Leita að gæsluvarðhaldsfanga sem slapp úr haldi lögreglu Fanndís Birna Logadóttir skrifar 19. apríl 2022 21:58 Maðurinn sleit sig lausan úr haldi lögreglu við Héraðsdóm Reykjavíkur í dag. Vísir/Vilhelm Yfirvöld leita nú að Gabríel Douane Boama, tvítugum gæsluvarðhaldsfanga sem slapp úr haldi lögreglu við Héraðsdóm Reykjavíkur um sjö leytið dag. Lögregla hefur lýst eftir honum og segir mikilvægt að hann finnist sem fyrst. Sveinn Ingiberg Magnússon yfirlögregluþjónn staðfestir í samtali við fréttastofu að Gabríel hafi flúið úr haldi lögreglu en RÚV greindi fyrst frá málinu. Verið var að flytja hann eftir aðalmeðferð í máli hans þegar hann sleit sig lausan frá lögreglu. Aðspurður um hvort óttast sé að Gabríel sé ofbeldisfullur segir Sveinn að hann sé vissulega ákærður fyrir ofbeldisbrot en að ekki liggi fyrir hvað hann ætli sér nú. Búið er að lýsa eftir honum innan lögreglunnar og hafa lögregluþjónar á vakt verið látnir vita. Sveinn segir mikilvægt að Gabríel finnist sem allra fyrst en leit stendur nú yfir. Lögreglan lýsti eftir Gabríel í kvöld. Mynd/Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Tengist árásinni í Borgarholtsskóla í fyrra Aðalmeðferð fór fram í tveimur málum í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, þar af í máli héraðssaksóknara gegn fimm sakborningum. Samkvæmt heimildum fréttastofu tengist málið sem um ræðir meðal annars árás í Borgarholtsskóla í janúar 2021 þar sem aðilar komu vopnaðir inn í skólann. Í kjölfarið brutust út slagsmál meðal drengja með þeim afleiðingum að sex voru fluttir á bráðamóttöku. Þrír piltar á aldrinum 16 til 19 ára voru handteknir vegna árásarinnar. Uppfært 22:58: Lögregla hefur formlega lýst eftir fanganum, hinum tvítuga Gabríel Douane Boama. Hann er að sögn lögreglu 192 sentímetrar á hæð, með brún augu og um 85 kíló að þyngd. Hann er klæddur í hvíta hettupeysu, gallabuxur og hvíta skó. Lögreglumál Dómsmál Gæsluvarðhaldsfangi flýr úr héraðsdómi Reykjavík Tengdar fréttir Sex fluttir á slysadeild eftir árás í Borgarholtsskóla Sex voru fluttir á slysadeild á öðrum tímanum í dag eftir að árás var gerð í Borgarholtsskóla. Þetta staðfestir varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í samtali við Vísi. Einn var leiddur út úr skólanum í járnum. 13. janúar 2021 13:03 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Sveinn Ingiberg Magnússon yfirlögregluþjónn staðfestir í samtali við fréttastofu að Gabríel hafi flúið úr haldi lögreglu en RÚV greindi fyrst frá málinu. Verið var að flytja hann eftir aðalmeðferð í máli hans þegar hann sleit sig lausan frá lögreglu. Aðspurður um hvort óttast sé að Gabríel sé ofbeldisfullur segir Sveinn að hann sé vissulega ákærður fyrir ofbeldisbrot en að ekki liggi fyrir hvað hann ætli sér nú. Búið er að lýsa eftir honum innan lögreglunnar og hafa lögregluþjónar á vakt verið látnir vita. Sveinn segir mikilvægt að Gabríel finnist sem allra fyrst en leit stendur nú yfir. Lögreglan lýsti eftir Gabríel í kvöld. Mynd/Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Tengist árásinni í Borgarholtsskóla í fyrra Aðalmeðferð fór fram í tveimur málum í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, þar af í máli héraðssaksóknara gegn fimm sakborningum. Samkvæmt heimildum fréttastofu tengist málið sem um ræðir meðal annars árás í Borgarholtsskóla í janúar 2021 þar sem aðilar komu vopnaðir inn í skólann. Í kjölfarið brutust út slagsmál meðal drengja með þeim afleiðingum að sex voru fluttir á bráðamóttöku. Þrír piltar á aldrinum 16 til 19 ára voru handteknir vegna árásarinnar. Uppfært 22:58: Lögregla hefur formlega lýst eftir fanganum, hinum tvítuga Gabríel Douane Boama. Hann er að sögn lögreglu 192 sentímetrar á hæð, með brún augu og um 85 kíló að þyngd. Hann er klæddur í hvíta hettupeysu, gallabuxur og hvíta skó.
Lögreglumál Dómsmál Gæsluvarðhaldsfangi flýr úr héraðsdómi Reykjavík Tengdar fréttir Sex fluttir á slysadeild eftir árás í Borgarholtsskóla Sex voru fluttir á slysadeild á öðrum tímanum í dag eftir að árás var gerð í Borgarholtsskóla. Þetta staðfestir varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í samtali við Vísi. Einn var leiddur út úr skólanum í járnum. 13. janúar 2021 13:03 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Sex fluttir á slysadeild eftir árás í Borgarholtsskóla Sex voru fluttir á slysadeild á öðrum tímanum í dag eftir að árás var gerð í Borgarholtsskóla. Þetta staðfestir varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í samtali við Vísi. Einn var leiddur út úr skólanum í járnum. 13. janúar 2021 13:03