Ofbeldi gegn konum í krafti fjórða valdsins Hulda Hrund, Ninna Karla, Ólöf Tara, Tanja M. Ísfjörð og Þórhildur Gyða skrifa 9. apríl 2022 09:01 Í gegnum tíðina hafa konur verið beittar ofbeldi ýmist af fjölmiðlum eða í gegnum fjölmiðla, yfirleitt er þeim stillt upp á ákveðinn hátt í fjölmiðlum. Þeim er stillt upp líkt og þær séu minna virði og jafnvel ósýnilegar. Það verður til þess að fólki þykir auðveldara að afmanneskjuvæða þær og leyfir sér því frekar að tala um þær á meira ofstopafullan hátt. Þær þurfa lítið að gera til þess að fólk leyfi sér að ráðast á þær, það þarf ekki að vera nema ein skoðun á ákveðnu málefni, að hækka róm sinn um of eða að hlæja á ósamþykktum tímapunkti. Hvernig fjölmiðlar leyfa sér að fjalla um konur ýtir undir meira þol og jafnvel samþykki á því að þær séu útsettar fyrir og beittar ofbeldi. Það verður ákveðin normalísering á því að stilla femínískum aktívistum upp sem smellibeitum og þá fyrir almennan borgara ásamt fjórða valdinu að beita þær ofbeldi. Ef við förum aðeins yfir söguna er það skýrt að konum hefur verið stillt upp á neikvæðan hátt í fjölmiðlum í aldanna rás í þeim tilgangi að draga úr trúverðugleika þeirra. Þegar upp kom um framhjáhald Bill Clinton, fyrrum Bandaríkjaforseta, árið 1998 við unga konu, Monica Lewinsky sem starfaði á skrifstofu hans, var allt gert til að gera hana seka að því „hneykslismáli“. Í fjölmiðlum var hún máluð upp sem kynþokkafull, feit, kvenleg eða ókvenleg drusla. Niðurlæging hennar varð alþjóðlegt sjónarspil í fjölmiðlum sem leiddi til þess að hún eyddi tveimur áratugum í að forðast sviðsljósið. Það þarf ekki að leita langt til að finna dæmi um aðför að konum í fjölmiðlum hérlendis. Konur sem berjast gegn ósanngirni í góðri trú eru útsettar fyrir ærumeiðingum og ofbeldi af hálfu fjölmiðla og þeirra sem ekki aðhyllast sömu hugmyndafræði. Þessi aðför fylgir alltaf sömu uppskriftinni og virðist hafa það markmið að fá femíníska aktívista til að brenna út. Sóley Tómasdóttir og Hildur Lilliendahl fengu að upplifa þessa aðför og upplifa enn í dag. Femínískir aktívistar virðast ekki mega anda án þess að fjölmiðlar taki það upp og birti sem smellibeitur. Ýmist deila fjölmiðlar síðan fréttunum á sínum miðlum með fyrirsögnum á borð við „eru lesendur sammála þessu?“ og „er þetta rétt hjá henni?“, allt til þess að skapa skotfæri á hatursorðræðu gegn þeim. Það er ekki langt síðan Hildur Lilliendahl skrifaði „Hérna… þessi mótorhjól á Laugaveginum, hvað er þetta eiginlega?“ inn á hverfis hópinn sem hún er partur af. Fjölmiðlar voru ekki lengi að skrifa frétt um þessa litlu saklausu spurningu og velja eins gildishlaðna fyrirsögn og hægt var. Svona framganga fjölmiðla hefur í för með sér alvarlegar afleiðingar þar sem fjórða valdið nær að kynda undir fyrirlitningu í einstaklingum sem síðan beita aktívista ofbeldi eða hóta þeim ofbeldi. Sama má segja um Sóleyju Tómasdóttur, þar sem fjölmiðlar eiga sömuleiðis sögu um að taka flest úr samhengi sem hún segir og skrifar til að geta birt smellibeitu fréttir. Það virðist engu máli skipta hversu oft og vel konur og aktívistar útskýra mál sitt, alltaf eru fjölmiðlar tilbúnir að líta framhjá því fyrir fleiri smellur og meiri umferð á miðlana sína. Fjölmiðlar reyna að gera eina femíníska baráttukonu að holdgerving femínísma í einu. Þeir herja síðan á þær og reyna að láta þær svara fyrir þau femínísku málefni sem brenna á allra vörum hverju sinni. Fjölmiðlar reyna að mála upp ákveðna mynd af þessum konum, t.d. með því að setja af þeim óaðlaðandi myndir með fréttunum sem þeir birta, grafa undan þeim, draga úr trúverðugleika þeirra, gera þeim upp skoðanir og síðast en ekki síst - gera þær að smellubrellum æsifréttamiðla. Núna, 24 árum frá aðförinni að Monica Lewinsky, erum við enn á þeim stað að þurfa berjast fyrir því að konur séu ekki smánaðar í fjölmiðlum og að fjórða valdið sé ekki notað til að beita konur áframhaldandi ofbeldi. Nýlegt dæmi um smánun í fjölmiðlum hérlendis er aðförin að baráttukonunni Eddu Falak sem er gerð í þeim eina tilgangi að draga úr trúverðugleika hennar. Allt sem hún gerir hefur verið stillt upp í fjölmiðlum á þann hátt að kommentakerfið logar með ógeðslegum athugasemdum sem oftast fá að standa óáreittar. Fjölmiðlar hafa einnig tekið þátt í aðförinni gegn henni með því að birta fréttir upp úr mjög svo augljóslega fölsuðum skilaboðum sem eiga að líta út fyrir að vera frá henni. Fjölmiðlar halda því fram að allt sem hún geri varði við almenning líkt og hvernig brauð hún borðar og hvernig klippingu hún kýs að vera með. Þetta er aðferð sem fjölmiðlar beita og Jameela Jamil, leikkona, hefur fjallað um. Hún notar hugtakið „tabloid over exposure“ sem felur í sér að fjölmiðlar fjalla óhóflega mikið um ákveðna konu, taka hlutina sem hún segir úr samhengi og láta líta út eins og þessi tiltekna kona sé alltaf að biðja um viðtöl. Þessi aðferð fjölmiðla gerir það að verkum að almenningur fær ógeð af þessari konu og í kjölfarið leyfir sér að tjá sig með ógeðfelldum hætti í kommentakerfum. Samfélagið okkar elskar að sjá konur vera niðurlægðar og fjölmiðlar taka þátt í því með því að beita ofangreindum aðferðum. Höfundar eru stjórnarmeðlimir Öfga og hafa einnig eigin reynslu af slæmri fjölmiðlaumfjöllun og aðför að sér sem þolendur af hálfu fjórða valdsins. Heimildir: The influence of media on views of gender Monica Lewinsky Tabloid exposure Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar MeToo Kynferðisofbeldi Mest lesið Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Í gegnum tíðina hafa konur verið beittar ofbeldi ýmist af fjölmiðlum eða í gegnum fjölmiðla, yfirleitt er þeim stillt upp á ákveðinn hátt í fjölmiðlum. Þeim er stillt upp líkt og þær séu minna virði og jafnvel ósýnilegar. Það verður til þess að fólki þykir auðveldara að afmanneskjuvæða þær og leyfir sér því frekar að tala um þær á meira ofstopafullan hátt. Þær þurfa lítið að gera til þess að fólk leyfi sér að ráðast á þær, það þarf ekki að vera nema ein skoðun á ákveðnu málefni, að hækka róm sinn um of eða að hlæja á ósamþykktum tímapunkti. Hvernig fjölmiðlar leyfa sér að fjalla um konur ýtir undir meira þol og jafnvel samþykki á því að þær séu útsettar fyrir og beittar ofbeldi. Það verður ákveðin normalísering á því að stilla femínískum aktívistum upp sem smellibeitum og þá fyrir almennan borgara ásamt fjórða valdinu að beita þær ofbeldi. Ef við förum aðeins yfir söguna er það skýrt að konum hefur verið stillt upp á neikvæðan hátt í fjölmiðlum í aldanna rás í þeim tilgangi að draga úr trúverðugleika þeirra. Þegar upp kom um framhjáhald Bill Clinton, fyrrum Bandaríkjaforseta, árið 1998 við unga konu, Monica Lewinsky sem starfaði á skrifstofu hans, var allt gert til að gera hana seka að því „hneykslismáli“. Í fjölmiðlum var hún máluð upp sem kynþokkafull, feit, kvenleg eða ókvenleg drusla. Niðurlæging hennar varð alþjóðlegt sjónarspil í fjölmiðlum sem leiddi til þess að hún eyddi tveimur áratugum í að forðast sviðsljósið. Það þarf ekki að leita langt til að finna dæmi um aðför að konum í fjölmiðlum hérlendis. Konur sem berjast gegn ósanngirni í góðri trú eru útsettar fyrir ærumeiðingum og ofbeldi af hálfu fjölmiðla og þeirra sem ekki aðhyllast sömu hugmyndafræði. Þessi aðför fylgir alltaf sömu uppskriftinni og virðist hafa það markmið að fá femíníska aktívista til að brenna út. Sóley Tómasdóttir og Hildur Lilliendahl fengu að upplifa þessa aðför og upplifa enn í dag. Femínískir aktívistar virðast ekki mega anda án þess að fjölmiðlar taki það upp og birti sem smellibeitur. Ýmist deila fjölmiðlar síðan fréttunum á sínum miðlum með fyrirsögnum á borð við „eru lesendur sammála þessu?