Finnar og Svíar færast nær NATO-aðild Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. apríl 2022 15:00 Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, og Magdalena Andersson, forsætisráðherra Svíþjóðar héldu sameiginlegan blaðamannafund í Stokkhólmi, höfuðborg Svíþjóðar, í dag. EPA-EFE/Paul Wennerholm. Forsætisráðherrar Finnlands og Svíþjóðar segja báðir að öryggislandslag Evrópu hafi tekið grundvallarbreytingum með innrás Rússa í Úkraínu. Það geti leitt til þessa að bæði ríki sæki um aðild að NATO, Atlantshafsbandalaginu. Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, og Magdalena Andersson, forsætisráðherra Svíþjóðar héldu sameiginlegan blaðamannafund í Stokkhólmi, höfuðborg Svíþjóðar, í dag. Þar var Andersson spurð í mögulega NATO-aðild Svíþjóðar eftir að sænskir miðlar greindu frá því í dag að það væri hennar vilji að Svíar myndi sækja um aðild að NATO. Án þess að segja af eða á um hvort að það stæði til sagði Andersson að nú væri ekki tími til að geyma umræðuna um það hvort að Svíþjóð ætti heima í NATO eða ekki. „Öryggislandslagið hefur algjörlega breyst,“ sagði Andersson sem bætti því við að mikilvægt væri fyrir Svía að greina stöðuna sem upp væri komin vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Sagði hún mikilvægt að kanna það vel og vandlega hvað væri best fyrir framtíðarhagsmuni Svía í öryggismálum. Heimildir sænskra fjölmiðla hermi að Andersson vilji sækja um aðild að NATO í júní. Sanna Marin sagði hins vegar að Finnar myndu taka ákvörðum um umsókn í NATO á næstu vikum. Ný öryggisskýrsla verður lögð fyrir finnska þingið í dag og verður hún tekin til umræðu eftir páska. Það mun í raun marka upphaf formlegrar umræðu Finna um að mögulega aðild að NATO. „Ég held að afstaða íbúa Finnlands, og Svía, hafi breyst og mótast talsvert af gjörðum Rússa. Þetta er augljóst og hefur gert það að verkum að þörf er á því að Finna ræði eigin öryggisþarfir,“ sagði Marin. Svíþjóð Finnland NATO Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Stríðsvél Pútín verði ekki stöðvuð nema með því að beita fullu afli „Við höfum lært þrennt það sem af er stríðsins. Í fyrsta lagi að samningaviðræður við Pútín skila engu; hvorki viðræður fyrir né eftir innrásina hafa skilað nokkru. Friðarviðræðurnar eru komnar í öngstræti.“ 13. apríl 2022 10:47 Vaktin: Fjárútlát til ríkismiðla Rússlands þrefaldast milli ára Iryna Vereshchuk, varaforsætisráðherra Úkraínu, segir ekki mögulegt að opna nein mannúðarhlið í dag. Hún sakar Rússa um að brjóta gegn fyrirfram ákveðnum vopnahléum og að hindra för þeirra sem freista þess að komast burtu frá átakasvæðum. 13. apríl 2022 14:45 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, og Magdalena Andersson, forsætisráðherra Svíþjóðar héldu sameiginlegan blaðamannafund í Stokkhólmi, höfuðborg Svíþjóðar, í dag. Þar var Andersson spurð í mögulega NATO-aðild Svíþjóðar eftir að sænskir miðlar greindu frá því í dag að það væri hennar vilji að Svíar myndi sækja um aðild að NATO. Án þess að segja af eða á um hvort að það stæði til sagði Andersson að nú væri ekki tími til að geyma umræðuna um það hvort að Svíþjóð ætti heima í NATO eða ekki. „Öryggislandslagið hefur algjörlega breyst,“ sagði Andersson sem bætti því við að mikilvægt væri fyrir Svía að greina stöðuna sem upp væri komin vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Sagði hún mikilvægt að kanna það vel og vandlega hvað væri best fyrir framtíðarhagsmuni Svía í öryggismálum. Heimildir sænskra fjölmiðla hermi að Andersson vilji sækja um aðild að NATO í júní. Sanna Marin sagði hins vegar að Finnar myndu taka ákvörðum um umsókn í NATO á næstu vikum. Ný öryggisskýrsla verður lögð fyrir finnska þingið í dag og verður hún tekin til umræðu eftir páska. Það mun í raun marka upphaf formlegrar umræðu Finna um að mögulega aðild að NATO. „Ég held að afstaða íbúa Finnlands, og Svía, hafi breyst og mótast talsvert af gjörðum Rússa. Þetta er augljóst og hefur gert það að verkum að þörf er á því að Finna ræði eigin öryggisþarfir,“ sagði Marin.
Svíþjóð Finnland NATO Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Stríðsvél Pútín verði ekki stöðvuð nema með því að beita fullu afli „Við höfum lært þrennt það sem af er stríðsins. Í fyrsta lagi að samningaviðræður við Pútín skila engu; hvorki viðræður fyrir né eftir innrásina hafa skilað nokkru. Friðarviðræðurnar eru komnar í öngstræti.“ 13. apríl 2022 10:47 Vaktin: Fjárútlát til ríkismiðla Rússlands þrefaldast milli ára Iryna Vereshchuk, varaforsætisráðherra Úkraínu, segir ekki mögulegt að opna nein mannúðarhlið í dag. Hún sakar Rússa um að brjóta gegn fyrirfram ákveðnum vopnahléum og að hindra för þeirra sem freista þess að komast burtu frá átakasvæðum. 13. apríl 2022 14:45 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Stríðsvél Pútín verði ekki stöðvuð nema með því að beita fullu afli „Við höfum lært þrennt það sem af er stríðsins. Í fyrsta lagi að samningaviðræður við Pútín skila engu; hvorki viðræður fyrir né eftir innrásina hafa skilað nokkru. Friðarviðræðurnar eru komnar í öngstræti.“ 13. apríl 2022 10:47
Vaktin: Fjárútlát til ríkismiðla Rússlands þrefaldast milli ára Iryna Vereshchuk, varaforsætisráðherra Úkraínu, segir ekki mögulegt að opna nein mannúðarhlið í dag. Hún sakar Rússa um að brjóta gegn fyrirfram ákveðnum vopnahléum og að hindra för þeirra sem freista þess að komast burtu frá átakasvæðum. 13. apríl 2022 14:45