Martin Hermannsson gagnrýnir liðsval FH-inga Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. apríl 2022 20:27 Eggert Gunnþór Jónsson í leik með FH. Vísir/Bára Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, setur stórt spurningarmerki við það að Eggert Gunnþór Jónsson sé í byrjunarliði FH-inga gegn Víkingum í opnunarleik Bestu-deildarinnar sem nú fer fram. Þegar þetta er ritað er hálfleikur í leiknum og staðan er 1-1. Steven Lennon kom FH-ingum yfir eftir aðeins hálfa mínútu áður en Ari Sigurpálsson jafnaði fyrir Íslandsmeistarana. Martin Hermannsson, einn besti körfuboltamaður þjóðarinnar, varpaði þó fram spurningu á Twitter-síðu sinni þegar leikurinn var í þann mund að hefjast. „Er eðlilegt að menn sem eru undir lögreglurannsókn vegna grófs kynferðisofbeldis séu í byrjunarliði í @bestadeildin?“ spyr Martin. Er eðlilegt að menn sem eru undir lögreglurannsókn vegna grófs kynferðisofbeldis séu í byrjunarliði í @bestadeildin ?— Martin Hermannsson (@hermannsson15) April 18, 2022 Eins og áður segir var Eggert Gunnþór Jónsson í byrjunarliði FH-inga þegar flautað var til leiks, en hann hefur verið sakaður um kynferðisbrot ásamt Aroni Einari Gunnarssyni í landsliðsverkefni í Kaupmannahöfn fyrir rúmum áratug. Rannsókn lögreglu á málinu er lokið og málið fór í framhaldinu til ákærusviðs lögreglunnar og þaðan var að sent til héraðssaksóknara undir lok síðasta mánaðar. Enn hefur þó ekki komið fram hvort ákæra verði gefin út í málinu. Eggert Gunnþór og Aron gáfu báðir skýrslu í byrjun desember. Lögmaður Arons sendi svo frá sér yfirlýsingu fyrir hönd þeirra beggja í kjölfar þess þar sem þeir hafna því með öllu að hafa brotið af sér. Þá hafa þeir báðir hafnað ásökunum um kynferðisbrot og lýst yfir sakleysi sínu, ásamt því að segjast búast við því að málið yrði fellt niður. Fótbolti Besta deild karla FH Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Eggert Gunnþór hafnar alfarið ásökunum um kynferðisbrot Eggert Gunnþór Jónsson, leikmaður FH og fyrrverandi landsliðsmaður, hafnar því alfarið að hafa brotið kynferðislega á konu eftir landsleik Íslendinga í Danmörku árið 2010. 22. október 2021 16:26 Aron Einar og Eggert reikna með því að málið verði fellt niður Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu, hefur gefið skýrslu hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við rannsókn á kynferðisbroti í Kaupmannahöfn árið 2010. Eggert Gunnþór Jónsson, leikmaður FH og fyrrverandi landsliðsmaður, gaf skýrslu hjá lögreglu í sama máli í gær. Leikmennirnir segjast báðir reikna með því að málið verði fellt niður. 2. desember 2021 12:13 Lögregla tjáir sig ekkert um rannsókn málsinsHafa rætt við fjölda fólks við rannsókn málsins Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun ekkert tjá sig um rannsókn sína á kærumáli sem snerta tvo knattspyrnumenn. Meint brot átti sér stað árið 2010 en brotaþoli í málinu lagði fram kæru í málinu á dögunum. 25. október 2021 11:26 Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Sjá meira