“ og „er þetta rétt hjá henni?“, allt til þess að skapa skotfæri á hatursorðræðu gegn þeim. Það er ekki langt síðan Hildur Lilliendahl skrifaði „Hérna… þessi mótorhjól á Laugaveginum, hvað er þetta eiginlega?“ inn á hverfis hópinn sem hún er partur af. Fjölmiðlar voru ekki lengi að skrifa frétt um þessa litlu saklausu spurningu og velja eins gildishlaðna fyrirsögn og hægt var. Svona framganga fjölmiðla hefur í för með sér alvarlegar afleiðingar þar sem fjórða valdið nær að kynda undir fyrirlitningu í einstaklingum sem síðan beita aktívista ofbeldi eða hóta þeim ofbeldi. Sama má segja um Sóleyju Tómasdóttur, þar sem fjölmiðlar eiga sömuleiðis sögu um að taka flest úr samhengi sem hún segir og skrifar til að geta birt smellibeitu fréttir. Það virðist engu máli skipta hversu oft og vel konur og aktívistar útskýra mál sitt, alltaf eru fjölmiðlar tilbúnir að líta framhjá því fyrir fleiri smellur og meiri umferð á miðlana sína. Fjölmiðlar reyna að gera eina femíníska baráttukonu að holdgerving femínísma í einu. Þeir herja síðan á þær og reyna að láta þær svara fyrir þau femínísku málefni sem brenna á allra vörum hverju sinni. Fjölmiðlar reyna að mála upp ákveðna mynd af þessum konum, t.d. með því að setja af þeim óaðlaðandi myndir með fréttunum sem þeir birta, grafa undan þeim, draga úr trúverðugleika þeirra, gera þeim upp skoðanir og síðast en ekki síst - gera þær að smellubrellum æsifréttamiðla. Núna, 24 árum frá aðförinni að Monica Lewinsky, erum við enn á þeim stað að þurfa berjast fyrir því að konur séu ekki smánaðar í fjölmiðlum og að fjórða valdið sé ekki notað til að beita konur áframhaldandi ofbeldi. Nýlegt dæmi um smánun í fjölmiðlum hérlendis er aðförin að baráttukonunni Eddu Falak sem er gerð í þeim eina tilgangi að draga úr trúverðugleika hennar. Allt sem hún gerir hefur verið stillt upp í fjölmiðlum á þann hátt að kommentakerfið logar með ógeðslegum athugasemdum sem oftast fá að standa óáreittar. Fjölmiðlar hafa einnig tekið þátt í aðförinni gegn henni með því að birta fréttir upp úr mjög svo augljóslega fölsuðum skilaboðum sem eiga að líta út fyrir að vera frá henni. Fjölmiðlar halda því fram að allt sem hún geri varði við almenning líkt og hvernig brauð hún borðar og hvernig klippingu hún kýs að vera með. Þetta er aðferð sem fjölmiðlar beita og Jameela Jamil, leikkona, hefur fjallað um. Hún notar hugtakið „tabloid over exposure“ sem felur í sér að fjölmiðlar fjalla óhóflega mikið um ákveðna konu, taka hlutina sem hún segir úr samhengi og láta líta út eins og þessi tiltekna kona sé alltaf að biðja um viðtöl. Þessi aðferð fjölmiðla gerir það að verkum að almenningur fær ógeð af þessari konu og í kjölfarið leyfir sér að tjá sig með ógeðfelldum hætti í kommentakerfum. Samfélagið okkar elskar að sjá konur vera niðurlægðar og fjölmiðlar taka þátt í því með því að beita ofangreindum aðferðum. Höfundar eru stjórnarmeðlimir Öfga og hafa einnig eigin reynslu af slæmri fjölmiðlaumfjöllun og aðför að sér sem þolendur af hálfu fjórða valdsins. Heimildir: The influence of media on views of gender Monica Lewinsky Tabloid exposure
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun