fatlað fólk um tækifærin sem þau myndu svo gjarnan vilja hafa. Tækifærin sem við öll hin höfum. Einlægnin, kjarkurinn og baráttuandi þessara frábæru einstaklinga sem hver og einn tók ákvörðun um að stíga fram skein svo sterkt í gegn. Þarna heyrðust raddirnar sem skiptir svo miklu máli að hlustað sé á. Þau sögðu reynslusögurnar sínar um vonina og þrána og hversu óskiljanlegt það er að vera ekki talin verðug þess að njóta menntakerfisins okkar. Hvers vegna í veröldinni erum við að hafna þátttöku fatlaðs fólks með þessum hætti? Á sama tíma og við höfum skuldbundið okkur til annars. Mannréttindasáttmáli Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks kveður alveg skýrt á um réttindi fatlaðs fólks til náms. Fötluð ungmenni sækja leik- og grunnskóla eins og önnur börn og langflest sækja nám á starfsbrautum framhaldsskólanna. En við 20 ára aldurinn er líkt og þessir einstaklingar búi ekki lengur í sama samfélagi og áður því við tekur ekkert nema óvissa og of fá tækifæri og hverjar dyrnar lokast á eftir annarri. En við þurfum ekki að hafa þetta svona. Við getum einfaldlega breytt kerfinu okkar og gert mikið mikið betur. Á hverju ári útskrifast 65-90 fötluð ungmenni af starfsbrautum framhaldsskólanna. Fötluð ungmenni sem hafa farið í gegnum skólakerfið frá leikskóla yfir í grunnskóla og standa á sömu tímamótum og ófatlaðir jafnaldrar við útskrift úr framhaldsskóla. Eftirvænting og tilhlökkun ætti að vera þeim efst í huga líkt og annarra ungmenna. En menntakerfið skapar ekki rými fyrir alla. Bara suma. Og bara á fáum, afmörkuðum námsleiðum. Það er allt rangt við það hvernig kerfið okkar er að mæta þessum dýrmæta hópi og við því þarf að bregðast. Enginn mælir þessu bót, enginn telur það sanngjarnt eða réttlætanlegt að fatlað fólk njóti ekki sömu réttinda og annað fólk. Kerfið er mannanna verk og því er ekki eftir neinu að bíða. Tökum höndum saman og sköpum námstækifæri fyrir öll. Líka fötluð ungmenni. Höfundur er verkefnastjóri samhæfingar námsframboðs og atvinnutækifæra hjá Landssamtökunum Þroskahjálp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Málefni fatlaðs fólks Skóla - og menntamál Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Ég sótti þá mögnuðu ráðstefnu Nám er fyrir okkur öll í vikunni. Þegar ég gekk í salinn fór um mig gleði og baráttutilfinning. Þetta var troðfullur salur af fólki sem á það sameiginlegt að hafa verið sett til hliðar í uppbyggingu íslenska menntakerfisins en segir nú: Hingað og ekki lengra! Á ráðstefnunni töluðu fötluð ungmenni og fullorðið fatlað fólk um tækifærin sem þau myndu svo gjarnan vilja hafa. Tækifærin sem við öll hin höfum. Einlægnin, kjarkurinn og baráttuandi þessara frábæru einstaklinga sem hver og einn tók ákvörðun um að stíga fram skein svo sterkt í gegn. Þarna heyrðust raddirnar sem skiptir svo miklu máli að hlustað sé á. Þau sögðu reynslusögurnar sínar um vonina og þrána og hversu óskiljanlegt það er að vera ekki talin verðug þess að njóta menntakerfisins okkar. Hvers vegna í veröldinni erum við að hafna þátttöku fatlaðs fólks með þessum hætti? Á sama tíma og við höfum skuldbundið okkur til annars. Mannréttindasáttmáli Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks kveður alveg skýrt á um réttindi fatlaðs fólks til náms. Fötluð ungmenni sækja leik- og grunnskóla eins og önnur börn og langflest sækja nám á starfsbrautum framhaldsskólanna. En við 20 ára aldurinn er líkt og þessir einstaklingar búi ekki lengur í sama samfélagi og áður því við tekur ekkert nema óvissa og of fá tækifæri og hverjar dyrnar lokast á eftir annarri. En við þurfum ekki að hafa þetta svona. Við getum einfaldlega breytt kerfinu okkar og gert mikið mikið betur. Á hverju ári útskrifast 65-90 fötluð ungmenni af starfsbrautum framhaldsskólanna. Fötluð ungmenni sem hafa farið í gegnum skólakerfið frá leikskóla yfir í grunnskóla og standa á sömu tímamótum og ófatlaðir jafnaldrar við útskrift úr framhaldsskóla. Eftirvænting og tilhlökkun ætti að vera þeim efst í huga líkt og annarra ungmenna. En menntakerfið skapar ekki rými fyrir alla. Bara suma. Og bara á fáum, afmörkuðum námsleiðum. Það er allt rangt við það hvernig kerfið okkar er að mæta þessum dýrmæta hópi og við því þarf að bregðast. Enginn mælir þessu bót, enginn telur það sanngjarnt eða réttlætanlegt að fatlað fólk njóti ekki sömu réttinda og annað fólk. Kerfið er mannanna verk og því er ekki eftir neinu að bíða. Tökum höndum saman og sköpum námstækifæri fyrir öll. Líka fötluð ungmenni. Höfundur er verkefnastjóri samhæfingar námsframboðs og atvinnutækifæra hjá Landssamtökunum Þroskahjálp.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun