Vucic sækist eftir endurkjöri og lofar friði og stöðugleika Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. apríl 2022 12:26 Aleksander Vucic sækist eftir endurkjöri í foretakosningum í Serbíu. Serbar ganga til kosninga í dag, bæði í forseta- og þingkosningum. Getty/Pierre Crom Serbar ganga til kosninga í dag en verið er að kjósa bæði forseta og nýtt þing. Aleksandar Vucic forseti og flokkur hans Framfaraflokkurinn sækjast eftir endurkjöri gegn stjórnarandstöðunni sem heitið hefur því að berjast gegn spillingu og tryggja framgang loftslagsmála hjá stjórnvöldum. Vucic hefur setið á forsetastóli í fimm ár og sækist nú eftir endurkjöri. Hann hefur lofað serbneskum kjósendum friði og stöðugleika í skugga stríðs Rússlands í Úkraínu. Stríðið hefur vakið óhug meðal serbnesks almennings og nú ýtt á stjórnvöld að velja milli vestursins, að ganga til liðs við Evrópusambandið, eða halda í tengslin við Rússland. Kjörstaðir opnuðu klukkan fimm í morgun að íslenskum tíma og loka klukkan sex í kvöld. Útgönguspár benda til að Vucic, sem er mikill íhaldsmaður, muni bera sigur úr bítum í kapphlaupinu við Zdravko Ponos, fyrrverandi herforingja sem býður sig fram fyrir miðjuflokkinn Bandalag til Sigurs, sem styður inngöngu í Evrópusambandið. Samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Faktor Plus, sem birtist í dagblaðinu Blic daily á miðvikudag, mun Framfaraflokkurinn sigra með 53,6 prósent atkvæða. Bandalag til Sigurs kemur næst á eftir með 13,7 prósent atkvvæða og stjórnarflokkur Sósíalista, sem hafa verið í ríkisstjórn með Framfaraflokknum, koma næstir með 10,2 prósent atkvæða. Þar á eftir koma Græningjar með 4,7 prósent. Aðrir flokkar ná ekki inn þingmanni en lágmarkið er 3 prósent atkvæða til að fá inn mann. Stjórnarandstaðan tók ekki þátt í þingkosningum árið 2020 sem fóru svo að Framfaraflokkurinn og samstarfsflokkar hans fengu 188 sæti af 250 þingsætum. Stríðið í Úkraínu hefur haft veruleg áhrif á Serbíu, sem hefur náin tengsl við Rússland. Serbía er enn að ná sér eftir Balkanstríðin og einangrunina sem fylgdi þeim á tíunda áratugi síðustu aldar. Serbar stóla mjög á jarðgasinnflutning frá Rússlandi og serbneski herinn hefur náin bönd við þann rússneska. Þá styðja yfirvöld í Rússlandi fast við bakið á yfirvöldum í Belgrad hvað varðar sjálfstæðistilburði Kósovó, ríkis eða héraðs suður af Serbíu. Serbía hefur stutt tvær ályktanir Sameinuðu þjóðanna þar sem Rússland var fordæmt fyrir innrásina í Úkraínu en hefur neitað að taka þátt í viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi. Serbía Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Sjá meira
Vucic hefur setið á forsetastóli í fimm ár og sækist nú eftir endurkjöri. Hann hefur lofað serbneskum kjósendum friði og stöðugleika í skugga stríðs Rússlands í Úkraínu. Stríðið hefur vakið óhug meðal serbnesks almennings og nú ýtt á stjórnvöld að velja milli vestursins, að ganga til liðs við Evrópusambandið, eða halda í tengslin við Rússland. Kjörstaðir opnuðu klukkan fimm í morgun að íslenskum tíma og loka klukkan sex í kvöld. Útgönguspár benda til að Vucic, sem er mikill íhaldsmaður, muni bera sigur úr bítum í kapphlaupinu við Zdravko Ponos, fyrrverandi herforingja sem býður sig fram fyrir miðjuflokkinn Bandalag til Sigurs, sem styður inngöngu í Evrópusambandið. Samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Faktor Plus, sem birtist í dagblaðinu Blic daily á miðvikudag, mun Framfaraflokkurinn sigra með 53,6 prósent atkvæða. Bandalag til Sigurs kemur næst á eftir með 13,7 prósent atkvvæða og stjórnarflokkur Sósíalista, sem hafa verið í ríkisstjórn með Framfaraflokknum, koma næstir með 10,2 prósent atkvæða. Þar á eftir koma Græningjar með 4,7 prósent. Aðrir flokkar ná ekki inn þingmanni en lágmarkið er 3 prósent atkvæða til að fá inn mann. Stjórnarandstaðan tók ekki þátt í þingkosningum árið 2020 sem fóru svo að Framfaraflokkurinn og samstarfsflokkar hans fengu 188 sæti af 250 þingsætum. Stríðið í Úkraínu hefur haft veruleg áhrif á Serbíu, sem hefur náin tengsl við Rússland. Serbía er enn að ná sér eftir Balkanstríðin og einangrunina sem fylgdi þeim á tíunda áratugi síðustu aldar. Serbar stóla mjög á jarðgasinnflutning frá Rússlandi og serbneski herinn hefur náin bönd við þann rússneska. Þá styðja yfirvöld í Rússlandi fast við bakið á yfirvöldum í Belgrad hvað varðar sjálfstæðistilburði Kósovó, ríkis eða héraðs suður af Serbíu. Serbía hefur stutt tvær ályktanir Sameinuðu þjóðanna þar sem Rússland var fordæmt fyrir innrásina í Úkraínu en hefur neitað að taka þátt í viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi.
Serbía Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Sjá meira