Alfons og félagar í flokk með Real Madríd Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. apríl 2022 17:01 „Nei hættu nú alveg.“ Fabio Rossi/Getty Images Landsliðsmaðurinn Alfons Sampsted og liðsfélagar hans í norska meistaraliðinu Bodø/Glimt gerðu José Mourinho og lærisveinum hans í Róma enn einn grikkinn í gær er liðin mættust í 8-liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu. José Mourinho er þrátt fyrir mögur ár einn af sigursælustu þjálfurum þessarar aldar. Það eru ekki mörg lið sem státa af því að hafa aldrei tapað fyrir liði sem José stýrir. Eftir dramatískan 2-1 sigur er Bodø/Glimt komið á sama stall og Real Madríd. Eru þetta einu tvö félögin sem hafa þrívegis eða oftar mætt liði undir stjórn Mourinho en aldrei tapað. Alfons og félagar rasskelltu Rómverja í Noregi er liðin mættust í riðlakeppninni. Síðari leiknum lauk með jafntefli og sama niðurstaða í næstu viku þýðir að Bodø/Glimt væri komið í undanúrslit Sambandsdeildar Evrópu. Teams José Mourinho has failed to beat in 3+ games: Real Madrid Bodø/Glimt pic.twitter.com/56pNSCf5l4— B/R Football (@brfootball) April 7, 2022 Leikirnir þrír gegn Real Madríd dreifast töluvert betur en tímabilið fræga 2003/2004 drógust Porto - þáverandi lið Mourinho - og Real saman í riðlakeppninni. Fór það svo að Real vann 3-1 í Portúgal en liðin skildu jöfn á Spáni. Sá hlær best sem síðast hlær því Porto stóð uppi sem Evrópumeistari og skömmu síðar var hinn útvaldi mættur til Chelsea. Þriðji leikurinn var svo árið 2017 er Manchester United-lið hans mætti Real Madríd í leiknum um Ofurbikar Evrópu en þar mætast sigurvegarar Meistaradeildar Evrópu og Evrópudeildarinnar. Fór það svo að Real vann leikinn 2-1. Fótbolti Evrópudeild UEFA Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjá meira
José Mourinho er þrátt fyrir mögur ár einn af sigursælustu þjálfurum þessarar aldar. Það eru ekki mörg lið sem státa af því að hafa aldrei tapað fyrir liði sem José stýrir. Eftir dramatískan 2-1 sigur er Bodø/Glimt komið á sama stall og Real Madríd. Eru þetta einu tvö félögin sem hafa þrívegis eða oftar mætt liði undir stjórn Mourinho en aldrei tapað. Alfons og félagar rasskelltu Rómverja í Noregi er liðin mættust í riðlakeppninni. Síðari leiknum lauk með jafntefli og sama niðurstaða í næstu viku þýðir að Bodø/Glimt væri komið í undanúrslit Sambandsdeildar Evrópu. Teams José Mourinho has failed to beat in 3+ games: Real Madrid Bodø/Glimt pic.twitter.com/56pNSCf5l4— B/R Football (@brfootball) April 7, 2022 Leikirnir þrír gegn Real Madríd dreifast töluvert betur en tímabilið fræga 2003/2004 drógust Porto - þáverandi lið Mourinho - og Real saman í riðlakeppninni. Fór það svo að Real vann 3-1 í Portúgal en liðin skildu jöfn á Spáni. Sá hlær best sem síðast hlær því Porto stóð uppi sem Evrópumeistari og skömmu síðar var hinn útvaldi mættur til Chelsea. Þriðji leikurinn var svo árið 2017 er Manchester United-lið hans mætti Real Madríd í leiknum um Ofurbikar Evrópu en þar mætast sigurvegarar Meistaradeildar Evrópu og Evrópudeildarinnar. Fór það svo að Real vann leikinn 2-1.
Fótbolti Evrópudeild UEFA Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjá meira