Þegar þetta er ritað er hálfleikur í leiknum og staðan er 1-1. Steven Lennon kom FH-ingum yfir eftir aðeins hálfa mínútu áður en Ari Sigurpálsson jafnaði fyrir Íslandsmeistarana. Martin Hermannsson, einn besti körfuboltamaður þjóðarinnar, varpaði þó fram spurningu á Twitter-síðu sinni þegar leikurinn var í þann mund að hefjast. „Er eðlilegt að menn sem eru undir lögreglurannsókn vegna grófs kynferðisofbeldis séu í byrjunarliði í @bestadeildin?“ spyr Martin. Er eðlilegt að menn sem eru undir lögreglurannsókn vegna grófs kynferðisofbeldis séu í byrjunarliði í @bestadeildin ?— Martin Hermannsson (@hermannsson15) April 18, 2022 Eins og áður segir var Eggert Gunnþór Jónsson í byrjunarliði FH-inga þegar flautað var til leiks, en hann hefur verið sakaður um kynferðisbrot ásamt Aroni Einari Gunnarssyni í landsliðsverkefni í Kaupmannahöfn fyrir rúmum áratug. Rannsókn lögreglu á málinu er lokið og málið fór í framhaldinu til ákærusviðs lögreglunnar og þaðan var að sent til héraðssaksóknara undir lok síðasta mánaðar. Enn hefur þó ekki komið fram hvort ákæra verði gefin út í málinu. Eggert Gunnþór og Aron gáfu báðir skýrslu í byrjun desember. Lögmaður Arons sendi svo frá sér yfirlýsingu fyrir hönd þeirra beggja í kjölfar þess þar sem þeir hafna því með öllu að hafa brotið af sér. Þá hafa þeir báðir hafnað ásökunum um kynferðisbrot og lýst yfir sakleysi sínu, ásamt því að segjast búast við því að málið yrði fellt niður.
Fótbolti Besta deild karla FH Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Eggert Gunnþór hafnar alfarið ásökunum um kynferðisbrot Eggert Gunnþór Jónsson, leikmaður FH og fyrrverandi landsliðsmaður, hafnar því alfarið að hafa brotið kynferðislega á konu eftir landsleik Íslendinga í Danmörku árið 2010. 22. október 2021 16:26 Aron Einar og Eggert reikna með því að málið verði fellt niður Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu, hefur gefið skýrslu hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við rannsókn á kynferðisbroti í Kaupmannahöfn árið 2010. Eggert Gunnþór Jónsson, leikmaður FH og fyrrverandi landsliðsmaður, gaf skýrslu hjá lögreglu í sama máli í gær. Leikmennirnir segjast báðir reikna með því að málið verði fellt niður. 2. desember 2021 12:13 Lögregla tjáir sig ekkert um rannsókn málsinsHafa rætt við fjölda fólks við rannsókn málsins Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun ekkert tjá sig um rannsókn sína á kærumáli sem snerta tvo knattspyrnumenn. Meint brot átti sér stað árið 2010 en brotaþoli í málinu lagði fram kæru í málinu á dögunum. 25. október 2021 11:26 Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Sjá meira
Eggert Gunnþór hafnar alfarið ásökunum um kynferðisbrot Eggert Gunnþór Jónsson, leikmaður FH og fyrrverandi landsliðsmaður, hafnar því alfarið að hafa brotið kynferðislega á konu eftir landsleik Íslendinga í Danmörku árið 2010. 22. október 2021 16:26
Aron Einar og Eggert reikna með því að málið verði fellt niður Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu, hefur gefið skýrslu hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við rannsókn á kynferðisbroti í Kaupmannahöfn árið 2010. Eggert Gunnþór Jónsson, leikmaður FH og fyrrverandi landsliðsmaður, gaf skýrslu hjá lögreglu í sama máli í gær. Leikmennirnir segjast báðir reikna með því að málið verði fellt niður. 2. desember 2021 12:13
Lögregla tjáir sig ekkert um rannsókn málsinsHafa rætt við fjölda fólks við rannsókn málsins Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun ekkert tjá sig um rannsókn sína á kærumáli sem snerta tvo knattspyrnumenn. Meint brot átti sér stað árið 2010 en brotaþoli í málinu lagði fram kæru í málinu á dögunum. 25. október 2021 11:26